Orðið mambi, blanda af orðunum mamma og pabbi, small strax fyrir Andreu Róa þegar von var á fyrsta barni þeirra Sólveigar Ástudóttur Daðadóttur árið 2021. Það tók son þeirra, Vindar Orra, smástund að komast upp á lagið með að nota orðið en nú er það í uppáhaldi hjá honum. Það gleður Andreu Róa, sem segir virkilega mikilvægt fyrir kynsegin fólk að til séu orð sem passa þeim.
„Það styrkir tilveruréttinn þinn að eiga hlut í tungumálinu,“ segir Andrea Rói.
Samtökin '78 settu af stað svokallaða hýryrðasamkeppni í lok júní en á meðal orða sem óskað er eftir tillögum um eru kynhlutlaus orð yfir foreldri foreldris. Hugmyndin er að bæta slíku orði, eða jafnvel orðum, við tungumálið, en ekki að skipta út orðunum amma og afi. Sá misskilningur hefur verið áberandi í athugasemdakerfum fjölmiðlanna.
„Þessi keppni snýst ekki um neina málstýringu,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir, lektor í íslenskum samtímabókmenntum, sem situr …
Þar að auki eru aðeins örfá tilfelli þar sem orðið "hjón" er notað án þess að nöfn eða kyn hjónanna fylgi með, t.d. "Jón og Gunna eru hjón." eða "Ég sá þær hjónin útí búð."
Það er helst ef þú notar orðalag eins og "Við hjónin fórum norður um helgina" og viðmælandi veit ekkert um makann þinn sem það gæti orðið einhver vafi. Það er þó sáraeinfalt að fyrirbyggja misskilning með því að segja t.d. "Við Beta fórum norður" eða "Ég fór norður með manninum mínum".
En svo er það hin hliðin: Hverju skiptir það þó einhver ókunnugur haldi að þú sért lesbía þar til annað kemur í ljós? Breytir það einhverju?