Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sorgin sem er vanmetin

Krist­ín Ýr Gunn­ars­dótt­ir skrif­ar um ástarsorg­ina, sem er sam­mann­leg og ein mest mót­andi reynsla lífs­ins.

Kristborg Bóel gaf nýverið út bókina 261 dagur, bókin er byggð á dagbókarskrifum hennar um það erfiða ferli sem fer í gang þegar þú tekur ákvörðun um að skilja við makann þinn. Með skrifunum vildi hún opna dyrnar fyrir fólki inn í þann sársauka sem fylgir þessu ferli. Kristborg hefur líkt sorginni sem fylgir skilnaði við þá sorg sem fólk upplifir við makamissi. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir það, en æ fleiri rannsóknir gefa til kynna að sorgin sé ekki ólík – þú stendur uppi ein/n.

Það er auðvitað erfitt að bera saman sorg og sorg. En að mörgu leyti er ég sammála henni í þessari nálgun. Öll erum við misjöfn en við skilnað þá stendur þú uppi ein/n og þarft að fóta þig í lífinu alveg upp á nýtt. Ástarsorg er erfitt ferli og oft sú sorg sem við vanmetum. Ástarsorg er oft fyrsta stóra áfallið sem þú lendir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu