Bundinn við bryggju í bullandi fiskiríi
Brottför línubátsins Fjølnis GK seinkaði um tæpan sólarhring eftir að skipverji, nýkominn heim frá útlöndum, mætti til vinnu um borð seinnipartinn í gær. Það áður en niðurstaða lá fyrir úr seinni sýnatökunni. Sú niðurstaða reyndist jákvæð. Í ljós kom eftir mótefnamælingu nú í morgun, að smitið reyndist gamalt. Á meðan þurfti níu manna áhöfn að sæta einangrun og sóttkví um borð. Málið er á borði lögreglu sem brot á sóttvarnarlögum.