
Gunnar Bragi segir Samherjamálið „æsifréttir“ og vill stöðva styrki til einkafjölmiðla
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist hugsa um börn starfsmanna Samherja vegna frétta um mútugreiðslur í Namibíu, sem hann viti ekki hvort séu sannar. Hann segir RÚV og Stundina oft hafa gert hlutina verri og vill stöðva opinbera styrki til einkafjölmiðla.