Nýtt efni

Fullkomin blanda atvinnu og ástríðu
Hjónin Giacomo Montanelli og Serena Pedrana ákváðu að flytja frá Ítalíu til Íslands fyrir tíu árum. Þau settust að á Akureyri og una sér vel. Árið 2023 settu þau á fót sitt eigið fyrirtæki, Rækta Microfarm, og rækta þar grænsprettur á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt.

Sýnist vaðið yfir brimbrettakappa
Stjórnarmönnum Brimbrettafélagsins er brugðið eftir að máli þeirra var vísað frá. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að landfylling verði reist sem mun eyðileggja verðmætasta brimbrettasvæði landsins. Formaður Landverndar sýnist þarna hafi verið vaðið yfir sörfara.

Umhverfisráðherra segir verkefnið að rjúfa fylgni hagvaxtar og losunar
Jóhann Páll Jóhannsson segir það segja sig sjálft að það sé ekki fagnaðarefni að losun koltvísýrings frá starfsemi stórra fyrirtækja eins og Icelandair aukist á milli ára. Ríkisstjórnin vilji að fyrirtæki geti stækkað án þess að útblástur aukist og kolefnissporið stækki.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Stuðningsmaður Áslaugar býst við mótframboði á næsta fundi
Blaðamaður Heimildarinnar var viðstaddur 45. landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina. Þar komu við sögu hnífjafnar formannskosningar, landvinningar sjálfstæðismanna í Kópavogi á fjölmiðlaborðinu og kampavínsbjalla.

Hjólhýsabyggðin á Sævarhöfða fær nýjan samastað
Hjólhýsahverfinu á Sævarhöfða verður fundin ný staðsetning í samræmi við samstarfsyfirlýsingu nýs meirihluta í Reykjavík. Fyrri borgarstjóri sagði slíkt ekki koma til skoðunar þannig að um stefnubreytingu er að ræða. „Okkur finnst mikilvægt að mæta þessum hópi,“ segir forseti borgarstjórnar.

Kostnaður við mengun Icelandair metinn á allt að átján milljarða
Varfærið mat á kostnaði við beina losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi Icelandair nemur níu milljörðum króna. Samfélagslegur kostnaður, áætlaður kostnaður við að bæta tjónið sem losunin veldur, er margfalt hærri.

Jens Garðar nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Jens Garðar Helgason hefur verið kjörinn nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Guðrún nýr formaður Sjálfstæðisflokksins
Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll í hádeginu. Aðeins munaði 19 atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
„Við höfum oft íhugað mjög alvarlega að flytja bara út af þessu,“ segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir um þær hindranir sem fólk með selíak mætir hér á landi. Dóttir hennar, Mía, er með sjúkdóminn sem er einungis hægt að meðhöndla með glútenlausu fæði. Matarkarfa fjölskyldunnar hækkaði verulega í verði eftir að Mía greindist. Þá er það þrautin þyngri fyrir fólk með selíak að komast út að borða, panta mat og mæta í mannfögnuði.

Er Trump Neró eða Neró Trump?
Ótrúlegt myndband sem Bandaríkjaforseti birti af Trump Gaza sýnir að nú er varla hænufet milli hans og Rómarkeisarans alræmda.


Jelena Ćirić
Serbneskir stúdentar vísa okkur veginn
Á sama tíma og lýðræðið er í kreppu á Vesturlöndum, öðlast það nýtt líf á Balkanskaganum

Uppsögnin fær kannski að standa
Magnea Arnardóttir leikskólakennari segist ætla að skoða kjarasamninga kennara áður en hún tekur ákvörðun um hvort hún ætli að draga uppsögn sína til baka. „En ég held að þetta sé góður samningur. Samninganefndirnar okkar hefðu ekki skrifað undir hvað sem er,“ segir hún.

Leikflétta Trumps og framtíð Palestínu
Donald Trump leikur á þjóðarleiðtoga Evrópu og Mið-Austurlanda, þar sem yfirlýst markmið hans er að skapa frið og tilgangurinn á að helga meðalið, sama hvað það kostar íbúa Palestínu.

Þórdís Kolbrún segir Bandaríkin stefna í ranga átt
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin jafnvel þegar farin að brenna niður mikilvæga þætti af heimsmynd sem væri grundvöllur friðar og frelsis.
Athugasemdir