Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Daglegt líf í Tyrklandi eftir jarðskjálftann

Þrátt fyr­ir mann­skæða skjálfta og eyði­legg­ingu reyn­ir fólk að halda lífi sínu áfram, rúm­um mán­uði eft­ir jarð­skjálfta sem skók norð­ur­hluta Tyrk­lands og vest­ur­hluta Sýr­lands.

Lífið heldur áframHvutti kemur sér fyrir í sófa í rústum bygginga í Adiyaman í Tyrklandi, 13 dögum eftir jarðskjálftann, sem var 7,8 að stærð. Fjöldi eftirskjálfta hafa mælst og í vikunni varð annar stór skjálfti, 6,4 að stærð.
Stund milli stríðaMenn ylja sér við eldinn í rústum bygginga í Hatay í Tyrklandi, nokkrum dögum eftir jarðskjálftann, áður en leit að eftirlifendum heldur áfram áður en dimm nóttin tekur við. Dregið hefur verið úr björgunaraðgerðum, rúmum tveimur vikum eftir skjálftann, og lítil von er um að finna fleiri á lífi. Óljóst er hversu margra er saknað. Skipulagðar björgunaraðgerðir fara nú fram aðeins í tveimur héruðum.
Hvað tekur við?Páfagaukur í búri lætur fara vel um sig í kjöltu eiganda síns. Leið fjölskyldunnar, hjóna og páfagauksins, liggur út úr Hatay-héraði þar sem eyðileggingin er gríðarleg, í leit að betra lífi eftir afleiðingar jarðskjálftans.
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár