Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Enginn sem tekur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

 Diljá er með þrjár háskólagráður og Alma Hrönn tvær. Báðar búa þær í eigin húsnæði. Á pappírnum tilheyra þær millistétt á Íslandi. 

Þær eiga það sameiginlegt að vera einar á foreldravaktinni alla daga og axla ábyrgðina einar. Fyrrnefnd á dóttur með Down syndrome og síðarnefnd dóttur með einhverfu. Báðar hafa staðið frammi fyrir heilsubresti sem rekja má til álags – um leið og allt stendur og fellur með þeim einum. Líka að það sé matur á borðum í lok mánaðar. 

 Álagsveikindi kosta samfélagið

Í nútímalífi vinna margir sjálfstætt og þá án sjálfkrafa réttinda. Eins þurfa margir að vera í fleiri en einni vinnu eða taka að sér aukaverkefni. Diljá hefur reynslu af hvort tveggja en hún kveðst miklu sjaldnar hafa verið bara í einni vinnu en hitt á starfsævi sinni. 

„Lengi vel var ég í svona fjórum störfum. Ég skildi ekki stundum af hverju ég var alltaf upp úr þurru …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár