• fimmtudagur 14. ágúst 2025
  • Styrkja
  • Skrá inn
  • Áskrift
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Rannsóknir
  • Fólk
  • Menning
  • Umræða
  • Þekking
  • Lífið
  • Þættir
  • Fasteignir
  • Blöð
  • Fréttabréf
  • Áskrift
  • Styrkja
  • Gefa áskrift
  • Benda á frétt
  • Um Heimildina
  • Laus störf
  • Auglýsingar

Útlit viðmóts

Ljóst Dökkt
© 2025 Sameinaða útgáfufélagið ehf. Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.
Stofnuð árið 2023 af Stundinni og Kjarnanum
  • Fréttir
  • Rannsóknir
  • Fólk
  • Menning
  • Umræða
  • Þekking
  • Lífið
  • Þættir
  • Fasteignir

Mynd dagsins

Greinaröð
« Síðasta síða Síða 10 af 14 Næsta síða »
Innihaldslýsing
Mynd dagsins

Inni­halds­lýs­ing

Dag­ur­inn í dag er mik­ill gleði­dag­ur, nú þeg­ar fyrstu ein­stak­ling­arn­ir eru bólu­sett­ir með nýja bólu­efn­inu frá Pfizers / Bi­ontechs. Inni­halds­lýs­ing­in hljóð­ar svona : ((4-hydrox­i­butyl)az­and­iyl) bis (hex­an-6,1 -diyl) bis (2-hexyldekanoat)(ALC-0315) 2-((polyety­lenglykol)-2000) -N,N-ditetra­decylacetamid (ALC-0159)1,2-diste­aroyl-sn-glycero-3-fos­fo­kol­in (DSPC), Ko­lesterol, Kalium­klorid, Kaliumdi­vatefos­fat, Natrium­klorid, Din­at­rium­fos­fat­di­hydrat, Sackaros, og vatn. Heim­ild; SVT.
Háhýsi á háabakka
Mynd dagsins

Há­hýsi á háa­bakka

Fyrr á ár­inu flutti Haf­rann­sókn­ar­stofn­un í nýtt timb­ur­hús við Háa­bakka í Hafn­ar­fjarð­ar­höfn. Hús­ið er það stærsta á land­inu, hvorki meira né minna en 4.100 fer­metr­ar að stærð og fimm hæða hátt. Möl er not­uð milli hæða, bæði til að þyngja bygg­ing­una og hljóð­ein­angra í leið­inni. Í þessu nýja húsi fá hátt í 200 starfs­menn Hafró full­komna skrif­stofu og rann­sókn­ar­að­stöðu auk þess að hýsa Sjáv­ar­út­vegs­skóla Þró­un­ar­sam­vinnu­mið­stöðv­ar UNESCO á Ís­landi.
Núll° í loftinu
Mynd dagsins

Núll° í loft­inu

Þó svo loft­hiti væri bara 0°C og sjór­inn í Foss­vog­in­um óvenju kald­ur, að­eins 1,3°C, var á ann­að hundrað manns bú­ið að taka sund­sprett á fyrsta hálf­tím­an­um eft­ir opn­un klukk­an 11:00 í morg­un. Þeir sem stunda sjó­sund reglu­lega segja mestu hætt­una vera hvað sund­ið sé ávana­bind­andi. Fyr­ir þá sem eru að gæla við að prófa þenn­an heilsu­bæt­andi lífs­máta, þá opn­ar aft­ur næst­kom­andi mánu­dag, þann fjórða í jól­um.
Hið besta mál
Mynd dagsins

Hið besta mál

Ali frá Af­gan­ist­an hef­ur ver­ið sjálf­boða­liði á kaffi­stofu Sam­hjálp­ar svo lengi sem elstu menn muna. Kaffi­stof­an hef­ur ver­ið starf­tæk frá ár­inu 1983 og stað­sett í Borg­ar­tún­inu síð­an 2007. Ró­sý Sig­þórs­dótt­ir verk­efna­stjóri kaffi­stof­unn­ar seg­ir að á hverj­um degi komi að með­al­tali milli 150 og 200 manns í mat til Sam­hjálp­ar.
Sólarglæta
Mynd dagsins

