Erla Hlynsdóttir

Veffréttastjóri

Baráttan þarf að halda áfram - Myndaþáttur frá kvennaverkfalli
FréttirKvennaverkfall

Bar­átt­an þarf að halda áfram - Mynda­þátt­ur frá kvenna­verk­falli

Kraf­an í kjöl­far kvenna­verk­falls­ins er að van­mat á „svo­köll­uð­um“ kvenna­störf­um sé leið­rétt, að karl­ar taki ábyrgð á ólaun­uð­um heim­il­is­störf­um og að kon­ur og kvár njóti ör­ygg­is og frels­is frá of­beldi og áreitni. Þetta er með­al þess sem var sam­þykkt á úti­fund­in­um á Arn­ar­hóli. Áhrifa­kon­ur í jafn­rétt­is­bar­átt­unni segja nauð­syn­legt að fylgja þess­um kröf­um eft­ir og þar skipti áhersl­ur stjórn­valda sköp­um.
Ekki fræðilegur möguleiki að manna vaktina með karlmönnum
ViðtalJafnréttismál

Ekki fræði­leg­ur mögu­leiki að manna vakt­ina með karl­mönn­um

Jakobína Rut Daní­els­dótt­ir var að reyna að fá einn af fjór­um karl­kyns sam­starfs­mönn­um sín­um til að taka vakt­ina henn­ar í dag þeg­ar hún ræddi við Heim­ild­ina í síð­ustu viku. Hún sinn­ir starfi sem hún get­ur ekki geng­ið í burtu frá, jafn­vel þó að á í dag sé kvenna­verk­fall. Hún er ein af þeim fjöl­mörgu kon­um sem halda heil­brigðis­kerf­inu uppi.
Samherji greiðir ekki laun þeirra sem taka þátt í kvennaverkfallinu
FréttirKvennaverkfall

Sam­herji greið­ir ekki laun þeirra sem taka þátt í kvenna­verk­fall­inu

„Ekki verða greidd laun vegna fjar­veru þenn­an dag,“ seg­ir í dreifi­bréfi frá Sam­herja til starfs­fólks vegna kvenna­verk­falls­ins. Formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins Ein­ing­ar-iðju seg­ir: „Að þeir séu til­bún­ir til að draga þetta af laun­um kvenna eða greiða þeim ekki dag­inn sýn­ir bara, tel ég, af­stöðu til kvenna yf­ir­leitt.“
„Hún tók hvolpinn af mér bara út af fordómum“
Fréttir

„Hún tók hvolp­inn af mér bara út af for­dóm­um“

Ásta María H. Jen­sen hef­ur sent kvört­un til siðanefnd­ar Hunda­rækt­ar­fé­lags Ís­lands eft­ir að hunda­rækt­andi sem hún keypti hvolp af mætti heim til henn­ar og tók hvolp­inn til baka. Upp­gef­in ástæða var að Ásta væri með al­var­leg­an geð­sjúk­dóm og lít­ill hvolp­ur væri því ekki ör­ugg­ur hjá henni. Fyr­ir á hún tvo hunda. Níu ár eru síð­an Ásta fór síð­ast í geðrof og þurfti að leggj­ast inn á geð­deild.
Þrjár tilkynningar um vinnumansal til lögreglu - „Sofið með stól fyrir dyrunum“
Fréttir

Þrjár til­kynn­ing­ar um vinnum­an­sal til lög­reglu - „Sof­ið með stól fyr­ir dyr­un­um“

Vinnu­staða­eft­ir­lit ASÍ sendi þrjár til­kynn­ing­ar til lög­reglu í fyrra þar sem rök­studd­ur grun­ur var um að að­stæð­ur starfs­fólks væru svo slæm­ar að það gæti tal­ist til man­sals. Mál­in þrjú vörð­uðu fyr­ir­tæki í veit­inga- og hót­el­rekstri og starfs­fólk­ið frá Evr­ópu og Asíu­ríkj­um. Dæmi eru um al­var­lega misneyt­ingu fólks frá ríkj­um ut­an EES þar sem at­vinnu­rek­andi hef­ur beitt hót­un­um um brott­vís­un gagn­vart þo­lend­um.
„Ég held að þetta sé nú einn af okkar bestu fjármálaráðherrum, örugglega fyrr og síðar“
FréttirAfsögn Bjarna Ben

„Ég held að þetta sé nú einn af okk­ar bestu fjár­mála­ráð­herr­um, ör­ugg­lega fyrr og síð­ar“

