Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
Fjölskylda Halldórs eignaðist húsið Fjölskylda Halldórs Jónssonar bónda á Arngerðareyri eignaðist „kastalann“ eftir að Kaupfélag Nauteyrarhrepps varð gjaldþrota. Sonur hans, Baldvin Halldórsson og eiginkona hans, Vigdís Pálsdóttir sjást hér leiða Pál Baldvin Baldvinsson son sinn en með þeim á myndinni er Guðrún Hannesdóttir frænka Vigdísar. Myndin er líklega tekin árið 1955 þegar Páll Baldvin var þriggja ára.

„Er það þessi kastali?“ spurði tæplega fimm ára gömul dóttir mín, Steinunn Ragna, þegar við stoppuðum við gamla íbúðarhúsið á Arngerðareyri í Ísafirði í lok júlí árið 2022. „Kastalinn“ birtist allt í einu niðri við sjóinn þegar keyrt er inn í faðm Ísafjarðardjúpsins eftir að vegfarandinn hefur farið yfir Steingrímsfjarðarheiði.

Dóttir mín hafði aldrei séð þetta hús áður, hvorki í eigin persónu né á mynd. Fyrsta orðið sem kom upp í huga hennar var þetta: kastali, eins og í ævintýrunum. Við ákváðum að kíkja á húsið af því amma mín og nafna dóttur minnar, Ragna Halldórsdóttir, var dóttir hjónanna sem bjuggu í því um miðbik síðustu aldar.

Húsið sem vekur svo mikla athygliHúsið á Arngerðareyri vekur athygli margra sem fara um Ísafjörð og Djúpið. Hér sést myndskeið af Áslaugu Helgu Ingadóttur að leik í fjörunni á Arngerðareyri um sumarið 2022.

Glæsilegt hús byggt rétt fyrir kreppu

Þetta er steinsteypt …

Kjósa
58
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Var húsið ekkert notað eftir 1956? Mig minnir að fólk hafi getað beðið þarna inni eftir Fagranesinu/Djúpbátnum sirka 1975.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Það eru til margar skemmtilegar sögur af Sigurði. Hann var samt ekki sá eini sem gaf
    Sigvalda Kaldalóns flygilinn, þar voru líka þrír aðrir bændur úr sókninni með í för.
    8
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Já þau er mörg skítseyðin í söguni sem hafa mergsogið landann.
    Bara af því að þau (skítseyðin), komust upp með það.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár