Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ásgerður um baráttuna við háværa minnihlutann sem vill rukka 4500 í sund

Ás­gerð­ur Hall­dórs­dótt­ir, sem var bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi í 13 ár, seg­ir ákveð­inn arm sjálf­stæð­is­manna á Seltjarn­ar­nesi hafa í gegn­um tíð­ina beitt sér fyr­ir því að lág­marka kostn­að­ar­þátt­töku bæj­ar­fé­lags­ins í op­in­berri þjón­ustu. Hún nefn­ir sem dæmi hug­mynd­ir um að rukka bæj­ar­búa um kostn­að­ar­verð fyr­ir að­gang að sund­laug­inni og leik­skóla­pláss, sem væri um 310 þús­und á mán­uði.

Þegar Ásgerður Halldórsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi frá 2009 til 2022 áttu sér ítrekað stað umræður um það hvort sveitarfélagið ætti að hætta að niðurgreiða ýmsa opinbera þjónustu. Meðal annars var um að ræða starfsemi sundlaugarinnar og leikskólans.

Blaðamaður tók viðtal við Ásgerði um fyrirtækið Skólamat þegar hún var enn þá bæjarstjóri á Seltjarnarnesi árið 2021. Þá nefndi hún þetta atriði um niðurskurðarkröfuna í framhjáhlaupi. Orð Ásgerðar sátu í blaðamanni og bað hann hana því um annað viðtal til að biðja hana að segja nánar frá því hvað hún ætti við. Ásgerður er einnig kjörinn viðmælandi til að fá greiningu á Seltjarnarnesi þar sem hún stýrði bæjarfélaginu í meira en áratug og hefur búið svo lengi þar. 

Ásgerður segir að á Seltjarnarnesi sé „hávær minnihluti“ sem hafi þessa skoðun og gangi nokkuð langt í því …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Stefán Ólafsson skrifaði
  Athyglisvert viðtal við Ásgerði.
  3
 • ÁH
  Ásmundur Harðarson skrifaði
  Hvað skyldu margir fara í sund ef það kostaði 4.500 krónur í hvert skipti?
  Mig grunar að þeir yrðu ekki fleiri en svo að tekjurnar myndu minnka verulega frá því sem nú er.
  3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Elítusamfélagið á Nesinu

Slagurinn um hvort Nesið eigi bara að vera fyrir Seltirninga
ViðtalElítusamfélagið á Nesinu

Slag­ur­inn um hvort Nes­ið eigi bara að vera fyr­ir Seltirn­inga

Guð­mund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Seltjarn­ar­nesi, seg­ir að sveit­ar­fé­lag­ið sé í áð­ur óþekktri krísu vegna þess að það á ekki leng­ur lóð­ir til að selja. Ekki ná­ist sátt um það hvort bær­inn eigi að standa vörð um op­in­bera þjón­ustu eða vera lág­skatta­sam­fé­lag með skerta þjón­ustu. Hann lýs­ir því hvernig minni­hluti hægri sinn­aðra sjálf­stæð­is­manna hafi mik­il völd og áhrif í bæn­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár