Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Blankir útrásarvíkingar á nærfötunum

Krist­berg Jóns­son, Kibbi í Baulu, er bú­inn að selja veit­inga­stað­inn við veg­inn. Ótal þjóð­sög­ur hafa spunn­ist um Kibba. Hann lán­aði út­rás­ar­vík­ing­um á þyrlu fyr­ir pulsu og kók. Tók aldrei lán vegna Baulu. Ferð­ast um á Harley Dav­idson og gef­ur börn­um kakó. Kapí­talist­inn er sann­færð­ur sósí­alisti sem fylg­ir VG að mál­um.

„Þegar spurðist út að við værum að selja Baulu fékk ég stundum viðbrögð frá fólki sem spurði: „Hvað um okkur?“ Þetta kom mér skemmtilega á óvart. Ég hafði aldrei hugsað út í það að einhver kynni að sakna okkar svona mikið,“ segir Kristberg Jónsson, veitingamaður í Baulu í Borgarfirði, sem hefur ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Tómasdóttur, selt reksturinn og er hættur á langri vakt við Þjóðveg 1.

Kristberg, eða Kibbi í Baulu, hefur staðið vaktina við þjóðveginn í 18 ár. Hann þykir einstaklega litríkur og hafa spunnist um hann fjölmargar sögur, bæði sannar og ýktar. Hann er þéttur á velli og tattóveraður á handleggjunum. Ekki árennilegur, myndi einhver segja. En undir tattúinu og hörðum skrápnum leynist, að sögn þeirra sem best þekkja, hjarta úr gulli. Kibbi er maður sem segir hug sinn umbúðalaust og bregður þá sumum í brún. En það er gjarnan stutt í hláturinn og gleðina.

Konungur þjóðvegasjoppunnar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Útivist

Segir hagnaðinn af Litahlaupinu vera minni en styrkveitingar til góðgerðarmála
FréttirÚtivist

Seg­ir hagn­að­inn af Lita­hlaup­inu vera minni en styrk­veit­ing­ar til góð­gerð­ar­mála

The Col­or Run er hlaup­ið á yf­ir 300 stöð­um í heim­in­um á hverju ári. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, sem sér um fram­kvæmd Lita­hlaups­ins á Ís­landi, neit­ar að gefa upp tekj­ur sín­ar og hagn­að. Upp­selt var í hlaup­ið og voru þátt­tak­end­ur um tólf þús­und. Fyr­ir­tæki eins og Al­vo­gen greiða þókn­un til að tengja nafn sitt við hlaup­ið en for­svars­menn Lita­hlaups­ins gefa ekki upp hversu há hún er.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár