Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Stöðugt stríð lengir líf ríkisstjórnar Ísraels

Öfga­flokk­ar í rík­is­stjórn Ísra­els hindra samn­inga um vopna­hlé og frels­un gísla Ham­as-sam­tak­anna og kalla eft­ir land­námi á Gaza. Net­anya­hu á allt und­ir því að rík­is­stjórn­in haldi, en hann er gríð­ar­lega óvin­sæll inn­an Ísra­els og rúm 70% Ísra­ela vilja snemm­bún­ar kosn­ing­ar.

Stöðugt stríð lengir líf ríkisstjórnar Ísraels
Mótmælendur í Tel Aviv 3. febrúar Á skiltinu stendur „ríkisstjórn eyðileggingar heimila“. Mótmælendur kölluðu eftir afsögn ríkisstjórnarinnar og snemmbúnum kosningum. Mynd: AFP

Í blálok árs 2022 myndaði núverandi forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, brothætta ríkisstjórn. Naumur meirihluti upp á fjóra þingmenn, af alls 120 þingmönnum ísraelska þingsins, með samsteypustjórn sjö stjórnmálaflokka. Nú þegar almenningsálit innan Ísraels er byrjað að snúast gegn stríðinu og Netanyahu má sjá bresti í þessu fjölflokkasamstarfi. Samhliða þessu felldi hæstiréttur Ísraels umdeildar breytingar ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins úr gildi í janúar og málsmeðferð vegna meintrar spillingar Netanyahu heldur loks áfram eftir áralangar tafir. Áframhaldandi stjórnmálaferill hans og samstarf ríkisstjórnarflokkanna er í töluverðri hættu ef að stríðinu á Gaza lýkur sem varpar ljósi á ískyggilega hagsmuni þess efnis að halda stríðinu áfram.

Stjórnarkrísa árum saman vegna spillingarmála Netanyahu

Af vandræðagangi í ísraelskum stjórnmálum er töluverð forsaga, allt aftur til ársins 2018. Í stuttu máli sagt var stjórnarkrísa í Ísrael í um fjögur ár, allt til nóvember 2022, þegar núverandi þing var kosið. Fimm skyndikosningar áttu sér stað á þessu fjögurra …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár