Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Á Íslandi get ég andað“

Syst­urn­ar Za­hraa og Ya­sa­een Hus­sein flúðu heima­land sitt ásamt móð­ur sinni og bræðr­um, eft­ir að fað­ir þeirra var pynt­að­ur og myrt­ur. Fjöl­skyld­an flúði frá Ír­ak til Grikk­lands og það­an til Ís­lands í von um vernd, ör­yggi og frið. Ís­lensk stjórn­völd neit­uðu því ít­rek­að og fluttu þau svo með lög­reglu­valdi aft­ur til Grikk­lands. Þar höfðu þau áð­ur ver­ið nán­ast alls­laus og án hús­næð­is.

„Á Íslandi get ég andað“
„Hún er sálin mín“ Hussein systurnar eru mjög nánar enda hafa þær gengið í gegnum hörmungar saman. Þær segja að slík reynsla gæti auðveldlega sundrað fjölskyldum en í þeirra tilviki hefur það gert alla fjölskylduna samheldnari. Til vinstri er Yasameen og Zahraa til hægri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þegar ég spurði systurnar Zöhruu og Yasameen Hussein hvernig þær myndu lýsa hvor annarri sneri Zahraa sér að systur sinni og sagði: „Hún er sálin mín,“ því næst lagði hún hönd sína á hönd systur sinnar og greip þétt utan um hana. „Hún er systir mín, blíða, góða systir mín,“ sagði Yasameen þá. Þær sitja þétt saman, eiginlega alveg upp að hvor annarri, báðar með hendur í skauti og horfa beint fram. Sjáanlega stressaðar og þreyttar. Þær eru enda nýkomnar til Íslands, aftur, eftir að hafa verið brottvísað héðan til Grikklands fyrir rúmum mánuði síðan ásamt mömmu sinni, Maysoon, og bræðrum, þeim Hussein og Sajjad.

Fjölskyldan hafði verið hér í tvö ár áður en lögreglan sótti þau með valdi og flutti upp í flugvél sem flaug með þau burt. Systurnar voru byrjaðar í menntaskóla, búnar að kynnast nýjum vinum og farið að líða eins og þeim væri loks borgið.

„Hér …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Skömm íslenskra stjórnvalda er MJÖG STÓR í máli fjölskyldunnar. Það versta er að hinir ábyrgu kunna ekki að skammast sín.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu