Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Nasistar og nútíminn á hvíta tjaldinu

Kvik­mynd­in The Zo­ne of In­t­erest í leik­stjórn Jon­ath­an Glazer tekst á við hel­för­ina en á ann­an hátt en venja er fyr­ir, hún skoð­ar hryll­ing henn­ar í gegn­um hvers­dags­legt líf gerenda henn­ar, fjöl­skyldu sem bjó beint fyr­ir ut­an Auschwitz-út­rým­ing­ar­búð­irn­ar. Mynd­in er ekki um þá fjöl­skyldu þó hún sé svo sann­ar­lega í miðju henn­ar. Leik­stjór­inn hef­ur sagt að mynd­in sé ekki gluggi inn í for­tíð­ina held­ur við­vör­un fyr­ir nú­tím­ann.

Kvikmyndin The Zone of Interest í leikstjórn Jonathan Glazer byrjar í myrkri og með drungafullu tónverki Mica Levi sem varir í nokkrar mínútur þar til hljóðmynd, fuglasöngur tekur við. Myrkrið og tónverkið gefur áhorfendum til kynna að myndin er alvarleg enda um mann sem stjórnaði frægustu útrýmingarbúðum nasista og fjölskyldu hans á því tímabili sem flestir voru myrtir í búðunum. 

Við myrkrinu tekur við mynd eins og úr fjölskyldualbúmi, fjölskylda í lautarferð við stöðuvatn að sumri. Fjölskyldufaðirinn, Rudolf Höss, stendur á sundfötunum og horfir á börnin sín leika sér með magana fulla af jarðarberjum og konan hans, Hedwig Höss, gefur ungbarni þeirra eplabita. Því næst er fjölskyldan á hreyfingu, á göngu í skógi, á leið heim í bíl, börnin hlæjandi í aftursætinu.

Þau keyra eftir vegi og beygja svo inn á annan að því sem nasistar kölluðu Áhugasvæðið, eða The Interest Zone, svæðið í kringum útrýmingarbúðirnar þar sem stjórnendur og …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár