Dómsmálaráðherra í þyrlu Landhelgisgæslunnar: „Skutluðu okkur í leiðinni“
Fréttir

Dóms­mála­ráð­herra í þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar: „Skutl­uðu okk­ur í leið­inni“

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra stað­fest­ir í sam­tali við Stund­ina að hann hafi not­að tæki­fær­ið, tek­ið þátt í æf­ingu Land­helg­is­gæsl­unn­ar í Breiða­firði og feng­ið í leið­inni far með þyrlu gæsl­unn­ar frá Bíldu­dal yf­ir á Stykk­is­hólm. Rík­is­end­ur­skoð­un hef­ur gagn­rýnt að ráð­herr­ar nýti loft­för í eigu eða leigu stofn­ana rík­is­s­ins.
Actavis og ópíóðafaraldurinn: Eigandinn Björgólfur segist ekki „búa yfir upplýsingum“
ViðskiptiStórveldi sársaukans

Acta­vis og ópíóðafar­ald­ur­inn: Eig­and­inn Björgólf­ur seg­ist ekki „búa yf­ir upp­lýs­ing­um“

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son, fjár­fest­ir og fyrr­um stærsti hlut­hafi og stjórn­ar­formað­ur Acta­vis, svar­ar ekki efn­is­lega spurn­ing­um um þatt­töku Acta­vis á ópíóða­mark­aðn­um í Banda­ríkj­un­um á ár­un­um 2006 til 2012. Á með­an Björgólf­ur Thor átti fé­lag­ið seldi það tæp­lega 1 af hverj­um 3 ópíóða­töfl­um sem seld­ar voru í Banda­ríkj­un­um, tekj­ur fé­lagains marg­föld­uð­ust og banda­rísk yf­ir­völd gagn­rýndu fé­lag­ið fyr­ir mark­aðs­setn­ingu á morfín­lyfj­um og báðu Acta­vis um að snar­minnka fram­leiðslu á þeim.
Róbert dregur úr ábyrgð sinni: Seldu hlutfallslega mest af ópíóðum þegar hann var forstjóri
ViðskiptiStórveldi sársaukans

Ró­bert dreg­ur úr ábyrgð sinni: Seldu hlut­falls­lega mest af ópíóð­um þeg­ar hann var for­stjóri

Fyrr­ver­andi for­stjóri Acta­vis, Ró­bert Wessman, seg­ir að hann hafi ætíð haft það að leið­ar­ljósi sem lyfja­for­stjóri að bæta líf fólks. Hann vill meina að stefna Acta­vis í sölu á ópíóð­um í Banda­ríkj­un­um hafi breyst eft­ir að hann hætti hjá fé­lag­inu. Markaðs­hlut­deild Acta­vis á landsvísu í Banda­ríkj­un­um var hins veg­ar mest ár­ið 2007, 38.1 pró­sent á landsvísu, þeg­ar Ró­bert var enn for­stjóri fé­lags­ins.
Bankasýslan skoðar lagalega stöðu sína og heldur eftir söluþóknun
FréttirSalan á Íslandsbanka

Banka­sýsl­an skoð­ar laga­lega stöðu sína og held­ur eft­ir sölu­þókn­un

„Komi í ljós að ein­hverj­ir sölu­að­il­ar hafi ekki stað­ið und­ir því trausti sem Banka­sýsl­an gerði til þeirra mun það hafa áhrif á sölu­þókn­an­ir til þeirra,“ seg­ir í til­kynn­ingu stjórn­ar stofn­un­ar­inn­ar. For­stjóri henn­ar, Jón Gunn­ar Jóns­son, sagði við Stund­ina í síð­ustu viku að nauð­syn­legt væri að treysta fjár­mála­stofn­un­un­um.
Leggja niður Bankasýsluna vegna Íslandsbankasölunnar
FréttirSalan á Íslandsbanka

Leggja nið­ur Banka­sýsl­una vegna Ís­lands­banka­söl­unn­ar

Banka­sýsla rík­is­ins verð­ur lögð nið­ur og nýtt fyr­ir­komu­lag verð­ur fund­ið til að halda ut­an um eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, gangi til­laga rík­is­stjórn­ar­inn­ar eft­ir. Frum­varp þess efn­is verð­ur kynnt á Al­þingi á næst­unni. Þetta seg­ir í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu formanna stjórn­ar­flokk­anna.
Systurnar berjast fyrir bótunum
Fréttir

