Aðalsteinn Kjartansson

Blaðamaður

Gnarr jarðsetur Pírata, óvinsæl spurning til Selenskí, einkaskilaboð Kristrúnar og Klaustur-endurfundir
Tuð blessi Ísland#1

Gn­arr jarð­set­ur Pírata, óvin­sæl spurn­ing til Selenskí, einka­skila­boð Kristrún­ar og Klaust­ur-end­ur­fund­ir

Í fyrsta þætti Pod blessi Ís­land, í um­sjá Að­al­steins Kjart­ans­son­ar og Arn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, blaða­manna Heim­ild­ar­inn­ar, er far­ið yf­ir nýj­ustu vend­ing­ar í stjórn­mál­um og rýnt í lík­leg­ar rík­is­stjórn­ir út frá nýrri þing­sæta­spá Heim­ild­ar­inn­ar og Dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar. Var það taktísk snilld hjá Við­reisn að setja Jón Gn­arr í 2. sæti? Munu Eg­ils­staða­bú­ar hætta við að kjósa Sam­fylk­ing­una af því að Dag­ur B. er á lista í Reykja­vík? Er Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son hægri­mað­ur? Við fá­um ferða­sögu Að­al­steins frá Þing­völl­um og frá­sögn af blaða­manna­fundi þar sem hann lagði óvænta spurn­ingu fyr­ir Volodimír Selenskí um áfram­hald­andi við­skipti Ís­lend­inga við Rússa eft­ir inn­rás Pútíns í Úkraínu. Í lok þátt­ar er svo far­ið stutt­lega yf­ir nýja bók Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, sem fjalla um alla snill­ing­ana sem hann kynnt­ist í stjórn­mál­um. En svo dropp­ar hann líka nokkr­um sprengj­um. Þema­lag þátt­ar­ins er Græt­ur í Hljóði eft­ir Prins Póló
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.

Mest lesið undanfarið ár