Páll Stefánsson
Kúbein á Tý
Það kom í ljós að það kostar yfir 100 milljónir að laga Tý, hálfrar aldar gamalt skip Landhelgisgæslunnar, þegar hann var dreginn vélarbilaður upp í Slippinn í Reykjavík. Skemmdir á skipinu voru svo miklar að þær ógnuðu bæði öryggi þess og áhafnar; meðal annars voru tveir tankar skipsins ónýtir vegna tæringar. Á myndinni er einmitt verið að loka fyrir annan tankinn svo hægt sé að sjósetja skipið á nýjan leik. Dómsmálaráðherra tilkynnti nú fyrr í mánuðinum að nýtt skip yrði keypt og lagði til að það fengi nafnið Freyja - sem yrði þá fyrsta ásynjan í flota Gæslunnar.