
„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum
Samherji segir að fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hafi farið til Namibíu og gert úttekt á rekstri fyrirtækisins. Um er að ræða Jón Óttar Ólafsson, sem var rekinn frá Sérstökum saksóknara fyrir brot í starfi. Samherjaskjölin sýna að hann var fullur þátttakandi í starfseminni, fundaði með Þorsteini Má Baldvinssyni og namibísku mútuþegunum og fékk afrit af póstum um millifærslur til skattaskjóls.