Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 2 árum.

Fjöldi brottkastsmála margfaldaðist eftir að Fiskistofa fór að nota dróna

Veiði­eft­ir­lits­menn hjá Fiski­stofu hafa á und­an­förn­um ára­tug oft­ast skráð um eða inn­an við tíu mál sem varða brott­kast afla á ári hverju. Í upp­hafi þessa árs var byrj­að að not­ast við dróna í eft­ir­liti og von­að­ist Fiski­stofa eft­ir því að sjá úr lofti góða um­gengni við sjáv­ar­auð­lind­ina. Þann 25. nóv­em­ber voru mál­in þar sem ætl­að var að afla bæði stórra og smárra skipa hefði ver­ið kast­að í sjó­inn þó orð­in að minnsta kosti 120 tals­ins. Alls fjög­ur mál varða brott­kast af skip­um af stærstu gerð, sem veiða með botn­vörpu.

Það sem af er ári hefur Fiski­stofa tekið til með­ferðar að minnsta kosti 120 mál sem varða ætlað brott­kast afla frá fiski­skip­um, stórum og smá­um. Lang­flest mál hafa verið til lykta leidd með leið­bein­inga­bréfi frá stofn­un­inni, um að ekki skuli kasta afla í sjó­inn, en einu máli hefur lokið með tíma­bund­inni svipt­ingu veiði­leyfis og þremur með form­legum áminn­ing­um.

Þetta kemur fram í svari Fiski­stofu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um brott­kasts­mál, en um gríð­ar­lega fjölgun mála er að ræða frá fyrri árum. Dróna­eft­ir­lit var tekið upp hjá veiði­eft­ir­lits­mönnum Fiski­stofu í upp­hafi árs og er það búið að „gjör­breyta leikn­um“, ef svo má segja.

Í svari sem Elín Björg Ragn­ars­dóttir sviðs­stjóri veiði­eft­ir­lits hjá Fiski­stofu veitti Kjarn­anum um þessi mál segir að þetta séu ekki alveg nákvæmar tölur og að enn gætu ein­hver mál sem eru á rann­sókn­ar­stigi átt eftir að bæt­ast við bók­hald­ið, auk þess sem nokkur mál hafi verið send til lög­reglu. Árið í heild verður tekið saman og loka­tölur um mála­fjöld­ann gefnar út í febr­úar á næsta ári, í árs­skýrslu stofn­un­ar­inn­ar.

Oft­ast innan við tíu mál síð­asta ára­tug

Fiski­stofa birtir alltaf í árs­skýrslum sínum tölur um fjölda skráðra brott­kasts­mála og í þeim má lesa að mál þar sem fiski­skip eru staðin að brott­kasti afla voru afar fágæt þar til Fiski­stofa byrj­aði að beita drónum við eft­ir­lit sitt.

Frá árinu 2012 hefur mála­fjöldi þannig verið frá tveimur og upp í 26 mál, en oft­ast hafa málin verið um eða undir tíu tals­ins. Áhrif drón­anna á mála­fjöld­ann eru umtals­verð, eins og sjá má mynd­inni hér að ofan.

Eina svipt­ing­ar­málið í lok apríl

Sem áður segir hefur ein­ungis eitt mál á árinu leitt til þess að bátur þurfti að sæta tíma­bund­inni svipt­ingu veiði­leyf­is. Það mál varð­aði bát­inn Berg­vík GK 22 og komst upp í eft­ir­liti með dróna þann 28. apr­íl. Berg­vík­inni var óheim­ilt að halda til veiða 2. júlí - 15. júlí, sam­kvæmt ákvörðun Fiski­stofu.

Elín Björg hjá Fiski­stofu sagði við Vísi vegna þessa máls í júlí að á fjöru­tíu mín­útna upp­töku sem hefði legið til grund­vallar veiði­leyf­is­svipt­ing­unni hefði að minnsta kosti 72 bol­fisk­um, aðal­lega þorski, verið kastað fyrir borð.

„Það teljum við vera tals­vert brott­kast. Þetta eru um tveir fiskar á mín­útu af þorski,“ sagði Elín Björg.

Stór skip sem smá

Fiski­stofa gat ekki látið Kjarn­ann hafa upp­lýs­ingar um hvaða skip brott­kasts­málin 120 varð­aði, en gat þó sund­ur­liðað málin eftir því hvers konar veið­ar­færi eru á bát­unum og skip­unum sem staðin hafa verið að ætl­uðu brott­kasti.

Alls eru fleyin 104 tals­ins, stór og smá, en fjögur mál varða skip af stærstu gerð sem eru útbúin botn­vörpum og nítján mál varða skip sem eru útbúin dragnót. Þá varða fjórtán mál skip sem eru með þorsk­fisk­net.

Dróna­eft­ir­litið fer að mestu leyti fram frá landi, sem leiðir til þess að stærstur hluti brott­kasts­mál­anna sem Fiski­stofa skráir er vegna veiða sem fram fara nærri landi. Þó var einnig byrjað að fljúga drón­unum frá skipum á hafi úti á vor­mán­uð­um, en drón­ana er hægt að nota til þess að hafa eft­ir­lit með veiðum í um 10-15 kíló­metra fjar­lægð frá veiði­eft­ir­lits­mann­in­um, sam­kvæmt því sem kom fram í við­tali við Elínu Björgu á mbl.is í upp­hafi árs.

Þar sem eft­ir­litið fer fram nærri landi að mestu þarf þó ekki að koma á óvart að flest mál­anna varða minni báta. Flest mál­anna varða skip sem eru með grá­sleppu­net, eða alls 30 tals­ins og 29 mál varða skip útbúin til hand­færa­veiða og 24 mál varða línu­báta, sem þó rétt er að taka fram að geta verið allt frá því að vera litlir og upp í það að telj­ast tals­vert stór­ir.

Aukið eft­ir­lit í kjöl­far ábend­inga Rík­is­end­ur­skoð­unar

Í upp­hafi árs 2019 skil­aði Rík­is­end­ur­skoðun stjórn­sýslu­út­tekt um eft­ir­lits­hlut­verk Fiski­stofu. Þar fékk stofn­unin tölu­vert bága umsögn fyrir fram­kvæmd þess eft­ir­lits sem henni er ætlað að hafa með hönd­um. Eft­ir­lit með brott­kasti var til dæmis sagt afar tak­mark­að, veik­burða og ómark­visst.

Í upp­hafi þessa árs var svo byrjað að beita drón­unum við eft­ir­lit og er þeim sam­kvæmt umfjöllun á vef Fiski­stofu ætla að vera „fram­leng­ing á augum eft­ir­lits­manna við aðstæður þar sem erfitt er að kom­ast að til eft­ir­lits“ og sagð­ist Fiski­stofa telja að notkun þeirra hefði ákveð­inn „fæl­ing­ar­mátt og varn­að­ar­á­hrif“.

Tekið var fram í umfjöllun Fiski­stofu um þessa nýj­ung í eft­ir­liti að tækj­unum væri alltaf stjórnað af veiði­eft­ir­lits­manni sem væri við­staddur og sæi myndefnið úr mynda­vél drón­ans í beinu streymi. Ekki væri kveikt á upp­töku nema eft­ir­lits­maður hafi talið sig sjá brot – og allt væri þetta eft­ir­lit í sam­ræmi við gild­andi reglur og fyr­ir­mæli Per­sónu­vernd­ar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár