Nýtt efni
Björn Leví Gunnarsson
Ár uppgjörsins
Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, skrifar um árið 2024, sem hann kallar ár kosninganna. Hann segir ýmis mál sem þó njóti almenns stuðnings almennings ekki hafa fengið brautargengi í alþingiskosningunum á dögunum.
Jón Kristinn Einarsson
Hjóm og hávaði ársins 2024
Jón Kristinn Einarsson, doktorsnemi í sagnfræði við Háskólann í Chicago, gerir upp árið sem fer senn að líða. Eftir því sem hann dvelur meir í fortíðinni hafi mörg af þeim stóru fréttamálum sem heltekið hafa opinbera umræðu á Íslandi tekið á sig mynd dægrastyttingar fyrir fréttafíkla. Á meðan sitji stóru málin sem mestu máli skipta gjarnan eftir á hakanum. Til að mynda umhverfis- og loftslagsmálin.
Viðvarandi alþjóðlegur óstöðugleiki
Staða heimsmálanna núna lítur ekki vel út að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Það birtist, að hennar sögn, í átökunum í heiminum sem við horfum vanmáttug upp á. Þá nefnir hún sérstaklega feðraveldið sem valdafyrirbæri á hinu pólitíska sviði – alls staðar í heiminum.
Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Hefur smekkur okkar áhrif á hvernig aðrir meta okkur? Mads Meier Jæger, prófessor við Kaupmannahafnarskóla, svaraði þeirri spurningu á fyrirlestri sem hann flutti nýlega á vegum félagsfræðinnar og hann ræddi rannsóknir sínar í spjalli við Sigrúnu í kjölfarið. Því hefur oft verið haldið fram að meiri virðing sé tengd smekk sem telst til hámenningar (t.d. að hlusta á óperur eða kunna að meta ostrur) en lægri virðing smekk sem er talinn endurspegla lágmenningu (t.d. að hlusta á þungarokk eða vilja bara ostborgara). Á svipaðan hátt er fólk sem blandar saman há- og lágmenningu oft metið hærra en þau sem hafa einungis áhuga á öðru hvoru forminu. Með megindlegum og eigindlegum aðferðum sýnir Mads fram á að bæði sjónarhornin skipta máli fyrir hvernig fólk er metið í dönsku samfélagi. Danir álíta til dæmis að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengjast hámenningu færari á efnahagssviðinu og fólk ber meiri virðingu fyrir slíkum einstaklingum en þau sem að geta blandað saman há-og lágmenningu eru talin áhugaverðari og álitin hafa hærri félagslega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slíkar skilgreiningar hafa áhuga á möguleika okkar og tækifæri í samfélaginu. Þau setja niðurstöðurnar einnig í samhengi við stefnumótun, en rannsóknir Mads hafa meðal annars verið notaðar til að móta menntastefnu í Danmörku.
Ásta Logadóttir
Ljósvist: Mikilvægi innivistar og reglna
Ljósvist er orð sem notað er yfir dagsljós og raflýsingu, þar með talið ljósmengun og tekur á eiginleikum ljóss svo sem ljósmagni, ljóslit, jafnleika ljóssins, flökti, glýju o.þ.h.
Silja Bára Ómarsdóttir
Von um endalok ófriðarins
Stór hluti ársins hjá Silju Báru Ómarsdóttur stjórnmálafræðiprófessor fór í að fylgjast með kosningunum í Bandaríkjunum. „Ég hef upplifað sterkar en oft áður að alþjóðakerfið sé að bresta,“ skrifar hún í pistli þar sem hún fer yfir árið.
Hvar er hæft í Napóleons-skjölum Arnaldar Indriðasonar?
Í bíómyndinni sem gerð var eftir sögu Arnaldar er útgangspunkturinn tvær lífseigar þjóðsögur frá lokum síðari heimsstyrjaldar. En eiga þjóðsögurnar við rök að styðjast?
„Lover of Iceland“ gleður börn á öllum aldri
David Walliams hefur skrifað 42 bækur. Þær hafa verið þýddar á um 55 tungumál og selst í um 60 milljón eintökum. Hugmyndaflug hans virðist endalaust og botnlaust. Krakkar háma hann í sig eins og sælgæti. Og fagna komu sjálfs „lover of Iceland“.
Emma frá Acton, nei, Asma forsetafrú, kaupir sér hálsmen
Hér er komið framhald greinar frá í síðustu viku og leitast báðar við að skýra hvernig vel meinandi nútímastúlka varð að hryssingslegri frú grimms einræðisherra.
Öld „kellingabókanna“
„Síðasta áratuginn hafa bækur nokkurra kvenna sem fara á tilfinningalegt dýpi sem lítið hefur verið kannað hér áður flotið upp á yfirborðið,“ skrifar Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og nefnir að í ár eigi það sérstaklega við um bækur Guðrúnar Evu og Evu Rúnar: Í skugga trjánna og Eldri konur. Hún segir skáldkonurnar tvær fara á dýptina inn í sjálfar sig, algjörlega óhræddar við að vera gagnrýnar á það sem þær sjá.
Afdrifarík krýning á jóladag fyrir 1.224 árum
Leó páfi III greip til örþrifaráða til að bjarga lífinu.
Lærði að elda af Frikka Dór
Dóra Einarsdóttir hefur upplifað margt og kynnst matarmenningu víða. Hún deilir hér uppskriftum að mat sem minna á góðar stundir.
Franskur jólamatur
Elísabet Ómarsdóttir innanhússarkitekt býr og starfar í París þar sem hún hefur kynnst jólahefðum þar í landi, þar með talið í matargerð. Fiskmeti, Foie gras og kastaníuhnetur eru áberandi yfir hátíðarnar.
Jóhannes Kr. Kristjánsson
Að finna fyrir einmanaleika
Ég öskraði, grét og talaði við gröf hans föður míns. Ég hef aldrei verið eins einmana og þegar hann dó.
Jól gæludýranna
Aðventan getur verið yndislegur tími. Við verjum stundum með okkar besta fólki, borðum yfir okkur af alls kyns góðgæti og njótum allra jólaljósanna sem tendra bæina. Að sama skapi fylgir þessum tíma mikið rót á hversdeginum. Við verjum meiri tíma utan heimilis, eða innan veggja heimilisins, og það er oft meiri gestagangur í desember en aðra mánuði ársins. En hvernig fer þessi tími í ferfætta fjölskyldumeðlimi og hvað getum við gert til þess að hugsa sem best um þau yfir jólatíðina?
Athugasemdir