Nýtt efni

Ísland vaknar
Ísland stendur frammi fyrir breyttu landslagi í öryggis- og varnarmálum. Utanríkisráðherra kynnti í vikunni tillögu að mótun varnarstefnu sem miðar að því að greina ógnir og varnarbúnað. Gagnrýnendur telja stjórnvöld hafa vanrækt varnarmálin og ekki lagað stefnuna að breyttum veruleika. Prófessor sagði fyrir þremur árum: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætlum við að sofa á verðinum?“

Hver mínúta mikilvæg
Í neyðartilvikum getur hver mínúta skilið á milli lífs og dauða - sérstaklega þegar um hjartastopp er að ræða. Þegar hjartahnoð hefst strax aukast lífslíkur sjúklingsins verulega. Þrátt fyrir þetta treysta sumir sér ekki til að veita aðstoð á vettvangi á meðan sjúkrabíll er á leiðinni á vettvang. Í seinni hluta þáttarins ræðum við mikilvægi þess að kunna fyrstu hjálp og hvernig rétt viðbrögð allra á vettvangi geta bjargað mannslífum.
Við höldum áfram ferð okkar um bráðamóttökuna og kynnumst fjölbreyttum verkefnum starfsfólksins.Við heyrum sögu fjölskyldu sem starfar saman á bráðamóttökunni og hjónum sem starfa bæði sem þyrlulæknar. Við fylgjumst með þyrlunni lenda með fárveikan sjúkling við bráðamóttökuna og þegar sjúklingur með blóðtappa þarf tafarlausa aðstoð.
Í fjóra mánuði hefur Jóhannes Kr. Kristjánsson verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í þáttaröðinni Á vettvangi sem unnin er fyrir Heimildina veitir hann einstaka innsýn í starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir.

Trump biður um aðstoð Nató við innlimun Grænlands
„Við munum tala við ykkur,“ sagði Bandaríkjaforseti við framkvæmdastjóra Nató í Hvíta húsinu í dag, eftir að hann sagðist telja innlimun Grænlands í Bandaríkin myndu verða að veruleika.

Syngur svo jörðin haldi áfram að snúast
Glúmur Gylfason „komst á pedalinn“ og varð organisti á Selfossi þegar hann var ungur. Þessa dagana tekur hann þátt í tíðasöng í Dómkirkjunni til að jörðin haldi áfram að snúast.

Halla Gunnarsdóttir kjörin formaður VR
Halla Gunnarsdóttir fékk 45 prósent atkvæða í formannskjöri VR, sem lauk í hádeginu í dag. Hún er því nýkjörinn formaður í stærsta stéttarfélagi landsins.

Metinn ósakhæfur í manndrápsmáli í Neskaupstað
Alfreð Erling Þórðarson, sem réði hjónum bana í Neskaupstað í ágúst, hefur verið metinn ósakhæfur um verknaðinn vegna geðrofs. Hann mun sæta ótímabundinni öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Þegar samningar eru ekki valkostur
Í kjölfar nýlegra atburða í Washington hefur staða Úkraínu versnað enn frekar, þar sem Bandaríkin hafa beitt þrýstingi á Volodymyr Zelensky til að samþykkja friðarviðræður við Vladimir Pútín. Saga samskipta stórvelda og minni ríkja endurtekur sig, eins og dæmin sýna frá Tékkóslóvakíu árið 1939.

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
Að vinna með börnum er það skemmtilegasta sem Gunnhildur Gunnarsdóttir barnasálfræðingur gerir. Þegar hún tók að sér tímabundið starf á leikskóla til að tryggja syni sínum leikskólapláss hélt hún að hún myndi höndla álagið en það kom henni á óvart hversu krefjandi starfsumhverfið er. „Stundum þegar ég kom heim eftir langan dag vildi ég bara að enginn talaði við mig, ég var svo ótrúlega þreytt.“


Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Við erum öll Jesús og Satan
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur lært að hún á margt ólært. En hún hefur lært að sorgin og gleðin eru einn og sami hluturinn og að markmiðið er að geta haldið á þeim báðum samtímis.

Sunna Ósk og Bjartmar verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku
Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson voru verðlaunuð fyrir fréttaskýringu sína um Running Tide við afhendingu Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrr í dag.

10 góð hlauparáð fyrir byrjendur
Hlaup er góð og ódýr leið til heilsuræktar. Fyrsta skrefið er að koma sér af stað. Hér eru tíu góð ráð fyrir byrjendur í hlaupum.

Átta handtekin vegna gruns um manndráp, fjárkúgun og frelsissviptingu
Karlmaður á sjötugsaldri sem talið er að látist með saknæmum hætti var á lífi þegar hann fannst. Alls hafa átta einstaklingar verið handteknir í þágu rannsóknarinnar en hún beinist að meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi.

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
Vilhjálmur Þór Svansson, lögfræðingur og starfsmaður á leikskólanum Nóaborg, bjóst ekki við að hefja störf á leikskóla til að koma dóttur sinni að á leikskóla. Hann segir það hollt fyrir foreldra að stíga aðeins út fyrir þægindarammann og dýrmætt að fylgjast með dætrum sínum vaxa og dafna í leikskólastarfinu.

Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
Kári Guðmundsson fékk grætt í sig nýra og bris fyrir átta árum. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur fengið tvö líffæri og náð að hlaupa heilt og hálf maraþon eftir líffæraígræðsluna og það oftar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lítið hreyft sig í gegnum árin en nú hleypur hann og lyftir til að fá aukið úthald og styrk og segist aldrei hafa verið í betra formi, það sýni allar mælingar.

Fimm í haldi lögreglu - Áverkar á karlmanni sem lést í morgun
Áverkar á karlmanni sem lést snemma í morgun benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan á Suðurlandi hefur notið aðstoðar þriggja annarra lögregluembætta, auk sérsveitar ríkislögreglustjóra, vegna málsins.
Athugasemdir