Sól­arglæta

Him­in­inn log­ar bakvið Keili á þess­um stysta degi árs­ins. Í höf­uð­borg­inni fá­um við bara 4 tíma og sjö mín­út­ur af fullri dags­birtu, sem er þó tveim­ur tím­um leng­ur en íbú­ar norð­ur á Raufar­höfn og í Gríms­ey njóta í dag, þar sem sól­in kem­ur ekki upp fyrr en klukk­an 12:05 og er sest aft­ur 14:16. En sól­in fer ekki hátt, hún rís hæst að­eins 2,3 gráð­ur upp fyr­ir sjón­deild­ar­hring­inn hér sunn­an heiða.
Upp við vegg
Mynd dagsins

Upp við vegg

Vegg­mynd Am­nesty In­ternati­onal, eft­ir lista­mann­inn Stefán Óla Bald­urs­son, fang­ar held­ur bet­ur aug­að þeg­ar far­ið er um Hofs­valla­göt­una vest­ur í bæ. Am­nesty In­ternati­onal er al­þjóð­leg mann­rétt­inda­hreyf­ing sem stend­ur vörð um rétt­læti, frelsi og reisn. Og ekki veit­ir af, á þess­um mjög svo óvenju­legu tím­um. VIÐ STÖND­UM VÖRÐ UM MANN­RÉTT­INDI, RÉTT­LÆTI, FRELSI OG REISN
Í níutíu ár
Mynd dagsins

Í níu­tíu ár

Í ár eru 90 ár lið­in síð­an fyrsti þjóð­garð­ur­inn, Þjóð­garð­ur­inn á Þing­völl­um, var stofn­að­ur. Þá, eins og nú með verð­andi Há­lend­is­þjóð­garð, voru há­vær mót­mæli gegn því að friða land­ið á Þing­völl­um. And­stæð­ing­ar frið­un­ar há­lend­is­ins nota í dag mörg þau sömu rök og voru not­uð gegn frið­lýs­ingu Þing­valla fyr­ir tæp­lega hundrað ár­um. Í fyrra sóttu vel á aðra millj­ón ferða­manna Þing­velli heim.
Fimm spurningar til Festival
Mynd dagsins

Fimm spurn­ing­ar til Festi­val

1) Verða hvít eða rauð jól á Raufar­höfn? F: Rauð. 2) Hvað borð­ar þú í morg­un­mat á jóla­dags­morg­un? F: Eft­ir­rétti sem skild­ir hafa ver­ið eft­ir á jóla­borð­inu. 3) Hvaða spil spil­ar þú þessi jól? F: Spila bara hand­spil með stokk. 4) Hvaða jóla­gjöf gef­ur þú þér í ár? F: Þær eru allt of marg­ar og DÝR­AR. 5) Hvernig fer Li­verpool-Totten­ham leik­ur­inn í kvöld? F: 1-1 fyr­ir Li­verpool.
Marfló og mý
Mynd dagsins

Marfló og mý

Í skýrslu sem fugla­fræð­ing­arn­ir Jó­hann Óli Hilm­ars­son og Ólaf­ur K. Niel­sen birtu nú í vor, kom fram að ástandi Tjarn­ar­inn­ar hefði hnign­að síð­ast­lið­in 15 ár. Helstu ástæð­urn­ar er fæðu­skort­ur, afrán, lé­leg af­koma and­ar­unga og hnign­un bú­svæða í og við Reykja­vík­urtjörn. Á síð­ustu ár­um hafa orð­ið mikl­ar breyt­ing­ar á líf­rík­inu, marfló­in er horf­in og mý­ið að mestu leyti. Síð­an herja hrafn­ar, máv­ar og kett­ir á fugl­ana. Þeir leggja til í skýrslu sinni að ráð­inn verði sér­stak­ur fugla­eft­ir­lits­mað­ur, sem sinn­ir dag­leg­um þörf­um fið­ur­klæddu íbúa Tjarn­ar­inn­ar.
Hælspyrna og hundrað og eitthvað önnur listaverk
Mynd dagsins

Hæl­spyrna og hundrað og eitt­hvað önn­ur lista­verk

Gleði­leg jól, heit­ir sýn­ing tæp­lega 110 lista­manna sem er nú Ásmund­ar­sal, sem Prent & vin­ir hafa veg og vanda af. Fremst á mynd­inni er verk­ið Hæl­spyrna eft­ir þær stöll­ur í Gjörn­inga­klúbbn­um, Eirúnu Sig­urð­ar­dótt­ur og Jóní Jóns­dótt­ur. Sýn­ing­in stend­ur fram á Þor­láks­messu en vegna sam­komutak­mark­anna þarf að panta tíma til að sjá og upp­lifa þessa skemmti­legu ár­legu sölu­sýn­ingu.
Hestur við Seyðisfjörð
Mynd dagsins
1

Hest­ur við Seyð­is­fjörð

Seyð­is­fjörð­ur geng­ur suð­ur úr Ísa­fjarð­ar­djúpi og ligg­ur á milli Álfta­fjarð­ar og Hest­fjarð­ar. Þar er kirkju­stað­ur­inn Eyri und­ir Hesti, 540 metra háu fjalli sem skil­ur að firð­ina. Djúp­veg­ur­inn, sem tengdi Ísa­fjörð við Strand­ir og áfram suð­ur, var lagð­ur í Seyð­is­firði ár­ið 1975.
Með windinn í fangið
Mynd dagsins

Með wind­inn í fang­ið

Raf­skút­ur í Reykja­vík­ur­borg voru hvorki fleiri né færri en 1.100 þeg­ar mest var í haust. Eins snið­ug­ur og þessi ferða­máti er, þá þarf nauð­syn­lega að setja betra reglu­verk um raf­skút­urn­ar, sem marg­ar hverj­ar eru skild­ar eft­ir á óheppi­leg­um stöð­um bæði fyr­ir hjólandi og gang­andi veg­far­end­ur. Það eru fjög­ur fyr­ir­tæki sem keppa um mark­að­inn hér í Reykja­vík og heita þau öll ramm­ís­lensk­um nöfn­um: Zolo, Hopp, Wind og Kikk.
« Síðasta síða Síða 10 af 14 Næsta síða »
Stofnuð árið 2023 af Stundinni og Kjarnanum
  • Fréttir
  • Rannsóknir
  • Fólk
  • Menning
  • Umræða
  • Þekking
  • Lífið
  • Þættir
  • Fasteignir
  • Blöð
  • Áskrift
  • Fréttabréf
  • Um Heimildina
  • Benda á frétt
  • Auglýsingar

Morgunpósturinn

Morgunpóstur Heimildarinnar berst alla morgna og er fyrir öll þau sem hafa áhuga á fréttum og þjóðfélagsumræðu.

Áskrift hefur áhrif

Heimildin er í dreifðu eignarhaldi og óháð hagsmunaaðilum. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Sjá meira
© 2025 Sameinaða útgáfufélagið ehf. Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.
Áskrift hefur áhrif
Heimildin er í dreifðu eignarhaldi og óháð hagsmunaaðilum. Áskrift styður tímafreka rannsóknarblaðamennsku.
Ég vil fá áskrift Nei, takk
Ertu nú þegar áskrifandi? Skráðu þig inn hér.
Heimildin notar vefkökur (e. cookies) til að bæta notendaupplifun. Sjá nánar.
  • Skrá inn
  • Nýskrá
  • Skrá inn með Facebook
    eða
    Gleymt lykilorð?
  • Nýskrá með Facebook
    eða