Nýtt efni

Gata nefnd í höfuðið á langömmu nefndarmanns fyrir tilviljun
Bjargargata mun héðan í frá heita Kristínargata í höfuðið á Kristínu Ólafsdóttur lækni. Sú er langamma Ólafar Skaftadóttur, eins þriggja nefndarmanns í götunafnanefnd, sem átti þó ekki hugmyndina.

Þrjár konur kvartað undan áreitni starfsmanns RÚV
Stjórnendum hjá Ríkisútvarpinu hafa borist kvartanir frá þremur konum vegna áreitni af hálfu karlkyns starfsmanns fjölmiðilsins. Maðurinn er í leyfi frá störfum. Fyrstu kvartanirnar bárust í ágúst.

Hótanir Bandaríkjanna stöðva samkomulag um minni losun skipa
Bandaríkjaforseti hótaði þeim ríkjum refsiaðgerðum sem myndu styðja reglur um samdrátt kolefnislosunar í skipaflutningi.

Gagnrýna hagræðingaraðgerðir ríkisstjórnar Kristrúnar
Alþýðusamband Íslands gagnrýnir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur vegna hagræðingaraðgerða, sem ríkisstjórnin beitir til að minnka vaxtakostnað.

Sýn á niðurleið: Færri vilja áskrift og tekjumódelið endurskoðað
Fjárfestar bregðast við afkomuviðvörun sem Sýn sendi frá sér í gærkvöldi. Gengi lækkaði um meira en tuttugu prósent við opnun markaða. Mun verr gengur að selja sjónvarpsáskriftir en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Uppsögn bandarísks aðmíráls vekur spurningar
Aðmíráll Bandaríkjahers yfir Suður-Ameríku, sem sér um árásir á grunaða smyglara, hefur tilkynnt um brotthvarf sitt.

Evrópusambandið semur um að styðja eigin vopnaframleiðslu
Kanada og Bretland ganga til liðs við Evrópusambandið í að efla eigin hergagnaframleiðslu og minnka innflutning frá Bandaríkjunum.

Trump hittir Pútín aftur í Búdapest
Bandaríkjaforseti bakkar með að afhenda Úkraínu Tomahawk-stýriflaugar og boðar fund með Vladimir Pútín í boði Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.

Prófa sig áfram með gervigreind í skólum
Nýtt opinbert tilraunaverkefni mun veita kennurum aðgang að tveimur gervigreindartólum til að nýta til undirbúnings fyrir kennslu. Ekki er verið að „innleiða gervigreind í íslenska skóla“ segir í tilkynningu.

Samkeppniseftirlitið atyrðir bankana fyrir viðbrögð við vaxtadómi
Starfsmenn bankanna brugðust við vaxtadómi með því að spá fyrir um að húsnæðislán yrðu dýrari fyrir neytendur. Háttsemin „sérstaklega skaðleg á fákeppnismörkuðum“, segir Samkeppniseftirlitið í beinskeyttri yfirlýsingu til bankanna.

Þorgerður Katrín beygði af í pontu þegar hún minntist systur sinnar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir beygði af í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þegar hún minntist á starfsemi Ljóssins í tengslum við systur sína sem lést fyrir þremur árum.

Líkamsleifar fanga Ísraela bera merki um pyndingar og aftökur, segja læknar
Ísraelsk yfirvöld afhendu líkamsleifar palestínskra fanga. „Næstum öll höfðu verið tekin af lífi,“ segir læknir.

Bandaríkjaforseti íhugar loftárásir í Venesúela
Donald Trump hefur lýst meinta fíkniefnasmyglara réttdræpa sem erlenda óvinahermenn og lætur aflífa þá án dóms og laga í landhelgi Venesúela. Bandaríska leyniþjónustan sögð hafa fengið heimild til banatilræða í Venesúela.
Athugasemdir