Aukin togstreita á milli almennings og elítu
ErlentLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Auk­in tog­streita á milli al­menn­ings og elítu

And­stæð­ing­ar hnatt­væð­ing­ar vilja meina að heims­far­ald­ur­inn, sem nú stend­ur yf­ir, sé ekki síst af­leið­ing þess að landa­mæri hafa minni þýð­ingu en áð­ur. Marg­ir sér­fræð­ing­ar á sviði al­þjóða­sam­starfs telja þvert á móti að auk­in al­þjóða­væð­ing sé eina leið­in til að tak­ast á við fjöl­þjóð­leg vanda­mál á borð við kór­óna­veiruna. Al­þjóða­væð­ing­in sé í raun mun flókn­ari og víð­tæk­ari en þorri fólks geri sér grein fyr­ir.
COVID-19 faraldurinn sýnir að það sem sagt var ómögulegt er vel hægt
FréttirLærdómurinn af heimsfaraldrinum

COVID-19 far­ald­ur­inn sýn­ir að það sem sagt var ómögu­legt er vel hægt

Skipt­ar skoð­an­ir eru um hvaða áhrif COVID-19 far­ald­ur­inn muni hafa á ferð­ir fólks til fram­tíð­ar. Fræði­menn telja þó að nú sé færi sem verði að nýta til að draga úr um­hverf­isáhrif­um flugs og ferða­mennsku. Þótt mis­mik­ill­ar bjart­sýni gæti um hvort slíkt geti tek­ist þá hafa að­gerð­ir ríkja heims nú sýnt að hægt er að knýja fram veru­leg­ar breyt­ing­ar á hegð­un og neyslu fólks á mjög stutt­um tíma, sé póli­tísk­ur vilji fyr­ir því.
Samheldni og náungakærleikur áberandi í Eyjum
Myndir

Sam­heldni og ná­ungakær­leik­ur áber­andi í Eyj­um

Íbú­ar í Vest­manna­eyj­um virð­ast bregð­ast við ástand­inu sem þar hef­ur skap­ast vegna COVID-19 með æðru­leysi og von um að allt fari á besta veg. Þar hafa meira en hundrað íbúa greinst með kór­óna­veiruna og á þriðja hundrað er í sótt­kví. Dags­ferð Heiðu Helga­dótt­ur ljós­mynd­ara til Eyja breytt­ist í langa helg­ar­ferð þar sem hún varð veð­urteppt í Eyj­um. Það kom ekki að sök, því Eyja­menn tóku henni opn­um örm­um og leyfðu henni að fylgj­ast með óvenju ró­legu mann­líf­inu þar þessa dag­ana. Hún seg­ir sam­heldni þeirra og sam­kennd áber­andi, eins og Hlyn­ur lög­reglu­mað­ur, sem fór með henni víða um Eyj­arn­ar, sagði: „Þetta er af­skap­lega létt og gott sam­fé­lag, all­ir eru mjög sam­huga. Við ætl­um bara að klára þetta sam­an.“
„Ég fer að gráta í hvert sinn“
FréttirFólkið í framlínunni

„Ég fer að gráta í hvert sinn“

Amy Mitchell vinn­ur sem hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur í Victoria Brit­ish Col­umb­ia í Kan­ada. Spít­al­inn sem hún vinn­ur á, The Royal Ju­bilee Hospital, er ann­ar af tveim­ur á Vancou­ver Is­land sem sinn­ir COVID-19 sjúk­ling­um. Amy vinn­ur á hjarta­deild­inni, þar sem ástand sjúk­linga er nógu stöð­ugt til að þeir þurfi ekki að vera á gjör­gæslu, en ekki nógu stöð­ugt til að bíða heima eft­ir þvi að kom­ast í að­gerð. Eft­ir að COVID-19 far­ald­ur­inn hófst sér deild­in núna um alla sem eru með stað­fest og grun­að smit og þurfa að vera und­ir hjarta­eft­ir­liti. Þeg­ar þetta er rit­að hafa 38 ein­stak­ling­ar lát­ist úr nýju kór­óna­veirunni á svæð­inu.
„Svaka partý þegar þetta er búið“
ViðtalCovid-19

„Svaka partý þeg­ar þetta er bú­ið“

Hjón­in Daði Freyr Pét­urs­son og Ár­ný Fjóla Ásmunds­dótt­ir voru kom­in á fullt í Eurovisi­on und­ir­bún­ingi þeg­ar COVID-19 far­ald­ur­inn reið yf­ir. Keppn­inni var af­lýst og þau hreiðra nú um sig í Berlín með eins árs dótt­ur sinni, sem lag­ið „Think About Things“ var sam­ið til. Daði reyn­ir að koma sér í gír­inn að semja meiri tónlist og seg­ir líf­ið flókn­ara nú en þeg­ar eng­inn var að hlusta.
Dagbók hjúkrunarfræðings á COVID-19 deildinni
FréttirFólkið í framlínunni

Dag­bók hjúkr­un­ar­fræð­ings á COVID-19 deild­inni

Ólíkt stríð­um og nátt­úru­ham­förum, sem oft­ast eru stað­bundn­ar hörm­ung­ar í af­mörk­uð­um heims­hlut­um, hef­ur COVID-19 sam­ein­að mann­kyn­ið sem glím­ir alls stað­ar við sama sjúk­dóm­inn og af­leið­ing­arn­ar sem hann hef­ur á sam­fé­lag­ið. Lýs­ing­ar heil­brigð­is­starfs­fólks um all­an heim eru þær sömu, frá­sagn­ir af ringul­reið, skorti á hlífð­ar­bún­aði og fár­veik­um sjúk­ling­um en líka af ná­ungakær­leik, dugn­aði og sam­stöðu.

Mest lesið undanfarið ár