Dagbók hjúkrunarfræðings á COVID-19 deildinni
FréttirFólkið í framlínunni

Dag­bók hjúkr­un­ar­fræð­ings á COVID-19 deild­inni

Ólíkt stríð­um og nátt­úru­ham­förum, sem oft­ast eru stað­bundn­ar hörm­ung­ar í af­mörk­uð­um heims­hlut­um, hef­ur COVID-19 sam­ein­að mann­kyn­ið sem glím­ir alls stað­ar við sama sjúk­dóm­inn og af­leið­ing­arn­ar sem hann hef­ur á sam­fé­lag­ið. Lýs­ing­ar heil­brigð­is­starfs­fólks um all­an heim eru þær sömu, frá­sagn­ir af ringul­reið, skorti á hlífð­ar­bún­aði og fár­veik­um sjúk­ling­um en líka af ná­ungakær­leik, dugn­aði og sam­stöðu.
Við erum hér
MyndirCovid-19

Við er­um hér

Um 13.600 ein­stak­ling­ar hafa lokast inni á heim­il­um sín­um vegna kór­óna­veirunn­ar. Að­stæð­ur fólks eru mis­mun­andi, á með­an sum­ir eru al­ein­ir eru aðr­ir með fjöl­skyld­una hjá sér. Þá er líka mun­ur á því hvort það er í sótt­kví eða hvort það hef­ur greinst með stað­fest smit og er kom­ið í ein­angr­un, en í þeim hópi eru tæp­lega 1.100 manns. Fólk í sótt­kví má fara út í göngu­túr og um­gang­ast ann­að fólk, svo lengi sem það held­ur tveggja metra fjar­lægð og fylg­ir ákveðn­um regl­um, en fólk sem er í eingr­un má hvergi fara og eng­an um­gang­ast. Ljós­mynd­ar­inn Rakel Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir fang­aði þenn­an veru­leika.
Einmanaleikinn og vanmátturinn er verstur
ViðtalCovid-19

Ein­mana­leik­inn og van­mátt­ur­inn er verst­ur

Við fyrstu sýn eiga þær ekki margt sam­eig­in­legt. Ella er fransk­ur bóka­rit­stjóri sem býr í lít­illi íbúð í Par­ís. Odd­ný er ís­lensk, vinn­ur í mark­aðs­deild Icelanda­ir og býr í mið­bæ Reykja­vík­ur. Síð­ustu tvær vik­ur í lífi þeirra hafa þó ver­ið merki­lega lík­ar, enda eru þær báð­ar með COVID-19 sem þær hafa þurft að glíma við ein­ar.
Náin samskipti auka hamingjuna
Hamingjan

Ná­in sam­skipti auka ham­ingj­una

Ná­in sam­skipti við fjöl­skyldu og vini, sál­fræði­tím­ar, trú­in, úti­vera og það að hlæja og taka sjálf­an sig ekki of al­var­lega eru þætt­ir sem Árel­ía Ey­dís Guð­mund­sótt­ir, dós­ent í stjórn­un og leið­toga­fræð­um, not­ar til að við­halda og finna ham­ingj­una – stund­um eft­ir áföll eins og dauðs­föll og skiln­aði. „Þá er mik­il­vægt að vera ánægð­ur með það sem mað­ur hef­ur en ekki óánægð­ur með það sem mað­ur hef­ur ekki.“
„Mig langar bara til að fá að vera með henni um páskana“
FréttirAðskilin vegna veirunnar

„Mig lang­ar bara til að fá að vera með henni um pásk­ana“

„Við er­um vön að vera sam­an og þekkj­um ekk­ert ann­að.“ Þetta seg­ir Ár­mann Ingi­magn Hall­dórs­son. Eig­in­kona hans, Gróa Ingi­leif Krist­manns­dótt­ir dvel­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Dyngju á Eg­ils­stöð­um. Gróa, sem er 62 ára, er með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn Beckers, hún er í önd­un­ar­vél vegna sjúk­dóms­ins og þarf mikla umönn­un sem Ár­mann hef­ur sinnt að mikl­um hluta síð­an hún veikt­ist. Vegna heim­sókna­banns hafa hjón­in ekki hist í marg­ar vik­ur.

Mest lesið undanfarið ár