Skotinn í bakið fyrir að gefa út Söngva Satans: „Líkt og líkaminn hefði misst máttinn“

Ár­ið 1993 var norski út­gef­and­inn William Nyga­ard skot­inn þrisvar í bak­ið og var nærri dauða en lífi. Nokkru áð­ur hafði hann gef­ið út skáld­sög­una Söngv­ar Satans. Mál­ið hef­ur þvælst enda­laust í norska kerf­inu; tek­ist er á um það enn í dag, um leið og það þyk­ir tákn­rænt fyr­ir bar­áttu um sam­fé­lags­leg gildi.

Skotinn í bakið fyrir að gefa út Söngva Satans: „Líkt og líkaminn hefði misst máttinn“
William Nygaard „Það var líkt og líkaminn hefði misst máttinn. Ég heyrði ekkert skothljóð.“ William hafði, þegar hann varð fyrir árásinni, fyrir nokkru gefið út skáldsöguna Söngvar Satans og dauðadómur trúarbyltingarleiðtogans Ayatollah Ruhollah Khomeini, Fatwa, frá því í febrúar 1989 náði yfir alla þá sem að útgáfu bókarinnar komu. Mynd: Ole Berg-Rusten / NTB

Gulnuð haustblöð þöktu jörðina þegar norski bókaútgefandinn William Nygaard, einn þekktasti útgefandi Norðurlanda, steig út í daginn árið 1993 og gekk að bíl sínum. Þá veitti hann því athygli að dekk var sprungið og sökum tímaskorts afréð hann að hringja á leigubíl frekar en skipta um dekk. Á þessum tíma voru fáir með farsíma en William var með einn slíkan tengdan við rafmagn í bílnum. En hann náði aðeins að slá inn fyrstu tvær tölurnar áður en hann fann þungt högg í bakið. Í fyrstu hélt William að hann hefði fengið rafmagnsstraum.

Það var líkt og líkaminn hefði misst máttinn. Ég heyrði ekkert skothljóð,“ var vitnað í hann í greininni Drápstilræðið sem skók Noreg – en hún birtist þann 22. janúar árið 2022 á vef norska ríkisútvarpsins. Ítarleg fréttaskýring sem fór í saumana á máli hans sem enn þann dag í dag er óleyst. En William hafði, þegar …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu