Sigtryggur gíraffi
Það er einn gíraffi í Hlíðunum, hann heitir Sigtryggur og er úr járni. Í Afríku eru um 70.000 villtir gíraffar og hefur þeim fækkað um 40% á síðustu árum. Þetta eru stórar skepnur, fullorðnir vega þeir tonn og karldýrin verða um 5,5 metra há, kvendýrin eru 40 cm lægri. Gíraffar eru hæstu skepnur jarðar og verða að meðaltali 35 ára gamlir. IUCN samtökin hafa nýverið sett gíraffa á lista yfir þau dýr sem eru í alvarlegri hættu, næsta stig er rautt: útrýmingarhætta.