Sérfræðingur segir Ísland öruggara utan NATO
Ísland og NATO Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ásamt forseta Litháens, Gitanas Nauseda, til vinstri og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, til hægri á ráðstefnu NATO árið 2023. Mynd: AFP
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sérfræðingur segir Ísland öruggara utan NATO

Sér­fræð­ing­ur í sviðs­mynd­um hern­að­ar­átaka fyr­ir NATO tel­ur minni lík­ur á að Ís­land yrði skot­mark í stríði ef land­ið væri hlut­laust og stæði ut­an NATO. Dós­ent í ör­ygg­is­fræð­um við Há­skóla Ís­lands er ósam­mála og seg­ir það „geð­veiki“ að ganga úr NATO á þess­um tíma­punkti. Með­al hlut­lausra ríkja ut­an varn­ar­banda­laga eru eyrík­in Ír­land og Malta.

Mat ýmissa yfirvalda NATO-ríkja er að líklegt sé að Rússland muni ögra NATO með árás eða skemmdarverkum gegn einu bandalagsríkjanna á næstu árum. Að öllum líkindum yrði eitt Eystrasaltsríkjanna eða Norðurlandanna, Finnland eða Noregur, fyrir barðinu á slíkri stigmögnun. Það er þó ekkert sem útilokar að fleira en eitt land og þar á meðal Ísland yrði að skotmarki. Slík stigmögnun gæti hæglega leitt til heimsstyrjaldar á milli Rússlands og stórra ríkja Evrópu og jafnvel Bandaríkjanna ef þau efna varnarskuldbindingar sínar. Það er þó í vafa ef Donald Trump sigrar forsetakosningarnar á þessu ári, en hann hefur sagst myndu hvetja Rússland til að ráðast á NATO-ríki sem borgi ekki sinn skerf til varnarmála. 

Hlutleysi og friðarstefna gæti þó verið vísari leið að auknu öryggi fyrir Ísland, útskýrir David Banks, prófessor við King’s College London og hönnuður stríðsleikja fyrir NATO. „Ef Ísland væri hlutlaust og gengi úr NATO þá held ég að …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (14)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Agusta Omarsdottir skrifaði
  Þetta er borðleggjandi, ef Rússar ætluðu að ráðast á fleiri lönd þá hefðu þeir gert það fyrir löngu síðan
  Þetta er histería og ekkert annað
  Þeir eru að verja landamæri sín sem NATO var búin að lofa að þeir kæmu ekki nálægt árið 1995
  0
 • Ingibjörg Ottesen skrifaði
  Hefðu Úkraínumenn verið komnir inn í Nató, hefðu Rússar aldrei ráðist inn í landið. Því þá eru Nató ríkin öll sem eitt, koma þeim til varnar. Ástæðan fyrir því að Finnland og Svíþjóð ganga inn í Nató á þessum tímapunkti er að styrkja varnir sínar. Það er hefur ekki, er ekki og mun ekki vera hægt að tryggja sig gagnvart harðsvíruðum glæpamönnum. En, kannski verður hægt að tala við TM þegar það er komið í ríkiseigu.
  Ísland úr Nató og herinn burt er bara alls ekki raunhæft. Þá mun það bara vera, fyrstur kemur, fyrstur fær.

