Skólamáltíðir færðu Vinstri grænum langþráðan pólitískan stórsigur
Ánægð Bæði Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar og flokkur Katrínar Jakobsdóttur, Vinstri græn, telja að þau skref sem stigin hafa verið af ríkinu til að liðka fyrir gerð kjarasamninga, með miklum tilkostnaði, séu af hinu góða. Efi er um slíkt innan þriðja stjórnarflokksins, Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Skólamáltíðir færðu Vinstri grænum langþráðan pólitískan stórsigur

Tveir þriðju hlut­ar þeirra kjara­bóta sem fást á fyrsta ári eft­ir gildis­töku ný­lega gerðra kjara­samn­inga koma frá hinu op­in­bera, og þriðj­ung­ur úr at­vinnu­líf­inu. Sam­hliða eru stig­in stór skref í átt að því að end­ur­reisa milli­færslu­kerfi sem leynt og ljóst hef­ur ver­ið reynt að leggja nið­ur á síð­asta ára­tug. Sam­komu­lag­ið er sig­ur fyr­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra, sem hef­ur lagt mik­ið á sig til að landa hon­um.

Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru fyrir rúmri viku eru um margt einstakir í Íslandssögunni. Yfirlýst markmið þeirra er að skapa grundvöll til þess að ná niður verðbólgu og vöxtum sem hafa tætt niður ráðstöfunartekjur heimila ársfjórðung eftir ársfjórðung vegna þess að vaxtakostnaður þeirra hefur rokið upp um tugi prósenta og verðlag hækkað á sama tíma, og lamað mörg fyrirtæki sem hafa orðið fyrir sömu áhrifum. Hér var til staðar vítahringur sem þurfti að rjúfa. Þegar litið var til kjarabaráttu undanfarinna ára, og þeirra áherslna sem hafa verið ráðandi í velferðaráherslum sitjandi ríkisstjórnar, var fátt sem benti til þess að til staðar væri vegur að því markmiði. Hann reyndist þó vera til. 

„Sjaldan hefur íslenskur forsætisráðherra þurft jafn ríkulega á stefnumálasigri að halda og Katrín Jakobsdóttir í byrjun mars 2024.“

Til að komast á hann þurftu margir aðilar að breyta sinni aðferðafræði. Forystufólk stéttarfélaganna þurftu að hætta að eyða of mikilli orku …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Einarsson skrifaði
    En ein spurning Þórður, vextir voru hækkaðir til að lækka verðbólgu, og svo er samið um að reyna að lækka verðbólgu til að koma vöxtum niður. Spurningin er sú erum við þá ekki kominn á sama stað og í upphafi og forsendur fyrir því að verðbólgan vaxi aftur??? Og hversu viðráðanleg er verðbólga sem er innflutt???
    0
  • Yngvi Sighvatsson skrifaði
    Heimildin eins og aðrir fjölmiðlar, verkalýðshreyfingin og ríkistjórnir síðustu 15 ára horfa alfarið fram hjá stöðu leigjenda og þá staðreynd að þessir samningar veikja stöðu þess hóps svo um munar. Ástæðan er sú að það eina sem gert er fyrir leigjendur er að hækka bætur en það er skýr fylgni á milli hækkunar bóta og hækkunar leiguverðs, skýr og óhugnaleg. Þannig að eins og eftir allar hækkanir leigubóta hingað til þá sjáum við í framhaldinu hækkanir á leigu sem eru meiri en hækkun bóta nemur. Þetta bitnar síðan mjög illa á þeim sem eiga skertan rétt til bóta.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár