Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Helfararsafnið vill útrýma Pokémonum

Helfar­arsafn­ið í Wasingt­on D.C vill losna við öll Pokémon-skrímsli út af safn­inu en fjöldi fólks legg­ur leið sína á safn­ið í þeim eina til­gangi að veiða þar dýr í tölvu­leikn­um Pokémon GO. „Spil­un þessa leiks er ekki við­eig­andi á safn­inu sem er til minn­ing­ar um fórn­ar­lömb nas­ista,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi Helfar­arsafns­ins en dýr sem gef­ur frá sér eit­urgas sást á vappi hjá sal þar sem birt­ar eru frá­sagn­ir fólks sem lifði af gas­klefa nas­ista.

Helfararsafnið vill útrýma Pokémonum
Doduo. Þessi tvíhöfða fugl stóð keikur við inngang safnsins, sem reist er til að heiðra minningu fórnarlamba nasista í síðari heimstyrjöldinni.

Vinsælasti tölvuleikur og mest notaða smáforrit heimsins í dag er leikurinn Pokémon Go. Út um alla borg má sjá fólk með augun límd við símana sína í stöðugri leit að Pokémon-skrímslum. Þessar gríðarlegu vinsældir hafa þó haft í för með sér óvæntar og óheppilegar uppákomur.

Helfararsafnið í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. er svokallað PokéStop í leiknum, þar sem leikmenn geta fengið ókeypis varning til þess að nota við spilun. Alls eru þrjú PokéStop inni á safninu.

„Spilun þessa leiks er ekki viðeigandi á safninu sem er til minningar um fórnarlömb nasista,“ sagði Andrew Hollinger, samskiptafulltrúi Helfararsafnsins, í samtali við Washington Post sem fjallaði um málið. „Við erum að reyna að leita allra leiða til þess að fá safnið útilokað úr leiknum.“

Vandræði Helfararsafnsins undirstrika hvernig smáforrit sem samtvinnast raunveruleikanum geta skapað erfiðar aðstæður, sérstaklega þegar eigendur fasteigna og svæða í raunveruleikanum hafa ekkert með það að segja hvernig rými þeirra eru notuð í forritunum.

Óviðeigandi eiturgas

Koffing.
Koffing. Pokémon dýr sem gefur frá sér eiturgas sást hjá sal sem geymir frásagnir gyðinga sem lifðu af gasklefa nasista.

Mynd sem gengið hefur á samfélagsmiðlum sýnir leikmann sem fann óheppilega stafræna skepnu innan í safninu: Pokémon sem kallast Koffing og gefur frá sér eitrað gas birtist hjá skilti merktu sal Helenu Rubinstein. Í salnum eru kynntar frásagnir gyðinga sem lifðu af gasklefa nasista. Ekki hefur fengist staðfest hvort myndin er raunveruleg eða ekki, en Hollinger segist hafa áhyggjur af því að skepnan skuli láta sjá sig á safninu. 

Fyrirtækið Niantic, sem stendur að baki leiknum, hefur ekki fengist til þess að svara spurningum um birtingu skrímslisins Koffing innan safnsins, eða því hvort einhver leið væri að verða við bón Helfararsafnsins um að koma í veg fyrir að Pokémonar geti skotið upp kollinum innan í byggingunni.

Hollinger hefur sagt safnið mjög fylgjandi því að gestir þess noti tækni til þess að auka á upplifun sína og deila reynslu sinni með öðrum en telur að leikurinn falli utan ramma þess sem viðeigandi er. 

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár