Páll Stefánsson
Hjóla í mann og annan
Reykjavíkurhringurinn, hjólastígaleiðin meðfram strandlengjunni, með viðkomu vestur á Seltjarnarnesi, er 27 kílómetra langur. Ef maður bætir örlitlu við, skreppur út á Álftanes fyrir Kársnesið og síðan Flóttamannaleiðina niður í Elliðaárdal til baka, bætast bara 44 kílómetrar við. Hlutfall hjólandi í umferðinni er núna um 7%. Samkvæmt samgönguáætlun Reykjavíkurborgar er stefnt að því að tvöfalda hjólaumferð á næstu tíu árum.