• miðvikudagur 13. ágúst 2025
  • Styrkja
  • Skrá inn
  • Áskrift
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Rannsóknir
  • Fólk
  • Menning
  • Umræða
  • Þekking
  • Lífið
  • Þættir
  • Fasteignir
  • Blöð
  • Fréttabréf
  • Áskrift
  • Styrkja
  • Gefa áskrift
  • Benda á frétt
  • Um Heimildina
  • Laus störf
  • Auglýsingar

Útlit viðmóts

Ljóst Dökkt
© 2025 Sameinaða útgáfufélagið ehf. Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.
Stofnuð árið 2023 af Stundinni og Kjarnanum
  • Fréttir
  • Rannsóknir
  • Fólk
  • Menning
  • Umræða
  • Þekking
  • Lífið
  • Þættir
  • Fasteignir

Mynd dagsins

Greinaröð
« Síðasta síða Síða 7 af 14 Næsta síða »
Prinsessa í einn dag
Mynd dagsins

Prins­essa í einn dag

Síð­asta al­vöru prins­essa Ís­lands var Mar­gret­he Al­ex­andrine Þór­hild­ur Ingrid of Schleswig-Hol­stein-Sond­er­burg-Glücks­burg, sem flest­ir þekkja bet­ur sem drottn­ingu Dana­veld­is, Mar­grét II. En í fjög­ur ár og þrjá mán­uði var hún okk­ar prins­essa, eða fram að því að við urð­um sjálf­stæð þjóð í júní 1944. Í há­deg­inu á ösku­dag rakst ég á prins­ess­una Öl­bu, henn­ar helstu fyr­ir­mynd­irn­ar eru senni­lega æv­in­týraprins­ess­ur H.C. And­er­sen og Disney - frek­ar en Mar­grét Dana­drottn­ing í æsku.
Sprengidagur með ritu og fýl
Mynd dagsins

Sprengi­dag­ur með ritu og fýl

Rit­an og fýll­inn eru kom­in í Krýsu­vík­ur­berg­ið nú í miðj­um fe­brú­ar. Í þessu rúm­lega 6 km langa og 50 metra háa bjargi verpa um 60.000 fugla­pör, af níu teg­und­um sjó­fugla. Lang­mest er af ritu og lang­víu, en auk þeirra eru þarna álka, stutt­nefja og fýll. Síð­an er minna af lunda, toppskarfi, silf­ur­máf og teistu. Fara þarf með gát um bjarg­ið núna, en marg­ar sprung­ur hafa opn­ast á bjarg­brún­inni eft­ir skjálfta­hrin­urn­ar sem hafa leik­ið Reykja­nesskag­ann illa síð­ustu miss­eri.
Þingvallavatn á bolludegi
Mynd dagsins

Þing­valla­vatn á bollu­degi

Mynd­irn­ar eru af Nesja­ey, ein af þrem­ur eyj­um í Þing­valla­vatni, og tekn­ar af Svína­nesi und­ir Svína­hlíð. Hinar eyj­arn­ar eru Sand­ey sem mynd­að­ist í miklu neð­an­vatns­gosi fyr­ir 2.500 ár­um og síð­an Heið­ar­bæj­ar­hólmi. Þing­valla­vatn mynd­að­ist við land­sig og hraunstífl­ur fyr­ir 12.000 ár­um, enda á miðj­um Atlants­hafs­hryggn­um, ein­mitt þar sem mesta gliðn­un­in fer fram. Í Land­námu heit­ir þetta 84 km² stóra stöðu­vatn, Ölfu­s­vatn.
Kunna hross að telja?
Mynd dagsins

Kunna hross að telja?

