Fréttamál

Föst á Gaza

Greinar

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.
Þórunn sakar utanríkisráðuneytið um sýndarviðbragð
FréttirFöst á Gaza

Þór­unn sak­ar ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið um sýnd­ar­við­bragð

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að ein­hvers kon­ar sýnd­ar­við­bragð væri um að ræða í mál­efn­um dval­ar­leyf­is­haf­anna á Gaza í störf­um þings­ins í dag. Jakob Frí­mann Magnús­son, þing­mað­ur Flokks fólks­ins, seg­ir að beð­ið sé svara frá Ísra­el­um um hvað megi og megi ekki gera.
„Það er svo sjúkt að þetta snúist um peninga“
ViðtalFöst á Gaza

„Það er svo sjúkt að þetta snú­ist um pen­inga“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Al­ex­and­er Jarl stefn­ir á að fara út til Egypta­lands til þess að koma ömmu sinni, barn­ung­um frænd­systkin­um og for­eldr­um þeirra út af Gaza­svæð­inu. En það er kostn­að­ar­samt og því þarf hann fyrst að safna nokkr­um millj­ón­um króna. Til þess hef­ur Al­ex­and­er hóað sam­an nokkr­um af vin­sæl­ustu hipp hopp tón­list­ar­mönn­um lands­ins og munu þeir halda tón­leika í Iðnó á laug­ar­dag­inn.
Sex vikna Abdulkarim fær dvalarleyfi
FréttirFöst á Gaza

Sex vikna Abdul­karim fær dval­ar­leyfi

Hinn sex vikna Abdul­karim Alzaq frá Palestínu er kom­inn með dval­ar­leyfi hér á landi ásamt fjór­um systkin­um sín­um og móð­ur. Hér býr fyr­ir fað­ir hans, Mohammed Alsaq, sem reyndi vik­um sam­an að fá sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu án ár­ang­urs því Abdul­karim átti ekki vega­bréf. Eft­ir við­tal Heim­ild­ar­inn­ar á föstu­dag sam­þykkti Út­lend­inga­stofn­un sam­ein­ing­una.
Börnin sem bíða á Gaza
ViðtalFöst á Gaza

Börn­in sem bíða á Gaza

Heim­ild­in hef­ur rætt við að­stand­end­ur rúm­lega sjö­tíu ein­stak­linga sem fast­ir eru á Gaza, for­eldra sem ótt­ast um af­drif barna sinna og börn sem ótt­ast um líf for­eldr­anna. Al­gjör ör­vænt­ing birt­ist hjá þeim öll­um, sem eru á Ís­landi og þurfa að leggja líf fjöl­skyldu­með­lima í hend­ur ís­lenskra stjórn­valda. Auk þess að biðla til stjórn­valda að ná fjöl­skyld­um þeirra heim, biðla þau til þeirra að gera ekki grein­ar­mun á ís­lensk­um börn­um og palestínsk­um.
Sex vikna og kemst ekki til föður síns án vegabréfs
FréttirFöst á Gaza

Sex vikna og kemst ekki til föð­ur síns án vega­bréfs

Abdul­karim Alzaq er að­eins sex vikna gam­all. Þessa stuttu ævi hef­ur hann bú­ið í tjaldi á Gaza­svæð­inu. Hann á föð­ur á Ís­landi sem hef­ur ekki tek­ist að fá sam­þykkt dval­ar­leyfi hér fyr­ir son­inn unga vegna þess að hann á ekki vega­bréf; ekki frek­ar en flest önn­ur börn sem hafa fæðst á Gaza­svæð­inu á síð­ustu mán­uð­um. Lög­in heim­ila und­an­þágu frá þess­ari kröfu en þeirri und­an­þágu hef­ur Út­lend­inga­stofn­un ekki beitt.

Mest lesið undanfarið ár