Páll Stefánsson
Hverir, hvít úlpa og svartur bakpoki
Þessi finnski ferðalangur var að skoða hverasvæðið við Seltún í morgun, á leið sinni að gosinu í Fagradalsfjalli. En Reykjanesskaginn er yngsti hluti Íslands og á honum eru 5 eldstöðvakerfi. Krýsuvíkurkerfið, þar sem hverasvæðið í Seltúni liggur, er talið það hættulegasta vegna nálægðar sinnar við höfuðborgarsvæðið. Fagradalsfjall, vestan við það, var talið það meinlausasta - enda hefur ekki gosið þar í 6.000 ár þangað til nú. Reykjaneseldarnir (1210 til 1240) voru síðustu gos fyrir Geldingadalina, þær hamfarir voru vestast á nesinu, meðal annars myndaðist Eldey í þeirri 30 ára löngu goshrinu.