Þess­ir vin­ir og heima­menn Vatns­dals­ins í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu hafa lík­lega ekki hug­mynd um hve Vatns­dals­hól­arn­ir eru marg­ir. En hól­arn­ir eru eitt af þrem­ur ótelj­andi nátt­úru­fyr­ir­brigð­um lands­ins. Hitt eru vötn­in á Arn­ar­vatns­heiði, rétt sunn­an við Vatns­dal­inn, og  síð­an eyj­arn­ar í Breiða­firði. Það var fal­legt veð­ur í Vatns­daln­um í dag, mjúk vetr­ar­birta og eins stigs frost.
Óður til NYC í porti á Laugaveginum
Mynd dagsins

Óð­ur til NYC í porti á Lauga­veg­in­um

Ljós­mynd­ar­inn og heim­spek­ing­ur­inn Snorri Sturlu­son er með sína fyrstu ljós­mynda­sýn­ingu hér heima, American Dreams, í Gallery Port á Lauga­veg­in­um. Mynd­irn­ar tók hann á sex­tán ára tíma­bili, þeg­ar hann bjó í borg­inni sem aldrei sef­ur, New York, ár­in 2001-2017. „Sýn­ing­in varð til í ein­hvers­kon­ar hug­leiðslu á rölti mínu um stór­borg­ina. Líka rann­sókn á fé­lags­leg­um og póli­tísk­um veru­leika banda­rísks sam­fé­lags.“ Sýn­ing­in stend­ur til 20 fe­brú­ar.
Snjóbörlingur og kafaldsmyglingur í dag
Mynd dagsins

Snjó­börling­ur og kaf­alds­mygl­ing­ur í dag

Það var sér­kenni­legt veð­ur í höf­uð­borg­inni í dag. Gekk á með dimm­um élj­um, mjög bjart á milli. Hér sjá­um við yf­ir Faxa­fló­ann á Akra­fjall, rísa 643 metra upp við mynni Hval­fjarð­ar. Til að setja hæð­ina í sam­hengi við önn­ur fjöll, þarf hálft Akra­fjall í við­bót til að ná hæð­inni á Esj­unni hand­an við fjörð­inn. Það þarf síð­an þrett­án og hálft Akra­fjall til að ná hæð K2 í Pak­ist­an. Hvanna­dals­hnjúk­ur er rúm­lega þrisvar sinn­um hærri en Akra­fjall.
Dynjandi í Dynjanda
Mynd dagsins

Dynj­andi í Dynj­anda

Það var til­komu­mik­ið að sjá og heyra síð­an dynj­andi foss­inn und­ir klaka­brynj­unni nú í morg­un. Dynj­andi er mest­ur fossa á Vest­fjörð­um, þar sem sex foss­ar falla 100 metra nið­ur af Dynj­and­is­heið­inni. Hér er sá efsti og stærsti, Fjall­foss, 80 metra hár og breið­ur neðst. Síð­an koma Hunda­foss, Strokk­ur, Göngu­manna­foss, Hrísvaðs­foss og Sjóar­foss.
Vá í Arnarfirði
Mynd dagsins

Vá í Arnar­firði

Arn­ar­fjörð­ur vest­ur á fjörð­um er mesti skrímsla­fjörð­ur á Ís­landi. Fjörulall­ar eru víða, svo og ýms­ar stærri og meiri ókind­ir, í og við sjó. Nokk­ur dæmi eru um að tog­ar­ar hafi feng­ið skrímsli í vörp­una. Þess vegna er það lífs­nauð­syn­legt að vara ferða­langa við, eins og þetta skilti á Ketildags­vegi vest­an Bíldu­dals, til að minna mann og ann­an á þessa miklu vá.
Hátíð í bæ
Mynd dagsins

Há­tíð í bæ

Það eru skynj­ar­ar sem nema hreyf­ing­ar frá áhorf­end­um og um­hverf­inu í víd­eó­verk­inu Trufl­un / In­ter­f­erence eft­ir lista­menn­ina Har­ald Karls­son og Litten Nystrøm sem varp­að er á Hall­gríms­kirkju. Verk­ið er eitt 23 lista­verka á Ljósa­slóð í mið­bæ Reykja­vík­ur, sem er hluti Vetr­ar­há­tíð­ar sem hófst í gær og stend­ur fram á sunnu­dags­kvöld á öllu höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Kveikt er á verk­un­um frá klukk­an 18 til 21 alla daga há­tíð­ar­inn­ar.
Kraftur í Krafti
Mynd dagsins

Kraft­ur í Krafti

Í kvöld klukk­an átta, á al­þjóða­degi gegn krabba­mein­um, er Kraft­ur með söfn­un­ar- og skemmti­þátt­inn „Líf­ið er núna“ í beinni út­send­ingu á Sjón­varpi Sím­ans og í net­streymi á mbl.is. Með­al þeirra lista­manna sem koma fram eru GDRN, Valdi­mar, Ari Eld­járn, Sig­ríð­ur Thorlacius og Páll Ósk­ar (mynd). Kraft­ur er stuðn­ings­fé­lag fyr­ir ungt fólk sem greinst hef­ur með krabba­mein og að­stand­end­ur þeirra. Um sjö­tíu ung­ir ein­stak­ling­ar grein­ast hér með krabba­mein ár­lega.
Hvað fær maður fyrir 169 þúsund krónur?
Mynd dagsins

Hvað fær mað­ur fyr­ir 169 þús­und krón­ur?

Í nær sex ára­tugi var Hvítár­brú­in hjá Ferju­bakka í Borg­ar­firði að­al þjóð­leið­in milli lands­hluta. Þessi ein­breiða 106 metra langa brú, hönn­uð af Árna Páls­syni verk­fræð­ingi hjá Vega­gerð­inni, var val­in af Verk­fræði­fé­lagi Ís­lands sem eitt af verk­fræðia­frek­um síð­ustu ald­ar á Ís­landi. Hvítár­brú­in sem stend­ur nú á vegi 510 var byggð af Vega­gerð­inni á sex mán­uð­um ár­ið 1928 og kostaði verk­ið hvorki meira né minna en 169 þús­und krón­ur.
Núll komma núll núll fimm %
Mynd dagsins

Núll komma núll núll fimm %

Við Ís­lend­ing­ar er­um 368.590 tals­ins, eða 0,005% jarð­ar­búa, sem voru nú um ára­mót­in 7.874.965.825 tals­ins. Af þess­um tæp­lega 370 þús­und lands­mönn­um búa hér 51.180 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar, eða 13,9% af heild­ar­fjöld­an­um – og hafa aldrei ver­ið fleiri. Al­geng­ustu eig­in­nöfn karla eru Jón, Sig­urð­ur og Guð­mund­ur en al­geng­ustu kven­manns­nöfn­in eru Guð­rún, Anna og Krist­ín. Ísa­fold (mynd) er ein 32 kvenna sem bara það eig­in­nafn, með­an Guð­rún­arn­ar eru 4.656.
« Síðasta síða Síða 7 af 14 Næsta síða »
Stofnuð árið 2023 af Stundinni og Kjarnanum
  • Fréttir
  • Rannsóknir
  • Fólk
  • Menning
  • Umræða
  • Þekking
  • Lífið
  • Þættir
  • Fasteignir
  • Blöð
  • Áskrift
  • Fréttabréf
  • Um Heimildina
  • Benda á frétt
  • Auglýsingar

Morgunpósturinn

Morgunpóstur Heimildarinnar berst alla morgna og er fyrir öll þau sem hafa áhuga á fréttum og þjóðfélagsumræðu.

Áskrift hefur áhrif

Heimildin er í dreifðu eignarhaldi og óháð hagsmunaaðilum. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Sjá meira
© 2025 Sameinaða útgáfufélagið ehf. Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.
Áskrift hefur áhrif
Heimildin er í dreifðu eignarhaldi og óháð hagsmunaaðilum. Áskrift styður tímafreka rannsóknarblaðamennsku.
Ég vil fá áskrift Nei, takk
Ertu nú þegar áskrifandi? Skráðu þig inn hér.
Heimildin notar vefkökur (e. cookies) til að bæta notendaupplifun. Sjá nánar.
  • Skrá inn
  • Nýskrá
  • Skrá inn með Facebook
    eða
    Gleymt lykilorð?
  • Nýskrá með Facebook
    eða