Fréttamál

Hópsýking á Landakoti

Greinar

Skortur á skipulagi og röng viðbrögð ástæða þess að illa fór á Landakoti
FréttirHópsýking á Landakoti

Skort­ur á skipu­lagi og röng við­brögð ástæða þess að illa fór á Landa­koti

Land­lækn­ir seg­ir að ófull­kom­in hólfa­skipt­ing, ófull­nægj­andi fræðsla og þjálf­un starfs­manna sem og eft­ir­lit með fylgni við leið­bein­ing­ar, skort­ur á sýna­tök­um með­al sjúk­linga og starfs­fólks, ófull­nægj­andi húsa­kost­ur og loftræst­ing séu helstu ástæð­ur þess að hóp­sýk­ing braust út á Landa­koti á síð­asta ári. Auk þess sem við­brögð í upp­hafi hópsmits hefðu mátt vera skarp­ari.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.
Sjúkrabílnum snúið við á Stykkishólmi
ViðtalHvað gerðist á Landakoti?

Sjúkra­bíln­um snú­ið við á Stykk­is­hólmi

Fjöl­skylda Guð­laugs Jóns Bjarna­son­ar, eins þeirra sem smit­uð­ust á Landa­koti, hef­ur ver­ið gagn­rýn­in á hvernig stað­ið var að mál­um. Til hafði stað­ið að Guð­laug­ur fengi pláss á hjúkr­un­ar­heim­ili í Stykk­is­hólmi og var hann flutt­ur þang­að með sjúkra­bíl fimmtu­dag­inn 22. októ­ber. Bíln­um var snú­ið við í Stykk­is­hólmi eft­ir að upp­lýs­ing­ar bár­ust um hópsmit­ið sama dag.
Samfélagið hafi samþykkt að tryggja ekki öryggi gamals fólks
Spurt & svaraðHvað gerðist á Landakoti?

Sam­fé­lag­ið hafi sam­þykkt að tryggja ekki ör­yggi gam­als fólks

„Við er­um að lýsa áhersl­um í ís­lensku sam­fé­lagi til ára­tuga,“ seg­ir Sig­ríð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri hjúkr­un­ar og með­lim­ur í fram­kvæmd­ar­stjórn Land­spít­al­ans, um or­sak­ir þess að að­stæð­ur á Landa­koti buðu upp á dreif­ingu hópsmits með­al við­kvæmra sjúk­linga. Þá seg­ir hún að sjálf hafi fram­kvæmd­ar­stjórn Land­spít­al­ans þurft að for­gangsr­aða öðr­um verk­efn­um of­ar en Landa­koti í við­bragði sínu við far­aldr­in­um.
Beint: Landakotsskýrslan kynnt - Ekki hægt að koma í veg fyrir þetta, segir Páll Matthíason
StreymiHvað gerðist á Landakoti?

Beint: Landa­kots­skýrsl­an kynnt - Ekki hægt að koma í veg fyr­ir þetta, seg­ir Páll Matth­ía­son

„Það var ekki hægt að koma í veg fyr­ir að smit myndu ber­ast inn, því mið­ur,“ sagði Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, um hóp­sýk­ingu Covid-19 á Landa­koti. Tal­ið er að fleiri en ein mann­eskja hafi bor­ið inn smit. Gríð­ar­leg dreif­ing veirunn­ar skýrist af hús­næð­inu og skorti á mannafla.

Mest lesið undanfarið ár