Nýtt efni
Bið á birtingu vindorkutillagna
Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur enn ekki birt tillögu að flokkun tíu vindorkukosta í samráðsgátt stjórnvalda líkt og áformað var að gera fyrir miðjan mánuð. „Við erum bara að vinna okkar vinnu eins vel og hægt er. Það er ekkert flóknara,“ segir formaður stjórnarinnar.
Stefán Ólafsson
Verðbólga og vaxtahækkanir: Þau ríku voru stikkfrí
Stefán Ólafsson segir að verðbólgan hafi verið barin niður með svipuhöggum á fólk í lægri og milli tekjuhópum. Þá hafi óstjórn húsnæðismála aukið verðbólguna mikið. Ríkisstjórnin geti fátt þakkað sér núna þegar verðbólgan er farin að lækka.
Stutt í vansæld hjá börnunum
Rétt eins og í eineltismálum skiptir máli að sitja ekki hjá sem áhorfandi í kjarabaráttu kennara. Salka Sól Eyfeld, mamma tveggja leikskólabarna, er sár en leggur tilfinningar sínar til hliðar og styður baráttu kennara heils hugar.
Sif Sigmarsdóttir
Að lifa með sjálfum sér
Hvers vegna beygði sig enginn eftir epli útigangskonunnar í London?
Vaxtalækkun skilar sér í hærri verðtryggðum vöxtum
Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum hækka samhliða lækkun stýrivöxtum Seðlabankans. Engu að síður eru verðtryggð húsnæðislán mun hagstæðari ef spár ganga eftir.
Snjóframleiðsla hafin af krafti í Bláfjöllum
Góðar aðstæður hafa verið til snjóframleiðslu í Bláfjöllum undanfarna viku, ískalt og ekki of hvasst. Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segir að það hafi tekist að framleiða ótrúlegt magn af snjó síðustu daga og vonast til að hægt verði að opna svæðið fyrir miðjan desember.
Sammála um að bráðamóttakan sé sprungin
Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mættu í Pressu til þess að ræða stöðu heilbrigðiskerfisins. Bæði sögðust sammála um fleiri mál en þeim greinir á um. Sögðu bæði að húsnæði bráðamóttökunar væri sprungið og að nýr landsspítali hefði átt að rísa fyrir mörgum árum síðan.
Engin svör borist frá Bakkavararbræðrum
Kjaradeilu starfsfólks í verksmiðju Bakkavarar í Bretlandi er hvergi nærri lokið. Sendinefnd á vegum breska stéttarfélagsins kom nýverið til landsins til að ná athygli bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona og þrýsta á þá til að beita sér fyrir því að leysa úr kjaradeilunni. Engin svör hafa borist frá bræðrunum og útlit er fyrir að verkfallsaðgerðir félagsmanna muni dragast fram yfir desember.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
Kona sem situr á biðstofu með fleira fólki er að greinast með heilaæxli og það þarf að tilkynna henni það. En það er enginn staður sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í annan stað er rætt við aðstandendur frammi, fyrir framan sjálfsalann en þá fer neyðarbjallan af stað og hamagangurinn er mikill þegar starfsfólkið hleypur af stað. Í fjóra mánuði hefur blaðamaður verið á vettvangi bráðamóttökunnar á Landspítalanum og fylgst með starfinu þar.
Kosningapróf Heimildarinnar komið
Vikan fram að alþingiskosningum verður viðburðarík á vettvangi Heimildarinnar. Leiðtogakappræður miðilsins fara fram í Tjarnarbíói 26. nóvember og sama kvöld verður blásið til lýðræðisveislu sem allir geta tekið þátt í. Kosningapróf Heimildarinnar er orðið aðgengilegt á vefnum.
Langdræg vopn og kjarnorkuótti
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heimilaði nýverið Úkraínu að nota ATACMS skotflaugakerfið gegn skotmörkum í Rússlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt leyfi hefur verið veitt fyrir notkun langdrægra eldflauga utan landamæra Úkraínu.
Viðreisn stærst í nýrri könnun
Viðreisn mælist stærsti flokkurinn í nýrri könnun Prósents og Samfylkingin fer undir 20 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist minni en Flokkur fólksins.
Indriði Þorláksson
Skattapólitík 2007 til 2021
Lækkun skatta hefur verið á stefnuskrá áhrifamestu stjórnmálaflokka landsins á áratugum saman og hafa þeir stært sig af því að það hafi gengið eftir. Tölurnar sýna hins vegar annað.
Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra voru gestir Pressu í dag og ræddu meðal annars alvarlega stöðu á bráðamóttöku. Willum og Alma leiða bæði lista í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum, Alma fyrir Samfylkingu og WIllum Framsókn. Jóhannes Kr. Kristjánsson mætir einnig í þáttinn og sagði frá nýjum þáttum um bráðamóttökuna sem birtast hjá Heimildinni.
Athugasemdir