Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Hættulegt launaskrið og misvísandi tölur
Úttekt

Hættu­legt launa­skr­ið og mis­vís­andi töl­ur

Á bak­sviði ís­lenska fót­bolta­heims­ins er stund­um kjaft­að um vafa­sama hlið­ar­samn­inga og vand­ræði með launa­greiðsl­ur. Ný­leg skýrsla frá Deloitte varp­aði kast­ljós­inu að fjár­mál­um fót­boltaliða og ekki er ljóst hvort allt sem þar kem­ur fram þoli of nána rýni. Eitt er þó víst: Hers­ing karl­manna virð­ist fá ágæt­lega borg­að fyr­ir að spila fót­bolta á Ís­landi. Mögu­lega of mik­ið, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fjölgun ferðamanna gæti þurrkað út ávinning af rafvæðingu bílaleigubíla
Úttekt

Fjölg­un ferða­manna gæti þurrk­að út ávinn­ing af raf­væð­ingu bíla­leigu­bíla

Rík­is­stjórn­in áform­ar að veita millj­arð í styrki til bíla­leiga vegna raf­bíla­kaupa. Raun­veru­leg fram­för eða tákn­ræn að­gerð? Jukka Hein­on­en, pró­fess­or við Há­skóla Ís­lands, seg­ir að að­gerð­in þurfi að vera hluti af stærri að­gerðarpakka til að draga úr los­un frá ferða­þjón­ustu ef hún eigi að skila ár­angri. Sá pakki er ekki til.
Lífshættuleg meðvirkni
Úttekt

Lífs­hættu­leg með­virkni

Ást­vin­ir fólks með vímu­efnarösk­un glíma marg­ir við al­var­leg­an heilsu­brest. Í rann­sókn á líð­an að­stand­enda alkó­hólista kem­ur fram að marg­ir þeirra séu al­var­lega kvíðn­ir og þung­lynd­ir. Al­gengt sé að að­stand­end­ur grein­ist með mígreni, vefjagigt og maga­sár. Heim­il­is­lækn­ir seg­ir með­virkni illa skil­greind­an sjúk­dóm en gríð­ar­legt heil­brigð­is­vanda­mál sem kalli á mikla at­hygli og skiln­ing.
Undraverk auka hamingju og heilbrigði
Úttekt

Undra­verk auka ham­ingju og heil­brigði

Að horfa á sól­ar­lag, virða fyr­ir sér fjallstinda og rýna í hvers kyns lista­verk vek­ur ekki að­eins sterk­ar til­finn­ing­ar í augna­blik­inu held­ur get­ur hrein­lega auk­ið ham­ingju og bætt heilsu okk­ar. Til að kalla fram þessi já­kvæðu áhrif ætti mark­visst að leita uppi í hvers­dags­líf­inu til­komu­mik­il, stór­kost­leg og mik­il­feng­leg undra­verk nátt­úr­unn­ar og lista­fólks – þau sem kalla fram gæsa­húð og jafn­vel tár á hvarmi.
Tugir milljarða í húsnæðisbætur fyrir ríkasta hluta þjóðarinnar
Úttekt

Tug­ir millj­arða í hús­næð­is­bæt­ur fyr­ir rík­asta hluta þjóð­ar­inn­ar

Fyr­ir níu ár­um síð­an var tek­in ákvörð­un um að um­bylta hús­næð­is­bóta­kerfi Ís­lands. Vaxta­bóta­kerf­ið, sem studdi best við tekju­lægri hópa, var veikt veru­lega og í stað þess kom­ið á fyr­ir­komu­lagi skattaí­viln­ana til þeirra sem nota sér­eign­ar­sparn­að til að borga nið­ur íbúðalán. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið met­ur eft­ir­gjöf hins op­in­bera á tekj­um vegna þessa á um 50 millj­arða króna. Um 77 pró­sent þeirr­ar upp­hæð­ar hef­ur lent hjá þrem­ur efstu tekju­hóp­un­um. Um sjö pró­sent henn­ar hef­ur far­ið til þess helm­ings lands­manna sem hef­ur lægstu tekj­urn­ar.
Ung móðir biður ráðherra að auka jöfnuð háskólanema
Úttekt

Ung móð­ir bið­ur ráð­herra að auka jöfn­uð há­skóla­nema

Hundruð­um þús­unda get­ur mun­að á skrá­setn­ing­ar- og skóla­gjöld­um milli há­skóla. Ung­ur laga­nemi við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri seg­ist ekki geta átt íbúð, ver­ið í námi og með barn á leik­skóla nema í fjar­námi úti á landi. Grunn­skól­ar fá hærri upp­hæð­ir en sum­ir af ís­lensku há­skól­un­um til að styðja við nem­end­ur sína.
„Bergmála það sem mér er sagt“
Úttekt

„Berg­mála það sem mér er sagt“

Sögu­sagn­ir um að fólki standi ógn af flótta­fólki og um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd í Reykja­nes­bæ, sem sam­kvæmt könn­un Heim­ild­inn­ar á sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um, hafa náð flugi og rat­að í um­búð­um stað­reynda inn á bæj­ar­stjórn­ar­fundi þar og á Al­þingi. Sér­fræð­ing­ar segja hættu­legt að póli­tík­us­ar ýti und­ir ótta vegna ógn­ar sem ekki sé til stað­ar.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu