278. spurningaþraut: Stór höf, Rúm eru hættuleg, Noregskóngur og fræg abbadís
Spurningaþrautin

278. spurn­inga­þraut: Stór höf, Rúm eru hættu­leg, Nor­eg­skóng­ur og fræg abba­dís

Hlekk­ur á síð­ustu þraut! * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er karl­inn á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Á 12. öld var uppi kona í Þýskalandi og var henni margt til lista lagt. Hún var guð­fræð­ing­ur, nunna og abba­dís, dul­spek­ing­ur og pré­dik­ari, ljóð­skáld og rit­höf­und­ur, nátt­úru­fræð­ing­ur, lyfja­fræð­ing­ur, mynd­list­ar­mað­ur og síð­ast en ekki síst tón­skáld. Hvað hét þessi fjöl­hæfa kona?  2. ...
Áfram stelpur!
Mynd dagsins

Áfram stelp­ur!

Í dag var Þor­steinn Hall­dórs­son ráð­inn þjálf­ari A-lands­liðs kvenna. Hans fyrsta stóra mót með lið­inu verð­ur EM á Englandi á næsta ári. Auð­vit­að líka að koma lands­lið­inu á næsta Heims­meist­ara­mót, en undan­keppn­in fyr­ir það mót hefst strax í haust. Þor­steinn hef­ur und­an­far­in sex ár þjálf­að Breiða­blik með góð­um ár­angri. Þor­steinn vann sinn fyrsta leik sem þjálf­ari þeg­ar kvenna­lið Fram vann FH úti í 3-0 í ann­arri deild­inni þann 3. júní ár­ið 1993.
277. spurningaþraut: Lappafjöld á kónguló og humri, eldgos nánast í höfuðborginni, og fleira!
Spurningaþrautin

277. spurn­inga­þraut: Lappa­fjöld á kóngu­ló og humri, eld­gos nán­ast í höf­uð­borg­inni, og fleira!

Já, hér er hún, þraut­in frá því í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Úr hvaða sjón­varps­seríu er mynd­in hér að of­an?  * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað hét veit­inga­stað­ur­inn þar sem nokkr­ir þing­menn Mið­flokks­ins og tveir þing­menn Flokks fólks sátu að sumbli sem frægt varð? 2.   Í janú­ar fyr­ir ári byrj­aði eld­gos í fjalli í að­eins 70 kíló­metra fjar­lægð frá höf­uð­borg í Asíu­ríki...
Rétt hilla
Mynd dagsins

Rétt hilla

Á Hring­braut­inni keppt­ist þessi hjól­reiðakappi listi­lega á móti norð­angarr­an­um með for­láta hillu. Sam­kvæmt nýrri reglu­gerð um­hverf­is- og sam­göngu­ráð­herra mega vera allt að fimm manns á einu hjóli, með tengi­vagni. Ekki má flytja hluti á reið­hjól­um sem geta vald­ið veg­far­end­um óþæg­ind­um. Sam­kvæmt reglu­gerð­inni skulu reið­hjól vera bú­in bjöllu, en mega ekki hafa ann­an bún­að sem gef­ur frá sér hljóð.
276. spurningaþraut: Ragna Kjartansdóttir og Ragnar Kjartansson; þrjár skáldsögur Halldórs Laxness og fleira
Spurningaþrautin

276. spurn­inga­þraut: Ragna Kjart­ans­dótt­ir og Ragn­ar Kjart­ans­son; þrjár skáld­sög­ur Hall­dórs Lax­ness og fleira

Þraut síð­an í gær! * Auka­spurn­ing­in fyrri: Hver er kon­an sem hér er með Bono, söngv­ara U2, fyr­ir tutt­ugu ár­um? Geta má þess að hún hef­ur feng­ist við stjórn­mál um æv­ina. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað er minnsta ríki í heimi? 2.   Róm­verj­ar lögðu á sín­um tíma und­ir sig Eng­land en náðu aldrei Skotlandi, þótt nokk­uð væru þeir að þvæl­ast þar....
Gísli, Eiríkur og Helgi
Mynd dagsins

Gísli, Ei­rík­ur og Helgi

Á bæ þeim sem á Bakka heit­ir í Svarf­að­ar­dal, bjuggu þrír bræð­ur sem voru orð­lagð­ir fyr­ir heimsku og heimskupör. Þeir Bakka­bræð­ur hétu Gísli, Ei­rík­ur og Helgi. Fyr­ir átta ár­um fengu þeir bræð­ur kaffi­hús, safn og bar í hjarta Dal­vík­ur. Það verð­ur nóg að gera hjá þeim bræðr­um að moka frá inn­gang­in­um, áð­ur en opn­ar í há­deg­inu á föstu­dag. Kaffi­hús Bakka­bræðra er bara op­ið um helg­ar nú í svart­asta skamm­deg­inu.
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Fréttir

Missti bróð­ur sinn í sundi og vill úr­bæt­ur: „Hvað þarf mörg manns­líf til?“

Sigrún Sól Ólafs­dótt­ir seg­ir mik­il­vægt að þrýsta á um úr­bæt­ur á ör­ygg­is­mál­um í sund­laug­um. Þeg­ar þau eru í lagi eigi bana­slys ekki að verða. Þeg­ar bróð­ir henn­ar drukkn­aði var því einnig hald­ið fram að um veik­indi hefði ver­ið að ræða, en krufn­ing leiddi ann­að í ljós. Ekki nóg sé að­hafst til að fyr­ir­byggja slík slys.
275. spurningaþraut: Súpernóva, sýruker, Stalíngrad og ástargyðja
Spurningaþrautin

275. spurn­inga­þraut: Súpernóva, sýru­ker, Stalíngrad og ástar­gyðja

Hæ. Hér er hlekk­ur á þraut­ina frá í gær. * Fyrri auka­spurn­ing. Mynd­in hér að of­an — hvaða bygg­ing er þetta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hver faldi sig í sýru­keri þeg­ar Flugu­mýri brann 22. októ­ber ár­ið 1253? 2.   Hvaða borg í Rússlandi hét áð­ur Leningrad? 3.   En hvaða borg þar í landi hét áð­ur Stalingrad? 4.   Hvaða fyr­ir­bæri er súpernóva? 5. ...
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Mynd dagsins

Ekki græna glóru hvað bát­ur­inn heit­ir

Þetta tæp­lega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vek­ur alltaf hjá manni marg­ar spurn­ing­ar. Eru eig­end­urn­ir ekki sam­mála um eitt eða neitt, eða eru þeir sam­stíga að svona eigi þessi bygg­ing að líta út, fal­leg og um­fram allt öðru­vísi, eins og veðr­ið í Skaga­firði í dag? Í Fljót­un­um var öskr­andi byl­ur, á Hofsósi smá snjó­koma, með­an Glóða­feyk­ir var bað­að­ur í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatns­skarð­inu var norð­an garri.

Mest lesið undanfarið ár