  Hættið þessu kjaftæði og förum að loka landamærunum fyrir harðsvíruðum erlendum óligörkum sem álælast landið okkar og þessi ríkisstjórn sem Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi hefur verið límið í, sleikir útum af áköfum fögnuði, því Bjarna Benedkitssyni tekst að blekkja greindarsekrta Íslendinga áratug eftir áratug. Lesið sögu hans Ekki skoðanir mínar, reynið að mynda ykkar eigin. En, sjáið tölur um afskriftir, svínarí og hvernan skandalinn á fætur öðrum sem sá maður hefur ollið.
  1
 • FF
  Friðrik Friðriksson skrifaði
  Hvernig ætlar Nato að verja Ísland fyrir kjarnorku eldflaugum frá Rússum, verða þær skotnar niður á leiðinni hingað og þá með hvaða búnaði og hvar er hann?...
  1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
   Það er ekki hægt að verjast í kjarnorkustríði. En, yrði Ísland Skotmark, þá er hægt að skjóta víðar en frá Ísalndi sjálfu. Við myndum aldrei vinna maður á mann.
   0
 • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
  Vantar í athugasemdina:.... í tíma. Þetta er...
  0
 • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
  Mér finnst þessi grein mjög merkileg þar sem farið er yfir ýmis svið sem geta komið upp. Að Ísland gangi úr NATÓ tel ég vera barnaskap. Það virðist enginn vafi leika á að átök farmtíðar leiði til þess að hryðjuverk verði í stærra hlutverki en áður. Hugsum um Gasa. Ég sé enga tryggingu fyrir að hér geti ekki vaxið hryðjuverkasamtök í skjóli einhvers erlends ríkis sem nota þessi samtök til að hafa áhrif úti í heimi. Ef eitthvert ríki telur sig vera í hættu gæti það auðveldlega ráðist á Ísland. Afleiðingin yrði hræðileg. Sem meðlimur í NATÓ fengi Ísland hjálp til að sporna við slíkri þróun í auðvitað bara ein af hættunum sem gætu steðjað að.
  2
 • Sigrún Jónsdóttir skrifaði
  Ég get ekki séð hvaða máli stefna íslenskra stjórnvalda skiptir ef til átaka kemur. Skil ekki heldur hvaða máli skiptir ef til væri íslenskur her væri til. Það mikilvægasta fyrir okkur að eiga sterka bandamenn. Einkum í ljósi þess hryllings sem blasir við á Gaza
  2
  • PH
   Pétur Hilmarsson skrifaði
   Það er hræsni að eitt ríkasta land innan Nato sé ekki að leggja neitt til þegar minni hagkerfi og miklu fátækari ríki eins og Svartfjallaland eru að leggja sitt af mörkum til eigin varna.
   0
  • Í ljósi staðsetningar okkar er ólíklegt að rússar gætu ráðist hingað inn með landliðum, talsvert líklegra að um væri að ræða loftárásir, og gegn því er einfalt (þó ekkert sé einfalt í stríði) að verjast með loftvarnarkerfum. Einnig þyrftum við að tryggja hafið í kringum okkur, svo sem með freygátum eða eldflaugum sem beitt væri gegn flotum. Álíka kerfi væru als ekki út úr myndinni fjárhagslega séð. Sem fullvalda ríki er það einnig á okkar ábyrgð að tryggja ytra fullveldi, viljum enda ekki vera undir stjórn annars ríkis enn á ný, það er jú ástæða fyrir því að við börðumst fyrir fullveldi. Best að treysta ekki alltaf á aðra til að verja okkur, en auðvitað ávalt best að halda áfram að tala fyrir friði á jörðu.
   0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
   Sammála Sigrún, Pútín hefði ekki ráðist inn í Úkraínu, hefðu þeir verið komnir inn í Nató. Hversvegna halda menn að Finnland og Svíþjóð séu gegnir inn í Nató?

   Held að hættulegast sé, ef við færum að vera með her hérna sem Rússum gæti stafað ógn að. Hef ekki trú á að þeir sendu bombu á herlaust land. En, í Nató skulum við vera, hlusta ekki að þessa Stalínista sem reyna að telja okkur trú um annað.
   0
 • PB
  Páll Bragason skrifaði
  Sýnist fyrirsögnin vera villandi. Telur minni líkur á að ráðist verði á landið, ef utan NATO, en í staðinn berskjaldaðra, verði á það ráðist. Líklega lítill minnihluti þjóðarinnar sem vill fórna öryggi fyrir hlutleysi, enda hlutleysisbransinn að verða liðin tíð í okkar heimshluta, sbr. Svíþjóð og Finnland. . Búið er að prófa ævarandi hlutleysi, sem hélt í rúma tvo áratugi.
  2
 • TM
  Tómas Maríuson skrifaði
  Og við verðum að hafa einnig í huga að öll sundrung og óeining er í anda Putin. Hver segir að Putin ögri ekki einmitt NATO með því að ráðast á ríki utan þess en innan hefðbundna áhrifasvæðis þess?
  Ísland hafði ekkert gagn af hlutleysi í seinni heimstyrjöldinni nema niðurlæginguna að verða hertekið.
  Mannfallið íslenskra sjómanna var miðað við stærð þjóðar það sama og bandarískra hermanna.
  6
  • H
   Haraldsson skrifaði
   Þú virðist taka hæðstu mögulegu mannfalstölur á íslandi og miðar þær við mannfall BNA hers en sleppir alveg tölum óbreyttra BNA ríkisborgara sem létust í átökunum, enhvað sem sjómenn myndu falla undir.
   En ef þú horfir til mannfalls Noregs sem tók virkan þátt í stríðinu, þá er sú tala u.þ.b tvöfalt hærri en okkar.
   -2
  • TM
   Tómas Maríuson skrifaði
   Noregur "tók" ekki þãtt í stríðinu - Noregur var HLUTLAUS en Dolli litli réðst á hann.
   1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár