Prinsessa í einn dag
Síðasta alvöru prinsessa Íslands var Margrethe Alexandrine Þórhildur Ingrid of Schleswig-Holstein-Sonderburg-Glücksburg, sem flestir þekkja betur sem drottningu Danaveldis, Margrét II. En í fjögur ár og þrjá mánuði var hún okkar prinsessa, eða fram að því að við urðum sjálfstæð þjóð í júní 1944. Í hádeginu á öskudag rakst ég á prinsessuna Ölbu, hennar helstu fyrirmyndirnar eru sennilega ævintýraprinsessur H.C. Andersen og Disney - frekar en Margrét Danadrottning í æsku.