Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Er alveg agalegt að vinna fyrir Pírata?

Fyrr­ver­andi starfs­menn Pírata sem Heim­ild­in hafði sam­band við hafa mis­jafn­ar sög­ur að segja um störf sín fyr­ir flokk­inn á und­an­förn­um ár­um. Nokk­uð áber­andi starfs­manna­velta hef­ur ver­ið hjá flokkn­um síð­ustu miss­eri. Einn fyrr­ver­andi starfs­mað­ur seg­ir upp­lif­un sína hafa ver­ið að tíu manns hafi tal­ið sig vera yf­ir­mann hans.

Er alveg agalegt að vinna fyrir Pírata?
Píratar Mynd frá fundi sem boðað var til í grasrót Pírata um miðjan september í nýjum húsakynnum flokksins við Hverfisgötu. Mynd: Sigtryggur Ari

Nokkur starfsmannavelta hefur verið í starfi Pírata undanfarin ár, bæði á skrifstofu flokksins og í starfsliðinu á þingi. Það vakti töluverða athygli á dögunum er Atli Þór Fanndal, samskiptastjóri þingflokksins, var látinn fara eftir að hafa lent upp á kant við hóp sem hann kallaði „flokkseigendafélagið“ í samtali við Heimildina.

Atli Þór staldraði mjög stutt við hjá Pírötum, en hann var ráðinn inn í maí síðastliðnum og látinn fara, að eigin sögn, vegna ósættis þingflokks Pírata við aðkomu hans að kjöri til framkvæmdastjórnar á aðalfundi Pírata í byrjun september. Atli Þór hefur sagt að hann hafi nú bæst við langan lista fólks sem hafi engan áhuga á því að vinna fyrir þingflokk Pírata.

En er sá listi langur? Heimildin hafði samband við ýmsa fyrrverandi starfsmenn Pírata á undanförnum árum og fékk misjöfn svör, eins og gengur. Sumir kváðust sáttir við störf sín fyrir Pírata, en aðrir viðmælendur síður – og …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár