Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Send í megrunarklúbb 12 ára gömul
ÚttektStríðið um líkamann

Send í megr­un­ar­klúbb 12 ára göm­ul

Sól­veig Sig­urð­ar­dótt­ir, formað­ur Sam­taka fólks með offitu, seg­ir að fólk með offitu verði fyr­ir stöð­ugu áreiti og for­dóm­um. Sjálf hafi hún þurft að þola for­dóma frá barns­aldri og í kjöl­far­ið þró­að með sér átrösk­un. Hún var send í megr­un­ar­klúbb þar sem hún var vigt­uð einu sinni í viku. Klapp­að var ef hún hafði lést, pú­að ef hún hafði þyngst.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Ódýrast að blotna á Akranesi og í Vestmannaeyjum
Úttekt

Ódýr­ast að blotna á Akra­nesi og í Vest­manna­eyj­um

Gjald­skrár sund­lauga sveit­ar­fé­laga hafa ver­ið upp­færð­ar. Ár­ið 2024 kost­ar stak­ur miði í sund hjá stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins á bil­inu 920 til 1.700 krón­ur. Dýr­asti sund­mið­inn er í Ár­borg og hækk­ar um 36 pró­sent frá fyrra ári, en sá ódýr­asti á Akra­nesi. Dýr­asta árskort­ið er í Garða­bæ, en það ódýr­asta hins veg­ar í Vest­manna­eyj­um.
Ljúft að losna við umferðarpirringinn
Úttekt

Ljúft að losna við um­ferðarp­irr­ing­inn

„Ég held að all­ir sem hafi stund­að þetta skilji þetta,“ seg­ir einn við­mæl­andi Heim­ild­ar­inn­ar sem finn­ur á eig­in skinni hvað það ger­ir henni gott að hjóla til og frá vinnu, í stað þess að fara á bíln­um. Rann­sókn­ir benda til þess að það geti ver­ið betra fyr­ir and­lega líð­an fólks að hjóla í vinn­una og ýms­ir sem hjóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu virð­ast upp­lifa að svo sé. Þó að veðr­ið sé stund­um skítt er flest betra en að sitja fast­ur í um­ferð.
Heidelberghöfn á teikniborðinu vestan við Þorlákshöfn
ÚttektJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg­höfn á teikni­borð­inu vest­an við Þor­láks­höfn

Sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus hef­ur lýst yf­ir áhuga á því að ný höfn, sem byggja þarf svo möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg geti ris­ið vest­an við Þor­láks­höfn, verði fjár­mögn­uð með svip­uðu fyr­ir­komu­lagi og Hval­fjarð­ar­göng, þannig að sveit­ar­fé­lag­ið eign­ist höfn­ina á end­an­um án þess að leggja fram krónu til upp­bygg­ing­ar. Bæj­ar­stjór­inn Elliði Vign­is­son seg­ist vita til þess að rætt hafi ver­ið við líf­eyr­is­sjóði um að­komu að verk­efn­inu og Þor­steinn Víg­lunds­son, tals­mað­ur Heidel­berg og for­stjóri Horn­steins, seg­ir nálg­un sveit­ar­fé­lags­ins eina af þeim sem séu til skoð­un­ar.
Rúmlega 15 ára saga Skeljungsmálsins sem endaði með niðurfellingu
Úttekt

Rúm­lega 15 ára saga Skelj­ungs­máls­ins sem end­aði með nið­ur­fell­ingu

Ís­lands­banki grun­aði fyrr­ver­andi starfs­menn sína um að hafa gert sam­komu­lag á ár­un­um 2008 og 2009 sem gerði þá æv­in­týra­lega ríka gegn því að vinna gegn hags­mun­um bank­ans í við­skipt­um með hluti í Skelj­ungi. Mál­ið var kært til hér­aðssak­sókn­ara sumar­ið 2016 og tveim­ur ár­um síð­ar var fólk hand­tek­ið ásamt því að hús­leit­ir áttu sér stað. Í síð­ustu viku, rúm­um 15 ár­um eft­ir upp­haf máls­ins, tæp­um átta ár­um eft­ir að það var kært og tæp­um sex ár­um eft­ir hand­tök­urn­ar, var mál­ið fellt nið­ur. Eng­inn verð­ur ákærð­ur.
Gamaldags Vegagerð sem vill vera aðal
ÚttektBorgarlína

Gam­aldags Vega­gerð sem vill vera að­al

Heim­ild­in leit­aði til nokk­urra ein­stak­linga sem hafa með ein­um eða öðr­um hætti kom­ið að verk­efn­um sem tengj­ast sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og ræddi við þau um Borg­ar­línu, vinnslu verk­efna sátt­mál­ans, fjár­mögn­un þeirra og fram­hald. Í sam­töl­un­um kom nokk­ur gagn­rýni kom fram á Vega­gerð­ina fyr­ir gam­aldags stofn­anakúltúr og lang­ar boð­leið­ir, for­stjór­inn er sagð­ur vilja hafa „putt­ana í öllu“. Yf­ir­stjórn Vega­gerð­ar­inn­ar er sögð hafa átt erfitt með að sætta sig við að fé­lag­ið Betri sam­göng­ur hafi ver­ið stofn­að til að halda ut­an um verk­efni sátt­mál­ans.

Mest lesið undanfarið ár