Syst­urn­ar berj­ast fyr­ir bót­un­um

„Æsk­unni var rænt af okk­ur. Við höf­um aldrei átt eðli­legt líf,“ segja syst­urn­ar Anna og Linda Kjart­ans­dæt­ur, sem ólust upp hjá dæmd­um barn­aníð­ingi og stjúp­móð­ur sem var dæmd fyr­ir að mis­þyrma þeim. Bóta­sjóð­ur vildi ekki greiða út miska­bæt­ur því brot föð­ur þeirra voru fram­in er­lend­is og hef­ur ekki enn svar­að kröf­um vegna dóma sem féllu 2016 og 2019.
Mörg hundruð milljarða afskriftir hjá nýju hluthöfum Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Mörg hundruð millj­arða af­skrift­ir hjá nýju hlut­höf­um Ís­lands­banka

Þeg­ar kaup­endalisti Ís­lands­banka var loks­ins gerð­ur op­in­ber komu fram mörg nöfn sem urðu vel þekkt fyr­ir og eft­ir ís­lenska banka­hrun­ið ár­ið 2008. Með­al kaup­enda að hluta­bréf­um rík­is­ins í bank­an­um voru fjöl­marg­ir að­il­ar sem fengu af­skrif­að­ar há­ar fjár­hæð­ir í kjöl­far hruns­ins. At­hygli vakti hversu marg­ir í hlut­hafa­hópn­um höfðu áð­ur ver­ið með­al stórra hlut­hafa og lán­tak­enda í Glitni, sem síð­ar varð Ís­lands­banki.
Bankasýslan seldi verðbréfafyrirtækjum sjálfdæmi við sölu hlutabréfa í Íslandsbanka
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Banka­sýsl­an seldi verð­bréfa­fyr­ir­tækj­um sjálf­dæmi við sölu hluta­bréfa í Ís­lands­banka

For­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins, Jón Gunn­ar Jóns­son, seg­ir að treysta þurfi bönk­um og verð­bréfa­bréfa­fyr­ir­tækj­um sem sjá um út­boð á hluta­bréf­um fyr­ir ís­lenska rík­ið. Fjár­máleft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands rann­sak­ar nú þá að­ila sem sáu um út­boð rík­is­ins. Út frá svör­um banka­sýsl­unn­ar er ljóst að bank­arn­ir og verð­bréfa­fyr­ir­tæk­in stýrðu því hverj­ir fengu að kaupa hluta­bréf rík­is­ins í Ís­lands­banka.
Trúnaðarmenn Eflingar:  Sólveig Anna fer með fleipur um að samkomulag hafi náðst
FréttirBaráttan um Eflingu

Trún­að­ar­menn Efl­ing­ar: Sól­veig Anna fer með fleip­ur um að sam­komu­lag hafi náðst

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, fund­aði ekki sjálf með trún­að­ar­mönn­um starfs­manna á skrif­stofu Efl­ing­ar held­ur fól lög­manni stjórn­ar stétt­ar­fé­lags­ins að gera það. Trún­að­ar­menn mót­mæla því að um sam­ráð við þá hafi ver­ið að ræða við fram­kvæmd hópupp­sagn­ar starfs­manna Efl­ing­ar.
Þöggunarsamningur ræddur í máli Vítalíu og þremenninganna
Fréttir

Þögg­un­ar­samn­ing­ur rædd­ur í máli Vítal­íu og þre­menn­ing­anna

Um tíma var til um­ræðu að ljúka máli Vítal­íu Lazarevu og þre­menn­ing­anna Ara Edwald, Hreggviðs Jóns­son­ar og Þórð­ar Más Jó­hann­es­son­ar með svo­köll­uð­um þögg­un­ar­samn­ingi. Rætt var um fjár­hæð­ir sem greiða átti mán­að­ar­lega yf­ir nokk­urra ára tíma­bil. Einn þre­menn­ing­anna vill ekki ræða mál­ið þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu