Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

400 nýjar milljónir á ári til einkarekinna miðla og draga á úr umsvifum RÚV á samkeppnismarkaði

Stuðn­ing­ur rík­is­sjóðs við einka­rekna fjöl­miðla verð­ur auk­inn um 400 millj­ón­ir króna á ári sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­mála­áætl­un. Fram­lag til þeirra verð­ur því rúm­lega tvö­fald­að. Fram­lög til RÚV úr rík­is­sjóði verða 1,5 millj­arði krón­um hærri 2028 en þau eru í ár en vinna á að draga úr um­svif­um rík­is­mið­ils­ins á aug­lýs­inga­mark­aði.

400 nýjar milljónir á ári til einkarekinna miðla og draga á úr umsvifum RÚV á samkeppnismarkaði
Fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson kynnti fimm ára fjármálaáætlun í dag. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Árlegur stuðningur við einkarekna fjölmiðla verður aukinn um 400 milljónir króna á næsta ári og verður þá um 777 milljónir króna. Viðbótarframlagið, sem ætlað er „tryggja fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði“ mun verða tryggt til fimm ára, eða út árið 2028. Auk þess stendur til að festa gildandi styrkjakerfi í sessi út sama tímabil. Þetta kemur fram í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem lögð var fram í dag. 

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar verður stendur til að miðla viðbótarfjárhæðinni til fjölmiðla í gegnum skattaívilnun og er aðgerðinni ætlað að hvetja fjölmiðla til að taka upp áskriftarfyrirkomulag. Útfærsla á leiðinni er þó ekki tilgreind í áætluninni.

Vilja festa styrkjakerfið í sessi

Und­an­farin ár hefur verið greiddur rekstr­ar­styrkur til einka­rek­inna fjöl­miðla sem upp­fylla ákveðin skil­yrði. Í honum felst að hlut­fall af rit­stjórn­ar­kostn­aði þeirra er end­ur­greidd­ur. Styrkja­kerfið rann út um síðustu ára­mót en fyrir þingi liggur frum­varp um að lengja það. Áætlað er að 377 milljónir króna verði veittar til einkarekinna fjölmiðla í ár í gegnum það kerfi, en í fyrra skiptust styrkirnir niður yfir tuttugu fjölmiðlafyrirtæki. Þegar við bætast nýju 400 milljónirnar ætti framlagið því að verða um 777 milljónir króna, áður en hófleg aðhaldskrafa lækkar það um nokkrar milljónir króna.

Raunar verða styrkirnir 100 milljónum krónum hærri í ár en þeir áttu að vera. Það er tilkomið vegna þess að fjöl­miðla­fyr­ir­tækið N4, sem rak ekki frétta­stofu en fram­leiddi ýmis konar efni, óskaði í des­em­ber í fyrra eftir því að fá 100 milljón króna styrk úr rík­is­sjóði. Fjár­laga­nefnd sam­þykkti styrk­veit­ing­una en nefnd­ar­menn sögðu síðar að hún ætti að skipt­ast á fleiri sem fram­leiða sjón­varps­efni á lands­byggð­inni. N4 er eina sjón­varps­stöðin á lands­byggð­inn­i. 

Eftir að málið rataði í fjöl­miðla var ákveðið að breyta úthluta fjár­mun­unum með öðrum hætti. Í nefnd­ar­á­liti fjár­laga­nefndar fyrir þriðju umræðu fjár­laga­frum­varps­ins sagði að í ljósi „um­ræðu í fjöl­miðlum beinir meirihlut­inn því til ráð­herra að end­­ur­­skoða þær reglur sem gilda um rekstr­­ar­­stuðn­­ing við einka­rekna fjöl­miðla á lands­­byggð­inni þannig að aukið til­­lit verði tekið til þeirra sem fram­­leiða efni fyrir sjón­­varp.“

Ákveðið var að fjár­­fram­lagið myndi renna inn í styrkja­­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla og hækka þá upp­­hæð sem þar verður til úthlut­unar úr 377 millj­­ónum króna á næsta ári, í 477 millj­­ónir króna.

Þetta tímabundna 100 milljóna króna framlag fellur niður eftir yfirstandandi ár. N4 óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í byrjun árs. 

Umfang RÚV á auglýsingamarkaði á að dragast saman

Sá fjölmiðill sem fær hæstu greiðslurnar úr ríkissjóði er Ríkisútvarpið (RÚV). Áætlað er að greiðslur til þess nemi um 5,7 milljörðum króna í ár en auk þess hefur RÚV aflað sér rúmlega tveggja milljarða króna á ári í auglýsingatekjur árlega. 

Alls munu fjárframlög til fjölmiðla verða 1,9 milljarði krónum hærri árið 2028 en þau eru nú. Af þeirri upphæð er áætlað að 1,5 milljarðar króna renni til RÚV á því ári, en upphæðin fer stighækkandi ár frá ári sökum þess að útvarpsgjaldið fylgir verðlagsbreytingum. Auk þess er öllum fullorðnum einstaklingum og lögaðilum gert að greiða gjaldið. Þegar fólki og fyrirtækjum fjölgar, þá fjölgar krónunum sem renna til RÚV. 

Í fjármáláætluninni er þó boðað að unnið verði að því „að draga úr umsvifum Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði“, en það þýðir að reynt verður að setja hömlur á getu ríkismiðilsins til að sækja sér auglýsingafé. Engin útfærsla á því markmiði er þó lögð fram í áætluninni, en samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar stendur ekki til að taka RÚV að öllu leyti af auglýsingamarkaði. 

Í áætluninni segir að unnið verði að endurnýjun þjónustusamnings Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við RÚV en hann rennur út í lok þessa árs. „Lögð verður áframhaldandi áhersla á að Ríkisútvarpið muni áfram sem hingað til leitast við að fylgja þróun fjölmiðlunar, m.a. með breyttum áherslum í dagskrá og fjölbreyttara efnisframboði á vef, auk þess að gera eldra efni aðgengilegra en áður.[...]  Helstu áskoranir næstu árin eru að viðhalda og efla það traust sem almenningur ber til Ríkisútvarpsins, sbr. árlegar mælingar þar að lútandi. Þá stendur Ríkisútvarpið enn frammi fyrir því að lækka skuldir og halda óbreyttum tekjum til að hægt verði að halda úti sambærilegri dagskrá og verið hefur.“

Heimildin er einn þeirra fjöl­miðla sem upp­­­­­fyllir skil­yrði fyrir rekstr­­­ar­­­styrk úr rík­­­is­­­sjóði.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    https://www.youtube.com/watch?v=gUUdQfnshJ4
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

„Auðvitað viljum við byltingu“
Viðtal

„Auð­vit­að vilj­um við bylt­ingu“

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son hitti tvær leik­kon­ur úr al­þjóð­lega leik­hópn­um Spindrift og ræddi verk hóps­ins, Them, sem vak­ið hef­ur at­hygli.
Nýtt risameginland eftir 250 milljón ár: Verður það helvíti á Jörð?
Flækjusagan

Nýtt risam­eg­in­land eft­ir 250 millj­ón ár: Verð­ur það hel­víti á Jörð?

Legg­ið ykk­ur og sof­ið í 250 millj­ón ár. Það er lang­ur svefn en segj­um að það sé hægt. Og hvað blas­ir þá við þeg­ar þið vakn­ið aft­ur? Í sem skemmstu máli: Heim­ur­inn væri gjör­breytt­ur. Ekki eitt ein­asta gam­alt kort eða hnatt­lík­an gæti kom­ið að gagni við að rata um þenn­an heim, því öll meg­in­lönd hefðu þá færst hing­að um heimskringl­una...
Ísland í sérflokki háhraðatenginga til heimila
Erik Figueras Torras
Aðsent

Erik Figueras Torras

Ís­land í sér­flokki há­hraða­teng­inga til heim­ila

For­stjóri Mílu skrif­ar um for­skot Ís­lands þeg­ar kem­ur að há­hraða­teng­in­um til heim­ila og næstu kyn­slóð há­hraða­teng­inga sem mun styðja við þetta for­skot.
Samskip krefja Eimskip um bætur
FréttirSamráð skipafélaga

Sam­skip krefja Eim­skip um bæt­ur

Flutn­inga­fyr­ir­tæk­ið Sam­skip ætl­ar að krefja flutn­inga­fyr­ir­tæk­ið Eim­skip um bæt­ur vegna meintra „ólög­mætra og sak­næmra at­hafna“ þess gagn­vart Sam­skip­um. Jafn­framt hafa Sam­skip kært ákvörð­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um að leggja á fyr­ir­tæk­ið 4,3 millj­arða króna í sam­ráðs­máli.
Réttindalaust flóttafólk fær skjól hjá Rauða krossinum
Fréttir

Rétt­inda­laust flótta­fólk fær skjól hjá Rauða kross­in­um

Enn ein vend­ing­in hef­ur orð­ið í deilu sveit­ar­fé­laga og rík­is um hver eða yf­ir höf­uð hvort eigi að veita út­lend­ing­um sem feng­ið hafa end­an­lega synj­un á um­sókn um al­þjóð­lega vernd að­stoð. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur fal­ið Rauða kross­in­um að veita fólk­inu, sem ekki á rétt á að­stoð á grund­velli nýrra laga um út­lend­inga, gist­ingu og fæði.
„Ég vaknaði á morgnana og mín fyrsta hugsun var að heimurinn væri að farast“
Fréttir

„Ég vakn­aði á morgn­ana og mín fyrsta hugs­un var að heim­ur­inn væri að far­ast“

Eg­ill Helga­son hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
Arnarlax skráð á markað á föstudag eftir átakavikur um laxeldi
FréttirLaxeldi

Arn­ar­lax skráð á mark­að á föstu­dag eft­ir átaka­vik­ur um lax­eldi

Lax­eld­is­fyr­ir­tæ­ið Arn­ar­lax gaf það út fyr­ir mán­uði síð­an að fé­lag­ið yrði skráð á mark­að í haust og verð­ur af því á föstu­dag­inn kem­ur. Síð­an þá hef­ur eytt stærsta slys sem hef­ur átt sér stað í sjókvía­eldi á Ís­landi ver­ið í há­mæli.
Lífsskilyrði og heilsa fólks sem starfar við ræstingar mun verri en annarra
Rannsókn

Lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar mun verri en annarra

Staða fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði ef lit­ið er til fjár­hags­stöðu, stöðu á hús­næð­is­mark­aði, lík­am­legr­ar- og and­legr­ar heilsu, kuln­un­ar og rétt­inda­brota á vinnu­mark­aði. Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu – Rann­sókna­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar ekki koma beint á óvart. „En það kem­ur mér á óvart hversu slæm stað­an er.“
Geta lent í miklum mínus ef þær fá ekki leikskólapláss
Viðtal

Geta lent í mikl­um mín­us ef þær fá ekki leik­skóla­pláss

Ein­stæð­ar mæð­ur sem ekki fá leik­skóla­pláss fyr­ir börn sín eru lík­leg­ar til þess að enda með nei­kvæð­ar tekj­ur í lok mán­að­ar og get­ur stað­an jafn­vel orð­ið svo slæm að þær enda í 140 þús­und króna mín­us í lok mán­að­ar. Þetta leið­ir ný meist­ar­a­rann­sókn Þóru Helga­dótt­ur í ljós.
Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
Úttekt

All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.