Ekki búið að tryggja nægt bóluefni fyrir alla þjóðina
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Ekki bú­ið að tryggja nægt bólu­efni fyr­ir alla þjóð­ina

Það bólu­efni sem tryggt hef­ur ver­ið frá fyr­ir­tækj­un­um Pfizer og Moderna dug­ar að­eins til að bólu­setja hluta þjóð­ar­inn­ar. Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir greindi frá þessu á upp­lýs­inga­fundi land­læknisembætt­is­ins og al­manna­varna í dag. Treysta verði á að tryggja megi fleiri skammta eða að bólu­efni AstraZenica verði að­gengi­legt.
Ekki verið að hvetja alla til að sitja heima hjá sér og hitta engan
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Ekki ver­ið að hvetja alla til að sitja heima hjá sér og hitta eng­an

Það er ekki ver­ið að hvetja fólk til að sitja inni og hitta ekki nokk­urn mann, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir. „Það væri lock-down,“ seg­ir Þórólf­ur og seg­ir að það sé ekki ver­ið fara fram á slíkt. Á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna og land­lækn­is í dag var fólk hvatt til að fara að und­ir­búa að­vent­una og jól­in í sam­ræmi við sótt­varn­ir. Draga ætti úr eða sleppa jóla­boð­um.
Beint: Landakotsskýrslan kynnt - Ekki hægt að koma í veg fyrir þetta, segir Páll Matthíason
StreymiHvað gerðist á Landakoti?

Beint: Landa­kots­skýrsl­an kynnt - Ekki hægt að koma í veg fyr­ir þetta, seg­ir Páll Matth­ía­son

„Það var ekki hægt að koma í veg fyr­ir að smit myndu ber­ast inn, því mið­ur,“ sagði Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, um hóp­sýk­ingu Covid-19 á Landa­koti. Tal­ið er að fleiri en ein mann­eskja hafi bor­ið inn smit. Gríð­ar­leg dreif­ing veirunn­ar skýrist af hús­næð­inu og skorti á mannafla.

Mest lesið undanfarið ár