
Búið að slíta skattaskjólsfélaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
Félaginu Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum var slitið í byrjun mánaðarins. Rúmlega 9 milljarðar króna frá Samherja fóru um bankareikninga félagsins frá 2011 til 2018. Norski ríkisbankinn DNB lokaði þá bankareikningum félagsins þar sem ekki var vitað hver ætti það en slíkt stríðir gegn reglum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.