Nýtt efni

Trump krefur bandaríska skattinn um 10 milljarða dollara
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt bandaríska skattinum, sem lútir stjórn ríkisstjórnar hans. Trump vill 10 milljarða dala vegna leka á skattframtölum hans sem sýndu að hann greiddi sáralítið í tekjuskatt.

Bandaríkin ávítt fyrir að ýta undir aðskilnað Albertu frá Kanada
Fulltrúar bandarískra stjórnvalda funda með aðskilnaðarsinnum í olíuríka fylkinu Albertu.

Landsbankinn hagnaðist um 38 milljarða
Landsbankinn stefnir að því að greiða eiganda sínum, íslenska ríkinu, 19 milljarða króna í arð vegna velgengni síðasta árs. Hagnaðurinn hækkar lítillega á milli ára.

Lofuðu að lækka verðbólgu en juku hana
Þrátt fyrir kosningaloforð um að lækkun verðbólgu og vaxta yrði „forgangsmál“ orsakaði ríkisstjórnin mikla aukningu verðbólgu með aðgerðum sínum um áramót.

Verðbólgan tekur stórt stökk
Vísitala neysluverðs hækkar um meira en búist hafði verið við og verðbólgan er komin í 5,2%.

Vitni í Minneapolis: „Ég horfði á hann deyja“
„Þetta var morð fyrir allra augum, úti á miðri götu,“ segir Stella Carlson sem varð vitni að því þegar ICE-liðar skutu Alex Pretti til bana í Minneapolis á laugardag. Hún segir lýsingar ríkisstjórnar Donalds Trumps um málið ósannar.

Heiðrún Jónsdóttir
Forgangsatriði að lækka verðbólgu og vexti
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, um árið framundan.

Vilja láta gervigreindarfyrirtæki greiða fyrir höfundarrétt
Þingmenn á Evrópuþinginu krefjast þess að fyrirtæki sem þrói gervigreindartól greiði fyrir notkun sína á höfundarréttarvörðu evrópsku efni, um leið og þeir kalla eftir víðtækari reglum sem eiga að gilda um skapandi gervigreind.

NATO verði „meira evrópskt“
Framkvæmdastjóri NATO hæðist að tilraunum Evrópuríkja til að verða óháð Bandaríkjunum, en stefnan er tekin þangað.

Margrét Sigríður Guðmundsdóttir
Réttur fatlaðra til fjölskyldulífs
Margrét Sigríður Guðmundsdóttir, öryrki og baráttukona, um árið framundan.

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
Vinstri græn, Sósíalistar og Píratar eru samanlagt með fimmtán prósenta fylgi í borginni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins vegar verið í fallbaráttu. Tilraunir voru gerðar til að ná saman um sameiginlegt framboð fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, undir forystu sósíalistans Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. Vantraust og skortur á málefnalegri samleið kom í veg fyrir það.

Heiða ætlar að vera í öðru sæti
Borgarstjórinn Heiða Björg Hilmisdóttir ætlar að taka annað sætið á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hún bauð sig fram til að leiða listann en tapaði fyrir Pétri Marteinssyni.

Evrópusambandið reynir að taka forystu í alþjóðaviðskiptum
„Móðir allra fríverslunarsamninga,“ segir Modi, forsætisráðherra Indlands, um nýjan fríverslunarsamning við ESB, sem reynir líka að koma á fríverslun við Suður-Ameríku, til að mæta vopnvæðingu Bandaríkjanna á viðskiptum.


Athugasemdir