„Hún er ógeðslega mikil stjarna – þessi stelpa!“

Af hverju Lauf­ey? – seg­ist tón­list­ar­spek­úl­ant­inn Árni Matth­ías­son oft vera spurð­ur. Já, af hverju Lauf­ey? Þessi unga tón­list­ar­kona virð­ist kannski hafa sprung­ið út eins og flug­eld­ur. Og þó! Sag­an er marglsungn­ari en svo. Rætt var við tón­listar­fólk og spek­úl­anta til að henda bet­ur reið­ur á hana – og heyra að­eins um hana bæði nú og á barns­aldri.

„Hún er ógeðslega mikil stjarna – þessi stelpa!“

Laufey Lín Jónsdóttir er alin upp í þremur heimsálfum; á Íslandi, í Kína og í Bandaríkjunum en mamma hennar er kínversk og pabbi hennar íslenskur. Laufey talar því mandarín og sem barn gekk hún í skóla í Bandaríkjunum, þar til hún var á tíunda ári. En hún gekk líka í Háteigsskóla og Versló. Á sumrin dvaldi hún í Kína en mamma hennar er fiðluleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og þess má geta að amma og afi hennar í Kína eru fiðlu- og píanóprófessorar. Sjálf var Laufey aðeins fimmtán ára þegar hún lék einleik á selló með hljómsveitinni. Hún var jafnframt sellóleikari í ungsveit SÍ.

Það má segja að Laufey Lín sé alþjóðleg rödd – í orðsins fyllstu merkingu. Afsprengi þriggja heimsálfa og á dögunum þóttu mikil tíðindi þegar hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötuna Bewitched og þá í flokki hefðbundinna söng-poppplatna.

Kornung er hún nú sögð hafa djassað djassinn inn í meginstrauminn …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár