Svæði

Ísland

Greinar

Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð
AfhjúpunPlastið fundið

Ís­lenska plast­synd­in fund­in í Sví­þjóð

Stund­in fann allt að 1.500 tonn af ís­lensku plasti sem hef­ur leg­ið óhreyft í um fimm ár í vöru­húsi í Sví­þjóð. Allt plast­ið var sagt end­urunn­ið eða end­ur­nýtt sam­kvæmt töl­fræði Úr­vinnslu­sjóðs og var ís­lensk­um end­ur­vinnslu­fyr­ir­tækj­um greitt um hundrað millj­ón­ir króna fyr­ir að senda það í end­ur­vinnslu. Fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráð­herra seg­ir Úr­vinnslu­sjóð bera ábyrgð á að ís­lenskt plast sé í raun end­urunn­ið. Plast­ið slig­ar palestínska flótta­manna­fjöl­skyldu í Sví­þjóð sem greið­ir nú fyr­ir úr­vinnslu á því.
Fjöldi brottkastsmála margfaldaðist eftir að Fiskistofa fór að nota dróna
Skýring

Fjöldi brott­kasts­mála marg­fald­að­ist eft­ir að Fiski­stofa fór að nota dróna

Veiði­eft­ir­lits­menn hjá Fiski­stofu hafa á und­an­förn­um ára­tug oft­ast skráð um eða inn­an við tíu mál sem varða brott­kast afla á ári hverju. Í upp­hafi þessa árs var byrj­að að not­ast við dróna í eft­ir­liti og von­að­ist Fiski­stofa eft­ir því að sjá úr lofti góða um­gengni við sjáv­ar­auð­lind­ina. Þann 25. nóv­em­ber voru mál­in þar sem ætl­að var að afla bæði stórra og smárra skipa hefði ver­ið kast­að í sjó­inn þó orð­in að minnsta kosti 120 tals­ins. Alls fjög­ur mál varða brott­kast af skip­um af stærstu gerð, sem veiða með botn­vörpu.
Lykillinn að langlífi er að koma í ljós
Úttekt

Lyk­ill­inn að lang­lífi er að koma í ljós

Það sem vís­inda­rann­sókn­ir sýna að skipti mestu fyr­ir lang­lífi gæti kom­ið á óvart. Margt er á okk­ar for­ræði, en sam­fé­lag­ið í heild get­ur líka skipt máli. Ólaf­ur Helgi Samú­els­son öldrun­ar­lækn­ir seg­ir að hvað áhrifa­rík­asta að­gerð sam­fé­lags­ins í heild til að auka heil­brigði á eldri ár­um, og þar með lang­lífi, sé að draga úr fá­tækt.
Álag á bráðamóttöku rakið til þess að fólk hafi ekki leitað læknis í faraldrinum
FréttirCovid-19

Álag á bráða­mót­töku rak­ið til þess að fólk hafi ekki leit­að lækn­is í far­aldr­in­um

Lík­ur eru tald­ar á að eitt af því sem veld­ur nú miklu álagi á bráða­mót­töku Land­spít­ala sé að fólk hafi forð­ast að leita sér lækn­inga við ýms­um kvill­um vegna Covid-far­ald­urs­ins. Mik­il fækk­un á kom­um eldra fólks á bráða­mót­töku á síð­asta ári renn­ir stoð­um und­ir þá kenn­ingu.
Guðlaugur segist hafa sóst sérstaklega eftir umhverfisráðuneytinu
FréttirNý ríkisstjórn

Guð­laug­ur seg­ist hafa sóst sér­stak­lega eft­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nýr um­hverf­is­ráð­herra, seg­ist hafa sóst eft­ir því sér­stak­lega að fá að taka við ráðu­neyti um­hverf­is- og lofts­lags­mála þeg­ar fyr­ir lá hvaða ráðu­neyti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi fá. Hann seg­ist ekki hafa sóst sér­stak­lega eft­ir því að verða ut­an­rík­is­ráð­herra áfram.
Lögmaður kærður fyrir að misnota aðgang Innheimtustofnunar
Fréttir

Lög­mað­ur kærð­ur fyr­ir að mis­nota að­gang Inn­heimtu­stofn­un­ar

Inn­heimtu­stofn­un sveit­ar­fé­laga hef­ur kært lög­fræð­ing fyr­ir að hafa í að minnsta kosti sjö ár not­að að­gang stofn­un­ar­inn­ar að Cred­it­In­fo sem hann er sagð­ur hafa kom­ist yf­ir með ólög­mæt­um hætti. Á tíma­bil­inu á hann að hafa flett upp tug­um kennitalna í kerf­um Cred­it­In­fo og afl­að sér þannig upp­lýs­inga um fjár­hags­leg mál­efni fólks og lög­að­ila.
Landsvirkjun neitar að tjá sig um af hverju mál Helga var ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni
Fréttir

Lands­virkj­un neit­ar að tjá sig um af hverju mál Helga var ekki skil­greint sem kyn­ferð­is­leg áreitni

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Lands­virkj­un vill ekki greina frá því af hverju fyr­ir­tæk­ið skil­greindi mál Helga Jó­hann­es­son­ar, fyrr­ver­andi yf­ir­lög­fræð­ings fé­lags­ins, ekki sem kyn­ferð­is­lega áreitni. At­vika­lýs­ing máls­ins virð­ist samt rúm­ast inn­an skil­grein­ing­ar Lands­virkj­un­ar sjálfr­ar á kyn­ferð­is­legri áreitni.

Mest lesið undanfarið ár