Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ekki fræðilegur möguleiki að manna vaktina með karlmönnum

Jakobína Rut Daní­els­dótt­ir var að reyna að fá einn af fjór­um karl­kyns sam­starfs­mönn­um sín­um til að taka vakt­ina henn­ar í dag þeg­ar hún ræddi við Heim­ild­ina í síð­ustu viku. Hún sinn­ir starfi sem hún get­ur ekki geng­ið í burtu frá, jafn­vel þó að á í dag sé kvenna­verk­fall. Hún er ein af þeim fjöl­mörgu kon­um sem halda heil­brigðis­kerf­inu uppi.

Árið 1975 stóð Unnur Berglind Friðriksdóttir með móður sinni í Bankastræti og mótmælti. Það var í fyrsta sinn sem kvennaverkfall, eða kvennafrí eins og það var kallað þá, var haldið. Í dag, 48 árum eftir að Unnur stóð við hlið móður sinnar og krafðist launajafnréttis, mun hún standa á Arnarhóli með þúsundum annarra kvenna og kvára. Og þó að tæp hálf öld sé liðin frá fyrsta verkfallinu og ýmislegt hafi áunnist í baráttunni eru kröfurnar af svipuðum toga og þær voru þá: Jöfn kjör óháð kyni. 

Unnur Berglind er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Hún vinnur þessa dagana að því að koma í veg fyrir að grunnlaun ljósmæðra sem starfa hjá stofnunum ríkisins verði lækkuð.  

„Mér finnst við ekki metnar að verðleikum“
Unnur Berglind Friðriksdóttir
formaður Ljósmæðrafélags Íslands

„Ég er eiginlega bara að verða fyrir vonbrigðum aftur og aftur,“ segir Unnur Berglind.

Hún er orðin þreytt á því að berjast við ríkið …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jafnréttismál

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Allt af létta

„Stelp­ur, horf­ið bál­reið­ar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár