294. spurningaþraut: Hvað „gerði“ bóndi einn í Norðurárdal fyrstur Íslendinga um 920?
Spurningaþrautin

294. spurn­inga­þraut: Hvað „gerði“ bóndi einn í Norð­ur­ár­dal fyrst­ur Ís­lend­inga um 920?

Hér er þraut gær­dags­ins! * Fyrri auka­spurn­ing: Úr hvaða frægu kvik­mynd er skjá­skot­ið hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Stund­um sjá­um við í frétt­um eða bíó­mynd­um hvar bresk­ir þing­menn tak­ast á með orð­um í sal Neðri deild­ar­inn­ar í London. Hvernig eru sæt­in þeirra á lit­inn? 2.   Í ein­hverj­um forn­um heim­ild­um er get­ið um bónda einn á Hvassa­felli í Norð­ur­ár­dal, sem...
293. spurningaþraut: Frelsisstyttan, lotukerfið, brynvangar og Sigrit Ericksdóttir
Spurningaþrautin

293. spurn­inga­þraut: Frels­is­stytt­an, lotu­kerf­ið, bryn­vang­ar og Sig­rit Ericks­dótt­ir

Hæhó. Hér er þraut­in frá gær­deg­in­um. * Fyrri auka­spurn­ing. Fyr­ir rétt­um 40 ár­um var frægt blokka­hverfi í borg einni rif­ið nið­ur. Þar hafði bú­ið fá­tækt fólk um langt skeið. Þetta þótti merki­leg­ur at­burð­ur og hljóm­sveit tróð meira að segja upp þeg­ar nið­urrif­ið hófst. Í hvaða borg gerð­ist þetta? * Hér eru að­al­spurn­ing­arn­ar: 1.   Hver er eini fugl­inn sem get­ur flog­ið...
Kunna hross að telja?
Mynd dagsins

Kunna hross að telja?

Þess­ir vin­ir og heima­menn Vatns­dals­ins í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu hafa lík­lega ekki hug­mynd um hve Vatns­dals­hól­arn­ir eru marg­ir. En hól­arn­ir eru eitt af þrem­ur ótelj­andi nátt­úru­fyr­ir­brigð­um lands­ins. Hitt eru vötn­in á Arn­ar­vatns­heiði, rétt sunn­an við Vatns­dal­inn, og  síð­an eyj­arn­ar í Breiða­firði. Það var fal­legt veð­ur í Vatns­daln­um í dag, mjúk vetr­ar­birta og eins stigs frost.
292. spurningaþraut: Jane Porter, Zeppelin, Vinterberg, Ali Rıza oğlu Mustafa ... þetta fólk og fleira
Spurningaþrautin

292. spurn­inga­þraut: Jane Port­er, Zepp­el­in, Vin­ter­berg, Ali Rıza oğlu Mu­stafa ... þetta fólk og fleira

Hlekk­ur á þraut gær­dags­ins. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er ungi mað­ur­inn sem sést hér að of­an með mömmu sinni? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvert er að­alstarf Höllu Berg­þóru Björns­dótt­ur? 2.   Þeg­ar Ís­land var her­num­ið í síð­ari heims­styrj­öld tók er­lend­ur her yf­ir hús sem lengi hafði ver­ið í bygg­ingu, svo enn dróst að full­klára hús­ið. Það var loks tek­ið í notk­un 1950....
Óður til NYC í porti á Laugaveginum
Mynd dagsins

Óð­ur til NYC í porti á Lauga­veg­in­um

Ljós­mynd­ar­inn og heim­spek­ing­ur­inn Snorri Sturlu­son er með sína fyrstu ljós­mynda­sýn­ingu hér heima, American Dreams, í Gallery Port á Lauga­veg­in­um. Mynd­irn­ar tók hann á sex­tán ára tíma­bili, þeg­ar hann bjó í borg­inni sem aldrei sef­ur, New York, ár­in 2001-2017. „Sýn­ing­in varð til í ein­hvers­kon­ar hug­leiðslu á rölti mínu um stór­borg­ina. Líka rann­sókn á fé­lags­leg­um og póli­tísk­um veru­leika banda­rísks sam­fé­lags.“ Sýn­ing­in stend­ur til 20 fe­brú­ar.
Segir frambjóðendur nýstofnaðs stjórnmálaafls óttast fjölmiðla
FréttirAlþingiskosningar 2021

Seg­ir fram­bjóð­end­ur ný­stofn­aðs stjórn­mála­afls ótt­ast fjöl­miðla

Til­kynnt var um fram­boð Frjáls­lynda lýð­ræð­is­flokks­ins til Al­þing­is­kosn­inga í gær. Formað­ur flokks­ins, Guð­mund­ur Frank­lín Jóns­son, fyrr­ver­andi for­setafram­bjóð­andi, seg­ir flokk­inn ætla að birta lista og stefnu­skrá sein­ast­ur allra flokka af ótta við fjöl­miðla og að aðr­ir stjórn­mála­flokk­ar steli af flokkn­um hug­mynd­um.
291. spurningaþraut: Hver ferðaðist um Evrópu undir dulnefni og hverjum giftist Aisha?
Spurningaþrautin

291. spurn­inga­þraut: Hver ferð­að­ist um Evr­ópu und­ir dul­nefni og hverj­um gift­ist Aisha?

Hérna er þraut­in frá því í gær, þeg­ar spurt var um upp­hafs­orð frægra skáld­sagna. * Fyrri auka­spurn­ing: Hér má sjá unga stúlku sem nú er ein fræg­asta per­sóna heims­ins í sinni grein. Hvað heit­ir hún? — og tek­ið skal fram að hér dug­ar það nafn sem hún hef­ur tek­ið sér sjálf. * 1.   Ár­ið 1697 fór evr­ópsk­ur þjóð­ar­leið­togi í mik­ið...
Snjóbörlingur og kafaldsmyglingur í dag
Mynd dagsins

Snjó­börling­ur og kaf­alds­mygl­ing­ur í dag

Það var sér­kenni­legt veð­ur í höf­uð­borg­inni í dag. Gekk á með dimm­um élj­um, mjög bjart á milli. Hér sjá­um við yf­ir Faxa­fló­ann á Akra­fjall, rísa 643 metra upp við mynni Hval­fjarð­ar. Til að setja hæð­ina í sam­hengi við önn­ur fjöll, þarf hálft Akra­fjall í við­bót til að ná hæð­inni á Esj­unni hand­an við fjörð­inn. Það þarf síð­an þrett­án og hálft Akra­fjall til að ná hæð K2 í Pak­ist­an. Hvanna­dals­hnjúk­ur er rúm­lega þrisvar sinn­um hærri en Akra­fjall.

Mest lesið undanfarið ár