Sjúkrabílnum snúið við á Stykkishólmi
ViðtalHvað gerðist á Landakoti?

Sjúkra­bíln­um snú­ið við á Stykk­is­hólmi

Fjöl­skylda Guð­laugs Jóns Bjarna­son­ar, eins þeirra sem smit­uð­ust á Landa­koti, hef­ur ver­ið gagn­rýn­in á hvernig stað­ið var að mál­um. Til hafði stað­ið að Guð­laug­ur fengi pláss á hjúkr­un­ar­heim­ili í Stykk­is­hólmi og var hann flutt­ur þang­að með sjúkra­bíl fimmtu­dag­inn 22. októ­ber. Bíln­um var snú­ið við í Stykk­is­hólmi eft­ir að upp­lýs­ing­ar bár­ust um hópsmit­ið sama dag.
Leita svara vegna dularfulls andláts í Mosfellsbæ
Fréttir

Leita svara vegna dul­ar­fulls and­láts í Mos­fells­bæ

Mariuszi Robak var lýst sem lífs­glöð­um og and­lega stöð­ug­um ung­um manni sem elsk­aði fjöl­skyld­una sína, vini og Ís­land. Það kom því öll­um á óvart þeg­ar hann tók svipti sig lífi síð­ast­lið­ið sum­ar. Bróð­ir hans og besti vin­ur hafa báð­ir efa­semd­ir um að Mario, eins og hann var kall­að­ur, hafi lát­ist án þess að ut­an­að­kom­andi að­il­ar hafi haft þar áhrif á. „Eina skýr­ing­in sem ég sé er að hann hafi gert það vegna þess að hann ótt­að­ist um vini sína eða fjöl­skyldu.“
202. spurningaþraut: Spurningagarpar, inflúensa, skáld, tölvuleikur?
Spurningaþrautin

202. spurn­inga­þraut: Spurn­ingagarp­ar, in­flú­ensa, skáld, tölvu­leik­ur?

Þraut­in frá í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvað hét mál­ar­inn sem mál­aði mynd­ina hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir mál­verk­ið á mynd­inni hér að of­an? 2.   Í hvaða landi er höf­uð­borg­in Ottawa? 3.   Hann er mik­ill spurn­inga­leikjakappi, að­al­lega sem spurn­inga­höf­und­ur nú hin seinni ár­in, en hef­ur einnig get­ið sér orð fyr­ir allskon­ar fræðslu­störf og göngu­ferð­ir, al­veg fyr­ir ut­an...
Samfélagið hafi samþykkt að tryggja ekki öryggi gamals fólks
Spurt & svaraðHvað gerðist á Landakoti?

Sam­fé­lag­ið hafi sam­þykkt að tryggja ekki ör­yggi gam­als fólks

„Við er­um að lýsa áhersl­um í ís­lensku sam­fé­lagi til ára­tuga,“ seg­ir Sig­ríð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri hjúkr­un­ar og með­lim­ur í fram­kvæmd­ar­stjórn Land­spít­al­ans, um or­sak­ir þess að að­stæð­ur á Landa­koti buðu upp á dreif­ingu hópsmits með­al við­kvæmra sjúk­linga. Þá seg­ir hún að sjálf hafi fram­kvæmd­ar­stjórn Land­spít­al­ans þurft að for­gangsr­aða öðr­um verk­efn­um of­ar en Landa­koti í við­bragði sínu við far­aldr­in­um.
Dómkirkja Krists konungs
Mynd dagsins

Dóm­kirkja Krists kon­ungs

Dóm­kirkja Krists kon­ungs, Landa­kot eins og hún heit­ir fullu nafni var teikn­uð af Guð­jóni Samú­els­syni og vígð ár­ið 1929. Kirkj­an var reist á jörð kots­ins, Landa­kots sem Kaþ­ólska kirkj­an keypti ár­ið 1864, og lá þá í út­jaðri Reykja­vík­ur. Á jörð­inni var líka líka reist­ur spít­ali ár­ið 1902 af St. Jós­efs­systr­um, sá fyrsti á land­inu. Al­þingi veitti systr­un­um ekki krónu til verks­ins, þótt það hafi bráð­vant­að spít­ala í land­ið.  Ár­ið 1963 var síð­an nú­ver­andi spít­ali tek­inn í notk­un. Ís­lenska rík­ið keypti Landa­kots­spít­ala þrett­án ár­um síð­ar og er hann nú hluti af Land­spít­ala­bákn­inu. Á mynd­inni má sjá Gróttu­vita á Seltjarn­ar­nesi í fjarska. Vit­inn var byggð­ur ár­ið 1947 og tók við af vita sem var reist­ur ár­ið 1897. Lins­an úr þeim vita var færð yf­ir í þann nýja og er enn í notk­un, 123 ár­um síð­ar.
Beint: Landakotsskýrslan kynnt - Ekki hægt að koma í veg fyrir þetta, segir Páll Matthíason
StreymiHvað gerðist á Landakoti?

Beint: Landa­kots­skýrsl­an kynnt - Ekki hægt að koma í veg fyr­ir þetta, seg­ir Páll Matth­ía­son

„Það var ekki hægt að koma í veg fyr­ir að smit myndu ber­ast inn, því mið­ur,“ sagði Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, um hóp­sýk­ingu Covid-19 á Landa­koti. Tal­ið er að fleiri en ein mann­eskja hafi bor­ið inn smit. Gríð­ar­leg dreif­ing veirunn­ar skýrist af hús­næð­inu og skorti á mannafla.
Aðstandendur vilja skýringar á hvernig fór á Landakoti
ViðtalHvað gerðist á Landakoti?

Að­stand­end­ur vilja skýr­ing­ar á hvernig fór á Landa­koti

Fjöl­skyld­ur þeirra sem lét­ust og veikt­ust eft­ir hópsmit­ið á Landa­koti bera starfs­fólki góða sögu, en vilja vita hvað fór úr­skeið­is. Sum­ir gátu ekki kvatt ást­vini sína, en aðr­ir fengu að heim­sækja þá í hlífð­ar­bún­ing­um. Einn að­stand­enda um­gekkst aldr­aða ætt­ingja eft­ir að hafa ver­ið til­kynnt að hann þyrfti ekki að fara í sótt­kví.
„Ég hef aldrei upplifað svona tilfinningar áður“
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

„Ég hef aldrei upp­lif­að svona til­finn­ing­ar áð­ur“

Jó­hanna Harð­ar­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á heim­ili fyr­ir aldr­aða á Sól­völl­um á Eyr­ar­bakka, fékk „ólýs­an­legt áfall“ þeg­ar hún frétti að smit hefði borist frá Landa­koti á Sól­velli. For­svars­menn Land­spít­al­ans hafa far­ið op­in­ber­lega í vörn vegna um­ræðu um hópsmit­ið á Landa­koti.
Alvarlegasta atvik sem komið hefur upp í íslenskri heilbrigðisþjónustu
GreiningHvað gerðist á Landakoti?

Al­var­leg­asta at­vik sem kom­ið hef­ur upp í ís­lenskri heil­brigð­is­þjón­ustu

COVID-19 hóp­sýk­ing­in á Landa­koti hef­ur dreg­ið tólf manns til dauða. Alma Möller land­lækn­ir og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir segja ís­lenskt heil­brigðis­kerfi veik­burða og illa í stakk bú­ið til að tak­ast á við heims­far­ald­ur, mann­skap vanti og hús­næð­is­mál séu í ólestri. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra vill ekki tjá sig um mál­ið við Stund­ina og seg­ir það ekki á sínu borði.
201. spurningaþraut: Stöðuvatn í Soginu, eiginkona forsætisráðherra, þungbrýndur Armeni
Spurningaþrautin

201. spurn­inga­þraut: Stöðu­vatn í Sog­inu, eig­in­kona for­sæt­is­ráð­herra, þung­brýnd­ur Armeni

Þraut gær­dags­ins! * Fyrri auka­spurn­ing: Þessi mynd af fagn­að­ar­lát­um á ákveðn­um stað sýn­ir mann, sem ræð­ur ekki við sig af gleði og stekk­ur á ókunn­uga konu og kyss­ir hana. Lengst af þótti þetta ynd­is­leg mynd af hömlu­laus­um fögn­uði og það var ekki fyrr en löngu löngu síð­ar sem ein­hver fór að spek­úl­era í hvort kon­unni hefði kannski mis­lík­að þetta. En...
Númer 23
Mynd dagsins

Núm­er 23

Núm­er 23, þeir Ari Leifs­son, sem leik­ur með Drammen­lið­inu Strøms­god­set og Riccar­do Sottil, sem spil­ar með Cagli­ari á Sar­din­íu, í U21 lands­leik á Vík­ings­vell­in­um nú seinnipart­inn í dag. Ítal­ía hafði bet­ur gegn Ís­landi 1-2 í jöfn­um leik. Það má segja að Dav­id Beckham hafi kom­ið með núm­er 23 inn í fót­bolt­ann þeg­ar hann gekk til liðs við Real Madrid ár­ið 2003. Körfu­boltasnill­ing­ur­inn Michael Jor­d­an hafði gert þetta núm­er ódauð­legt á ferli sín­um með Chicago Bulls, frá 1984 til 1998. Og af hverju valdi Jor­d­an 23? Hann lang­aði að vera með núm­er 45 eins og eldri bróð­ir sinn, sem var frá­tek­ið, svo hann deildi í með tveim­ur og hækk­aði upp í 23 því auð­vit­að er 45 odda­tala.

Mest lesið undanfarið ár