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tel­ur það hafa ver­ið kór­rétt ákvörð­un hjá Bjarna Bene­dikts­syni að segja af sér ráð­herra­embætti. Hún seg­ir hann gríð­ar­lega öfl­ug­an stjórn­mála­mann, einn besta fjár­mála­ráð­herra sem set­ið hef­ur, og finnst vel koma til greina að hann taki nú ein­fald­lega við ráð­herra­embætti í öðru ráðu­neyti.
Svona er best að lesa á umbúðir matvæla til að meta hollustu þeirra
Neytendur

Svona er best að lesa á um­búð­ir mat­væla til að meta holl­ustu þeirra

Græn­meti, ávext­ir, heil­korn og kaldpress­uð ólífu­olía eru allt mat­væli sem eiga heima í mat­væla­körfu þeirra sem vilja borða hollt. Rautt kjöt og mik­ið unn­in mat­væli eru hins veg­ar ekki á list­an­um. Stein­ar B. Að­al­björns­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur miðl­ar ein­föld­um regl­um um hvernig best sé að lesa á um­búð­ir mat­væla til að meta holl­ustu þeirra.
77 ára kona hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði: „Ég hef alltaf litið á mig sem einkaspæjara“
Fréttir

77 ára kona hlaut Nó­bels­verð­laun­in í hag­fræði: „Ég hef alltaf lit­ið á mig sem einka­spæj­ara“

Claudia Gold­in hlaut í dag Nó­bels­verð­laun­in í hag­fræði fyr­ir rann­sókn­ir á launam­is­rétti kynj­anna. Rann­sókn­ir henn­ar sýna hvernig þró­un­in hef­ur ver­ið í gegn um ald­irn­ar og ástæð­ur þess launa­bils sem enn er við lýði. Gold­in er þriðja kon­an til að hljóta verð­laun­in og sú fyrsta til að hljóta þau ein síns liðs.
Fjölsótt á fund um kynfræðslu barna: „Djöfulleg áætlun WHO um börnin“
Fréttir

Fjöl­sótt á fund um kyn­fræðslu barna: „Djöf­ul­leg áætl­un WHO um börn­in“

Auk­in upp­lýs­inga­óreiða og upp­gang­ur sam­særis­kenn­inga verða sí­fellt meira áber­andi í ís­lensku sam­fé­lagi. Stjórn­mála­fræði­pró­fess­or seg­ir klass­ískt stef í slík­um kenn­ing­um að ver­ið sé að vernda sak­laus börn. Besta for­spár­gild­ið til að vita hvort fólk trúi sam­særis­kenn­ingu sé hvort það trúi ein­hverri ann­arri sam­særis­kenn­ingu.
Sameiginlegur yfirdráttur heimila í fyrsta sinn yfir 100 milljarða króna
Úttekt

Sam­eig­in­leg­ur yf­ir­drátt­ur heim­ila í fyrsta sinn yf­ir 100 millj­arða króna

Um­boðs­mað­ur skuld­ara seg­ir róður­inn hjá fólki far­inn að þyngj­ast og þau hafi áhyggj­ur af stöð­unni. Í fyrsta sinn er sam­eig­in­leg­ur yf­ir­drátt­ur heim­ila í land­inu kom­inn yf­ir 100 millj­arða króna. Yf­ir­drátt­ar­lán eru dýr­ustu lán sem ein­stak­ling­ar geta tek­ið hjá banka. Um­boðs­mað­ur skuld­ara hvet­ur fólk til að leita sér að­stoð­ar fyrr en seinna, áð­ur en allt er kom­ið í óefni.
„Ég hef verið kölluð súpukonan“
Viðtal

„Ég hef ver­ið köll­uð súpu­kon­an“

Rósa Björg Jóns­dótt­ir hef­ur bú­ið til yf­ir tvö þús­und lítra af súpu sem hún hef­ur gef­ið í frí­skápa fyr­ir aðra til að njóta. Þetta er eitt af fjór­um sjálf­boða­verk­efn­um sem Rósa sinn­ir en hún rek­ur einnig barna­bóka­safn með bók­um á fjölda tungu­mála, er ræð­is­mað­ur Ítal­íu og sinn­ir fata­við­gerð­um í frí­stund­um. Rósa fékk fálka­orð­una fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir störf í þágu sam­taka um tví­tyngi. Hún seg­ir þetta ekki vera neitt vesen, hún vilji bara vera virk­ur sam­fé­lags­þegn.

Mest lesið undanfarið ár