Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Stórkostlega spennt fyrir nýjum kafla

Em­ilí­ana Torr­ini er ný­bú­in að gefa út sóló­plöt­una Miss Flower – sem fjall­ar um sam­nefnda konu sem neit­aði hverju bón­orð­inu á fæt­ur öðru. Af því til­efni bauð rit­höf­und­ur­inn Guð­rún Eva Mín­ervu­dótt­ir henni í heim­sókn – í sam­tal um allt og sitt­hvað um­fram það.

Við sem þóttumst komin til vits og ára á tíunda áratugnum munum eftir því þegar Emilíana Torrini steig fyrst fram á sjónarsviðið, hversu samband hennar við tónlist og lagasmíðar virtist sjálfsagt og eðlilegt. Það var líkt og alltaf hefði verið sjálfgefið að hlutverk Emilíönu í heiminum væri að fremja tónlist.

Núna nær okkur í tíma, á mánudagsmorgni í júlí, situr Emilíana við eldhúsborðið heima hjá mér og þegar ég les þessi byrjunarorð fyrir hana fer hún að hlæja. Það er heilshugar hlátur sem dregur ský frá sólu.

   „Fremja tónlist,“ hlær hún. „Það er geggjað, eins og að fremja ódæði eða morð!“  

   Listin er hættuleg, samsinni ég. En hvenær vissir þú það? Hvenær og hvernig fæddist vissan um að þú værir músikant?

   „Kannski var það ekki endilega alger fullvissa til að byrja með, en það var svo náttúrulegt að vera stöðugt að syngja. Og gera hljóð. Taktur kom eðlilega …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár