Páll Stefánsson
Óendaleiki hringrásar Ragnars
Sumarnótt, myndbandsverk Ragnars Kjartanssonar (mynd) er nú sýnt á Listasafni Íslands. Verkið var tekið upp um bjarta en hrollkalda nótt austur í Vestur-Skaftafellssýslu, á túnbletti sem kyssir Eldhraunið. Sumarnóttin var íslenskum landslagsmálurum afar kært myndefni þegar fyrstu kynslóðir íslenskra listamanna komu fram í byrjun síðustu aldar. Allt fer í hringi, sérstaklega þetta verk Ragnars.