
99. spurningaþraut: Hver datt af hjólinu sínu á Mallorca og dó?
Hér er þrautin frá gærdeginum. Prófið hana! Aukaspurningar: Hvaða boxari er það sem mundar hanska hér á efri myndinni? Og hvað heitir staðurinn, sem sjá má á neðri myndinni? En þá koma hér aðalspurningarnar tíu: 1. Árið 2018 tók Ísland í fyrsta sinn þátt í heimsmeistaramóti karla í fótbolta. Mótið var háð í Rússlandi. Fyrsti leikur Íslands var við Argentínu...