Haninn Hreggviður IV við Dillonshús, musteri ástarinnar
Fimm málsmetandi einstaklingar rituðu í morgun langa grein í Fréttablaðið um að flytja Dillonshús, sem staðsett er á Árbæjarsafni aftur heim. „Heim“ er hornið á Suðurgötu og Túngötu, en þar er nú smekklaust bílastæði. Húsið byggði Dillon lávarður, Sire Ottesen ástkonu sinni og barni þeirra, árið 1853. Húsið stóð þar þangað til það var flutt upp á Árbæjarsafn árið 1961. Húsið hýsir kaffihús safnsins og er helsta matarhola hanans Hreggviðs IV. Hann er líklega einn af fáum sem er mótfallinn flutningum á þessu fína húsi niður í Kvos.