Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

Sautján virkj­un­ar­kost­ir eru í nýt­ing­ar­flokki sam­kvæmt ramm­a­áætl­un. Horf­ur eru á að til­tek­in ósnort­in svæði muni verða fyr­ir veru­leg­um áhrif­um.

Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til
Eldvörp Mynd: Ellert Grétarsson

Alls eru 17 virkjunarkostir í nýtingarflokki í núgildandi rammaáætlun um náttúruvernd og er því fyrirsjáanlegt að töluvert landsvæði verði fyrir áhrifum af framkvæmdum í nánustu framtíð. 

Samkvæmt rammaáætluninni, sem var samþykkt á Alþingi þann 14. janúar 2013 og telst til 2. áfanga áætlunarinnar, eru virkjunarkostir flokkaðir í orkunýtingar-, bið- og verndarflokk. Þrír vatnsaflsvirkjunarkostir og 14 jarðvarmavirkjunarkostir eru í nýtingarflokki, en í biðflokki eru 30 virkjunarkostir, þar af 21 vatnsaflsvirkjunarkostur og níu jarðvarmavirkjunarkostir.

Í orkunýtingarflokk eru settir virkjunarkostir sem talið er að ráðast megi í. Stjórnvöldum er heimilt að leyfa orkurannsóknir og orkuvinnslu vegna þessara kosta og sömuleiðis eru orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar heimilar.

Virkjunarkostir sem ekki er hægt að taka afstöðu til vegna skorts á gögnum eru settir í biðflokk og er stjórnvöldum ekki heimilt að veita leyfi tengd orkuvinnslu vegna orkukosta sem tilheyra honum.

Svokallað náttúrukort, sem hægt er að nálgast á heimasíðu Framtíðarlandsins, veitir yfirsýn yfir þá virkjunarkosti sem hafa verið flokkaðir í orkunýtingar-, bið- eða verndarflokk, auk þess að sýna þau svæði sem þegar hafa verið virkjuð.

Fólki umhugað um náttúruvernd

Í drögum að lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar var vísað til landskönnunar sem skoðaði viðhorf fólks til þess hversu mikið eða lítið vægi tólf tilgreindir þættir ættu að þeirra mati að hafa við ákvarðanatöku um að reisa fleiri virkjanir á Íslandi. 

Þar kom í ljós að mjög hátt hlutfall fólks taldi eftirfarandi þætti hafa mjög eða frekar mikið vægi: Náttúruvernd (87%), Heilsa fólks (81%), Loftslagsbreytingar (79%), Hamingja og vellíðan fólks (78%), Möguleikar til útivistar (71%) og Áhyggjur fólks af náttúruhamförum (62%).

Sitt sýndist þó hverjum og hátt hlutfall svarenda töldu eftirfarandi þætti sömuleiðis hafa mjög mikið eða frekar mikið vægi: Atvinnuuppbygging á Íslandi (74%), Atvinnuuppbygging í nærsamfélagi virkjana (66%), Hagvöxtur á Íslandi (60%), Atvinnutækifæri karla (54%), Atvinnutækifæri kvenna (54%) og Tekjur sveitarfélaga (53%).

Af þeim sem svöruðu því hver af ofangreindum þáttum ætti að hafa mest vægi í ákvörðunum um að reisa fleiri virkjanir á Íslandi tiltóku flestir Náttúruvernd (34%), þar á eftir kom Heilsa fólks (15%) og Atvinnuuppbygging á Íslandi (14%) var í þriðja sæti.

Ekki hægt að fullyrða um tengsl fjárhagslegs ávinnings og aukinna lífsgæða

Í endanlegri lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar sagði auk þess að rannsóknir hafi sýnt að sambandið milli mælikvarða sem mæla fjárhagslegan ávinning og mælikvarða sem mæla lífsgæði sé ekki sterkt og mun flóknara en svo að hægt sé að álykta að aukinn fjárhagslegur ávinningur leiði sjálfkrafa til betri lífsgæða eða vellíðunar. 

Því væri ekki hægt að fullyrða að mögulegur fjárhagslegur ávinningur af virkjunum haldist í hendur við aukin lífsgæði eða vellíðan fólks.

Endanleg lokaskýrsla verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar var birt í ágúst árið 2016. Enn þann dag í dag hefur Alþingi þó ekki samþykkt þennan áfanga áætlunarinnar. Þrátt fyrir það tók verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar til starfa í apríl 2017.

Magnaðar ljósmyndir af landsvæðum sem gætu brátt horfið

Á sýningunni „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ í Norræna húsinu er að finna mikinn fjölda magnaðra ljósmynda af landsvæðum sem senn gætu heyrt sögunni til fari svo að þau verði nýtt til virkjana. 

Stundin birtir hér hluta af ljósmyndunum með góðfúslegu leyfi Ólafs Sveinssonar sýningarstjóra. Ljósmyndirnar eru af virkjunarkostum sem eru samkvæmt núgildandi rammaáætlun í orkunýtingar- eða biðflokki.

„Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ er samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar í samstarfi við Norræna húsið og Framtíðarlandið. Margmiðlunarsýningin fer fram í Norræna húsinu frá 27. september til 17. nóvember.

Hvalárfossar

Hvalárvirkjun

Í orkunýtingarflokki

Hvalárvirkjun á Ströndum er líklega umdeildasta virkjanaframkvæmd sem ráðist hefur verið í síðan Kárahnjúkavirkjun var byggð. Í báðum tilvikum er um algerlega ósnortin víðerni að ræða sem virkja á, sem sárafáir þekktu þegar umdeildar ákvarðanir voru teknar um að byggja þar virkjanir. Fossinn á myndinni er einn af fjölmörgum fossum sem munu hverfa, verði af byggingu hennar.

Rjúkandi í Rjúkanda

Fossinn Rjúkandi í ánni Rjúkanda á Ströndum er einn fjölmargra fossa sem hverfa munu ef Hvalárvirkjun verður byggð. Tveir faghópar rammaáætlunar af fjórum töldu virkjunina ekki uppfylla gæði gagna og tveir gáfu henni slæma einkunn, bæði hvað varðar hagkvæmni og jákvæð áhrif á samfélag. Þrátt fyrir það var virkjunin sett í nýtingarflokk, sem virðist ekki samræmast lögum um rammaáætlun. Álit Skipulagsstofnunar á áhrifum virkjanaframkvæmda á svæðinu er afdráttarlaust mjög neikvæð. Áhrifin eru sögð neikvæð á fossa, stöðuvötn, jarðminjar og víðerni sem njóta verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.

Stíflusvæði Hvammsvirkjunar

Hvammsvirkjun

Í orkunýtingarflokki

Gangi áætlanir Landsvirkjunar eftir verður Hvammsvirkjun sú efsta af þremur virkjunum í neðri hluta Þjórsár.  Allar eru í byggð. Lón Hvammsvirkjunar mun teygja sig vel inn í Þjórsárdal.

Hagavatn og Farið

Hagavatnsvirkjun

Í biðflokki

Hagavatn hefur verið að myndast og stækka eftir því sem Hagajökull, skriðjökull úr sunnanverðum Langjökli, hefur hopað. Hugmyndir eru uppi um að virkja Farið, ána sem rennur úr Hagavatni og nýta vatnið sjálft sem uppistöðulón.

Eldvörp

Eldvarpavirkjun

Í orkunýtingarflokki

Eldvörp er 10 kílómetra löng gígaröð sem myndaðist með sprungugosi á utanverðu Reykjanesi á 13. öld og minnir um margt á hina frægu Lakagíga. Fyrirhuguð virkjun telst mjög umdeild, sökum þess að engin sambærileg gígaröð er til í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Talið er að orkuvinnslan þar verði ósjálfbær, þar sem um sama hitageyminn gæti verið að ræða og Reykjanesvirkjun og Svartsengisvirkjun fullnýta nú.

Austurengjahver

Austurengjavirkjun

Í biðflokki

Austurengjahver er hluti af háhitasvæðinu sem oftast er kennt við Krýsuvík hjá Kleifarvatni á Reykjanesi, sem er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Aldeyjarfoss

Hrafnabjargavirkjun

Í biðflokki

Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti er einn af þekktari fossum landsins og fastur viðkomustaður þeirra sem keyra yfir Sprengisand. Fossinn er skráður í verndarflokk í 3. áfanga rammaáætlunar, sem Alþingi hefur þó eins og áður segir ekki enn samþykkt.

Hólmsárfoss

Hólmsárvirkjun

Í biðflokki

Upptök Hólmsár eru í suðurhlíðum Torfajökuls og rennur hún til suðurs í austurjaðri Mýrdalsjökuls. Efsti hluti hennar er í verndarflokki rammaáætlunar en tveir aðrir virkjunarkostir neðar í ánni voru metnir í rammaáætlun og eru báðir í biðflokki. Neðsta virkjunin við Aldey myndi kaffæra 40 hektara af gömlum birkiskógi. Tæplega 10 ferkílómetra lón hennar myndi ná upp að Hólmsárfossi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Hvað þýða róttækar kerfisbreytingar?
Guðrún Schmidt
Aðsent

Guðrún Schmidt

Hvað þýða rót­tæk­ar kerf­is­breyt­ing­ar?

Guð­rún Schmidt, sér­fræð­ing­ur hjá Land­vernd, skrif­ar um kerf­is­breyt­ing­ar á tím­um lofts­lags­vanda. „Breyt­ing­ar sem mann­kyn­ið, sér­stak­lega hinn vest­ræni heim­ur, þarf að fara í eru mikl­ar, rót­tæk­ar og djúp­ar,“ skrif­ar Guð­rún.
„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætlum að skilja eftir fyrir börnin okkar“
ViðtalJarðefnaiðnaður í Ölfusi

„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætl­um að skilja eft­ir fyr­ir börn­in okk­ar“

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg vill byggja verk­smiðju sem er á stærð við fyr­ir­hug­að­an þjóð­ar­leik­vang inni í miðri Þor­láks­höfn. Fram­kvæmd­in er um­deild í bæn­um og styrk­veit­ing­ar þýska Heidel­bergs til fé­laga­sam­taka í bæn­um hafa vak­ið spurn­ing­ar um hvort fyr­ir­tæk­ið reyni að kaupa sér vel­vild. Bæj­ar­full­trú­inn Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir vill ekki að Þor­láks­höfn verði að verk­smiðju­bæ þar sem mó­berg úr fjöll­um Ís­lands er hið nýja gull.
Við erum sennilega búin að tapa
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Við er­um senni­lega bú­in að tapa

Tæki­fær­ið til að leið­rétta það rang­læti sem sjáv­ar­út­vegs­kerf­ið fel­ur í sér er lík­leg­ast far­ið. Þau sem hagn­ast mest á kerf­inu eru bú­in að vinna. Þau eru fá­veld­ið sem rík­ir yf­ir okk­ur.
Nota barnabætur til að vinna niður vanskil á leigu
Fréttir

Nota barna­bæt­ur til að vinna nið­ur van­skil á leigu

Rekstr­ar­töl­ur Bjargs íbúða­fé­lags benda til að fólk noti barna­bæt­ur til greiða nið­ur van­skil á leigu­greiðsl­um. Sömu töl­ur sýna að van­skil hafa auk­ist veru­lega síð­asta hálfa ár­ið. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR og vara­formað­ur stjórn­ar Bjargs, vill að Al­þingi setji neyð­ar­lög sem stöðvi hækk­un leigu­greiðslna.
Stjórnvöldum verði heimilt að afla gagna um farsæld barna við gerð mælaborðs
Fréttir

Stjórn­völd­um verði heim­ilt að afla gagna um far­sæld barna við gerð mæla­borðs

Stjórn­völd vinna að gerð mæla­borðs um far­sæld barna. Svo það verði að veru­leika tel­ur mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­ið nauð­syn­legt að inn­leiða sér­stök lög sem heim­ila stjórn­völd­um að afla gagna um líð­an, vel­ferð og far­sæld barna.
Trans fólk mun alltaf verða til
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
Pistill

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

Trans fólk mun alltaf verða til

Skoð­un ein­hvers á ver­ald­ar­vefn­um um kyn mitt mun ekki koma til með að breyta neinu um hver ég er.
Útilokaður frá fótbolta í rúma níu mánuði vegna veðmála
Fréttir

Úti­lok­að­ur frá fót­bolta í rúma níu mán­uði vegna veð­mála

Fyrr­ver­andi leik­mað­ur Aft­ur­eld­ing­ar fær ekki að spila fót­bolta á kom­andi keppn­is­tíma­bili, vegna veð­mála hans á fót­bolta á síð­asta sumri. Aga- og úr­skurð­ar­nefnd KSÍ seg­ir hann hafa brot­ið gegn grund­vall­ar­reglu með veð­mál­um á leiki sem hann sjálf­ur tók þátt í.
Orðaleikur dómsmálaráðherra
Eiríkur Rögnvaldsson
Pistill

Eiríkur Rögnvaldsson

Orða­leik­ur dóms­mála­ráð­herra

Mál­fars­legi að­gerðasinn­inn og mál­fræð­ing­ur­inn Ei­ríku Rögn­valds­son velt­ir fyr­ir sér orðanotk­un og hug­tök­um í um­ræð­unni og rýn­ir í hugs­un­ina sem þau af­hjúpa.
„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
Viðtal

„Mig lang­ar að búa í íbúð með her­bergi“

Tveir dreng­ir hafa ver­ið á ver­gangi ásamt föð­ur sín­um í Reykja­vík frá því síð­asta sum­ar og haf­ast nú við í hjól­hýsi. Fé­lags­ráð­gjafi kom því til leið­ar að þeir fengju að vera þar áfram eft­ir að vísa átti þeim af tjald­svæð­inu í októ­ber. Ax­el Ay­ari, fað­ir drengj­anna, seg­ir lít­ið um svör hjá borg­inni varð­andi hvenær þeir kom­ist í við­un­andi hús­næði. „Þetta er ekk­ert líf fyr­ir strák­ana mína.“
Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Meiri­hluti íbúa tel­ur stór­fyr­ir­tæk­ið reyna að kaupa sér vel­vild með fjár­styrkj­um

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið ver pen­ing­um í styrk­veit­ing­ar í Ölfusi til að reyna að auka vel­vild íbúa í sinn garð í að­drag­anda bygg­ing­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn. Þetta er mat meiri­hluta íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu, sam­kvæmt könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina. Tals­mað­ur Heidel­bergs, Þor­steinn Víg­lunds­son. hef­ur lýst and­stæðri skoð­un í við­töl­um um styrk­ina og sagt að það sé af og frá að þetta vaki fyr­ir þýska fyr­ir­tæk­inu.
Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins
GreiningSalan á Íslandsbanka

Rann­sókn­in á Ís­lands­banka snýst um kaup starfs­manna hans á hluta­bréf­um rík­is­ins

Af­ar lík­legt er að fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands birti ít­ar­lega grein­ar­gerð eða skýrslu um rann­sókn­ina á að­komu Ís­lands­banka að út­boði hluta­bréfa rík­is­ins í hon­um í fyrra. For­dæmi er fyr­ir slíku. Það sem Ís­lands­banki hræð­ist hvað mest í rann­sókn­inni er ekki yf­ir­vof­andi fjár­sekt held­ur birt­ing nið­ur­staðna rann­sókn­ar­inn­ar þar sem at­burða­rás­in verð­ur teikn­uð upp með ít­ar­leg­um hætti.
Efling mun ekki afhenda félagatal sitt
Fréttir

Efl­ing mun ekki af­henda fé­laga­tal sitt

Efl­ing stétt­ar­fé­lag neit­ar að af­henda rík­is­sátta­semj­ara fé­laga­tal sitt og tel­ur að hann hafi eng­ar heim­ild­ir til að fá það af­hent. Með­an svo er er ekki hægt að greiða at­kvæði um miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara í kjara­deilu Efl­ing­ar og SA. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur Efl­ing­ar gagn­rýn­ir Að­al­stein Leifs­son rík­is­sátta­semj­ara harð­lega og seg­ir hann hafa kynnt full­trú­um annarra stétt­ar­fé­laga að hann hyggð­ist leggja fram miðl­un­ar­til­lögu en aldrei hafa haft sam­ráð við Efl­ingu.

Mest lesið undanfarið ár

 • Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
  1
  Eigin Konur#71

  Lýs­ir and­legu of­beldi fyrr­ver­andi sem hót­aði að dreifa nekt­ar­mynd­um

  Edda Pét­urs­dótt­ir grein­ir frá and­legu of­beldi í kjöl­far sam­bands­slita þar sem hún sætti stöð­ugu áreiti frá fyrr­ver­andi kær­asta sín­um. Á fyrsta ár­inu eft­ir sam­bands­slit­in bár­ust henni fjölda tölvu­pósta og smá­skila­boða frá mann­in­um þar sem hann ým­ist lof­aði hana eða rakk­aði nið­ur, krafð­ist við­ur­kenn­ing­ar á því að hún hefði ekki ver­ið heið­ar­leg í sam­band­inu og hót­aði að birta kyn­ferð­is­leg­ar mynd­ir og mynd­bönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræð­ir um reynslu sína í hlað­varps­þætt­in­um Eig­in Kon­ur í um­sjón Eddu Falak og í sam­tali við Stund­ina. Hlað­varps­þætt­irn­ir Eig­in Kon­ur verða fram­veg­is birt­ir á vef Stund­ar­inn­ar og lok­að­ir þætt­ir verða opn­ir áskrif­end­um Stund­ar­inn­ar.
 • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
  2
  Rannsókn

  Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

  Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
 • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
  3
  Eigin Konur#75

  Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

  Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
 • Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
  4
  Fréttir

  Ótt­að­ist fyrr­ver­andi kær­asta í tæp­an ára­tug

  Edda Pét­urs­dótt­ir seg­ist í rúm níu ár hafa lif­að við stöð­ug­an ótta um að fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar myndi láta verða af ít­rek­uð­um hót­un­um um að dreifa kyn­ferð­is­leg­um mynd­bönd­um af henni, sem hann hafi tek­ið upp án henn­ar vit­und­ar með­an þau voru enn sam­an. Mað­ur­inn sem hún seg­ir að sé þekkt­ur á Ís­landi hafi auk þess áreitt hana með stöð­ug­um tölvu­póst­send­ing­um og smá­skila­boð­um. Hún seg­ir lög­reglu hafa latt hana frá því að til­kynna mál­ið.
 • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
  5
  Eigin Konur#82

  Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

  „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
  6
  Viðtal

  Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

  „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
 • Lifði af þrjú ár á götunni
  7
  Viðtal

  Lifði af þrjú ár á göt­unni

  Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
 • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
  8
  Fréttir

  „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

  Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
 • Helga Sif og Gabríela Bryndís
  9
  Eigin Konur#80

  Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

  Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
  10
  Fréttir

  Kári svar­ar færslu Eddu um vændis­kaup­anda: „Ekki ver­ið að tala um mig“

  Kári Stef­áns­son seg­ist ekki vera mað­ur­inn sem Edda Falak vís­ar til sem vændis­kaup­anda, en seg­ist vera með tár­um yf­ir því hvernig kom­ið sé fyr­ir SÁÁ. Hann hafi ákveð­ið að hætta í stjórn sam­tak­anna vegna að­drótt­ana í sinn garð. Edda seg­ist hafa svar­að SÁÁ í hálf­kær­ingi, enda skuldi hún eng­um svör.